Konan sem lést í kjölfar líkamsárásar í vesturbæ Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld hét Sanita Brauna, 44 ára, frá Lettlandi.
Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.
Karlmaður á fertugsaldri situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins, grunaður um manndráp. Maðurinn var á föstudag úrskurðaður í vikulangt varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sætir hann einangrun á meðan.
Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel

Tengdar fréttir

Krufningu lokið í manndrápsmáli á Melunum
Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu að liggja fyrir síðar í þessari viku.

Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald
Maður sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana í íbúð hennar við Hagamel í gærkvöldi var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna.

Yfirheyrsla gæti farið fram í dag
Erlendur karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana í íbúð hennar við Hagamel á fimmtudagskvöld, verður að öllum líkindum yfirheyrður í dag eða á morgun.