Bóheminn sem er viðskiptafræðingur Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. september 2017 09:00 Arnar Freyr Frostason kláraði viðskiptafræðigráðu meðan hann rappaði með Úlfur Úlfur. vísir/auðunn „Það er eitthvað sem við Sölvi ætlum í sameiningu að reyna að komast að. Hann mun kannski meira fjalla um tölur og fasta staðla, ég reyndar líka, en ég mun meira miðla af reynslu minni sem tónlistarmaður sem hefur verið það í mörg ár og sérstaklega á því tímabili sem ég hef verið að gera tónlist; þegar ég byrjaði í tónlistinni steig forsetinn bara fram dapur og sagði „plötusala er dauð“. Núna er það streymið sem er að taka við keflinu. Við erum að fjalla um landslagið í dag á þessum nýju og breyttu tímum og hvort það sé hagur að því að vera tónlistarmaður og hvernig það sé hægt að hagnast á tónlist,“ segir Arnar Freyr Frostason viðskiptafræðingur en hann ásamt Sölva Blöndal hagfræðingi mun halda fyrirlestur með yfirskriftinni „Er hagur í tónlistinni?“. Fyrirlesturinn er á vegum FVH, félags viðskipta- og hagfræðinga, og fer fram á Kex hosteli klukkan fimm í dag. Líklegt er að fleiri kannist við Arnar og Sölva sem annars vegar Arnar Frey úr rappdúettinum Úlfur Úlfur og hins vegar við Sölva sem Sölva úr rappsveitinni Quarashi. Sölvi starfar sem hagfræðingur hjá Gamma ásamt því að vera einn af stofnendum Öldu, nýjasta íslenska útgáfufyrirtækisins – sem meðal annars er með Úlfur Úlfur á sínum snærum. Arnar hins vegar er í atvinnumennskunni og starfar einungis sem tónlistarmaður. Hann er þó með viðskiptafræðigráðu þar sem áherslan er á markaðsfræði – svona ef allt fer til fjandans í músíkbransanum. Úlfur Úlfur hefur hins vegar verið að ferðast ansi stíft upp á síðkastið þar sem þeir félagarnir hafa meðal annars spilað fyrir Pólverja og Rússa, svo að það virðist ekkert þurfa að reyna á gráðuna neitt bráðlega.Hvernig er það að vera listamaður með viðskiptafræðigráðu, er það ekki pínu mótsögn? „Það er geggjað. Fyrir þann sem veit ekkert hvað hann á að læra er þetta ógeðslega praktísk þekking af því að viðskipti eru alls staðar. Eins leiðinlegt og það er eru það náttúrulega peningar sem snúa öllum tannhjólum. Þó að ég sé tilfinningaríkur listamaður sem vill bara vera bóhem þá verð ég líka að vita þetta. Þetta er auðvitað nytsamleg þekking svo ég geti miðlað mínum boðskap – ég verð að vita hvernig peningar virka svo ég geti talað um að peningar séu vondir.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
„Það er eitthvað sem við Sölvi ætlum í sameiningu að reyna að komast að. Hann mun kannski meira fjalla um tölur og fasta staðla, ég reyndar líka, en ég mun meira miðla af reynslu minni sem tónlistarmaður sem hefur verið það í mörg ár og sérstaklega á því tímabili sem ég hef verið að gera tónlist; þegar ég byrjaði í tónlistinni steig forsetinn bara fram dapur og sagði „plötusala er dauð“. Núna er það streymið sem er að taka við keflinu. Við erum að fjalla um landslagið í dag á þessum nýju og breyttu tímum og hvort það sé hagur að því að vera tónlistarmaður og hvernig það sé hægt að hagnast á tónlist,“ segir Arnar Freyr Frostason viðskiptafræðingur en hann ásamt Sölva Blöndal hagfræðingi mun halda fyrirlestur með yfirskriftinni „Er hagur í tónlistinni?“. Fyrirlesturinn er á vegum FVH, félags viðskipta- og hagfræðinga, og fer fram á Kex hosteli klukkan fimm í dag. Líklegt er að fleiri kannist við Arnar og Sölva sem annars vegar Arnar Frey úr rappdúettinum Úlfur Úlfur og hins vegar við Sölva sem Sölva úr rappsveitinni Quarashi. Sölvi starfar sem hagfræðingur hjá Gamma ásamt því að vera einn af stofnendum Öldu, nýjasta íslenska útgáfufyrirtækisins – sem meðal annars er með Úlfur Úlfur á sínum snærum. Arnar hins vegar er í atvinnumennskunni og starfar einungis sem tónlistarmaður. Hann er þó með viðskiptafræðigráðu þar sem áherslan er á markaðsfræði – svona ef allt fer til fjandans í músíkbransanum. Úlfur Úlfur hefur hins vegar verið að ferðast ansi stíft upp á síðkastið þar sem þeir félagarnir hafa meðal annars spilað fyrir Pólverja og Rússa, svo að það virðist ekkert þurfa að reyna á gráðuna neitt bráðlega.Hvernig er það að vera listamaður með viðskiptafræðigráðu, er það ekki pínu mótsögn? „Það er geggjað. Fyrir þann sem veit ekkert hvað hann á að læra er þetta ógeðslega praktísk þekking af því að viðskipti eru alls staðar. Eins leiðinlegt og það er eru það náttúrulega peningar sem snúa öllum tannhjólum. Þó að ég sé tilfinningaríkur listamaður sem vill bara vera bóhem þá verð ég líka að vita þetta. Þetta er auðvitað nytsamleg þekking svo ég geti miðlað mínum boðskap – ég verð að vita hvernig peningar virka svo ég geti talað um að peningar séu vondir.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira