Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. september 2017 23:04 Brúin yfir Hólmsá á Mýrum opnar gönguleið milli Heinabergsjökuls og Fláajökuls. Mynd/Vatnajökulsþjóðgarður. Ferðamönnum hefur nú opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm sem reistar hafa verið yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Helgu Árnadóttur, aðstoðarþjóðgarðsvörð á Höfn.Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn..Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jöklasýnin sem birtist ferðamönnum af hringveginum um Mýrar í Hornafirði þykir ein sú magnaðasta á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Þrír skriðjöklar falla þarna úr Vatnajökli og niður á láglendið en þeir eru Skálafellsjökull, Heinabergsjökull og Fláajökull. Jöklarnir blasa við frá Höfn í Hornafirði en þar rekur Vatnajökulsþjóðgarður gestastofu.Skriðjöklarnir þrír á Mýrum sjást vel frá jöklabænum Höfn. Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs er í húsinu neðst til hægri á myndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sveitarfélagið Hornafjörður og Vatnajökulsþjóðgarður hafa nú tekið höndum saman með landeigendum og Ríki Vatnajökuls um að greiða leið ferðamanna að jökulsporðunum, með göngubrúm yfir jökulárnar, sem undan þeim falla. Markmiðið er að leggja samfellda gönguleið með suðurjaðri Vatnajökuls, allt frá Skeiðarárjökli til Hornafjarðar, en sveitarfélagið fer fyrir verkinu.Brúin yfir Kolgrafardalsá opnar leiðina milli Fláajökuls og jarðarinnar Haukafells á Mýrum.Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður.Opnun leiðarinnar um Mýrajökla var fagnað um síðustu mánaðamót en svo kallast 22 kílómetra gönguleið milli Skálafells í Suðursveit og Haukafells á Mýrum. Áður var búið að opna gönguleið um Breiðamerkursand. Nánar má fræðast um verkefnið í frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hafa tjaldsvæðið opið í svartasta skammdegi Fjölgun ferðamanna á Höfn í Hornafirði utan háannatímans er orðin svo mikil að ákveðið er að tjaldsvæðið þar verði haft opið í allan vetur. 21. september 2017 22:52 Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Ferðamönnum hefur nú opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm sem reistar hafa verið yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Helgu Árnadóttur, aðstoðarþjóðgarðsvörð á Höfn.Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn..Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jöklasýnin sem birtist ferðamönnum af hringveginum um Mýrar í Hornafirði þykir ein sú magnaðasta á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Þrír skriðjöklar falla þarna úr Vatnajökli og niður á láglendið en þeir eru Skálafellsjökull, Heinabergsjökull og Fláajökull. Jöklarnir blasa við frá Höfn í Hornafirði en þar rekur Vatnajökulsþjóðgarður gestastofu.Skriðjöklarnir þrír á Mýrum sjást vel frá jöklabænum Höfn. Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs er í húsinu neðst til hægri á myndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sveitarfélagið Hornafjörður og Vatnajökulsþjóðgarður hafa nú tekið höndum saman með landeigendum og Ríki Vatnajökuls um að greiða leið ferðamanna að jökulsporðunum, með göngubrúm yfir jökulárnar, sem undan þeim falla. Markmiðið er að leggja samfellda gönguleið með suðurjaðri Vatnajökuls, allt frá Skeiðarárjökli til Hornafjarðar, en sveitarfélagið fer fyrir verkinu.Brúin yfir Kolgrafardalsá opnar leiðina milli Fláajökuls og jarðarinnar Haukafells á Mýrum.Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður.Opnun leiðarinnar um Mýrajökla var fagnað um síðustu mánaðamót en svo kallast 22 kílómetra gönguleið milli Skálafells í Suðursveit og Haukafells á Mýrum. Áður var búið að opna gönguleið um Breiðamerkursand. Nánar má fræðast um verkefnið í frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hafa tjaldsvæðið opið í svartasta skammdegi Fjölgun ferðamanna á Höfn í Hornafirði utan háannatímans er orðin svo mikil að ákveðið er að tjaldsvæðið þar verði haft opið í allan vetur. 21. september 2017 22:52 Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Hafa tjaldsvæðið opið í svartasta skammdegi Fjölgun ferðamanna á Höfn í Hornafirði utan háannatímans er orðin svo mikil að ákveðið er að tjaldsvæðið þar verði haft opið í allan vetur. 21. september 2017 22:52
Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00
Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30
Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00