Samþykktu breytingar á útlendingalögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. september 2017 06:27 Þingfundi lauk rétt fyrir klukkan 1 í nótt. Vísir/Ernir Frumvarp meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um breytingar á útlendingalögum var samþykkt skömmu áður en þingfundi lauk rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokks stóðu að frumvarpinu og endurspeglaðist það í atkvæðagreiðslunni, 38 samþykktu frumvarpið en 17 þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn því. Þá skiluðu þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks minnihlutaáliti. Breytingar á lögunum snúa að málsmeðferðartíma þegar börn eiga í hlut. Bætast við tvö ákvæði til bráðabirgða en lögin verða svo tekin til frekari meðferðar á Alþingi eftir kosningarnar sem framundan eru. Annars vegar er lagt til að íslensk stjórnvöld skuli taka umsókn barns um alþjóðlega vernd til efnislegrar meðferðar ekki seinna en níu mánuðum eftir að umsókn barst. Frestur stjórnvalda er nú tólf mánuðir.Breytingarnar á lögunum munu veita Mary (átta ára frá Kenía) og Haniye (11 ára frá Afganistan) og fleiri börnum efnislega meðferð á umsóknum sínum um hæli hjá stjórnvöldum.VísirHins vegar er lagt til að annar frestur í málum barna verði styttur úr átján mánuðum í fimmtán. Er um að ræða þegar börn hafa sótt um alþjóðlega vernd en ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan fimmtán mánaða. Þá megi veita þeim dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, að uppfylltum öðrum skilyrðum.Óttast aukið mansal Talið er að þessar breytingar geti haft áhrif á stöðu um 80 barna og segir í nefndaráliti meirihlutans að því sé ljóst að um mikilvæga breytingu sé að ræða. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins óttast þó að breytingarnar kunni að hafa í för með sér aukið mansal eða smygl á börnum hingað til lands.Á fyrsta tímanum í nótt samþykkti Alþingi jafnframt að fella ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum úr gildi. Um það ríkti meiri samstaða en í fyrrnefndum breytingum. Frumvarp Bjarna Benediktssonar var samþykkt með 55 atkvæðum, einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og voru sjö fjarverandi. Tengdar fréttir Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45 Bráðabirgðalögin munu tryggja Mary, Haniye og fleiri börnum efnislega meðferð Allir flokkar standa saman að breytingum á lögum um útlendinga að frátöldum Sjálfstæðisflokknum. 26. september 2017 13:15 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Frumvarp meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um breytingar á útlendingalögum var samþykkt skömmu áður en þingfundi lauk rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokks stóðu að frumvarpinu og endurspeglaðist það í atkvæðagreiðslunni, 38 samþykktu frumvarpið en 17 þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn því. Þá skiluðu þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks minnihlutaáliti. Breytingar á lögunum snúa að málsmeðferðartíma þegar börn eiga í hlut. Bætast við tvö ákvæði til bráðabirgða en lögin verða svo tekin til frekari meðferðar á Alþingi eftir kosningarnar sem framundan eru. Annars vegar er lagt til að íslensk stjórnvöld skuli taka umsókn barns um alþjóðlega vernd til efnislegrar meðferðar ekki seinna en níu mánuðum eftir að umsókn barst. Frestur stjórnvalda er nú tólf mánuðir.Breytingarnar á lögunum munu veita Mary (átta ára frá Kenía) og Haniye (11 ára frá Afganistan) og fleiri börnum efnislega meðferð á umsóknum sínum um hæli hjá stjórnvöldum.VísirHins vegar er lagt til að annar frestur í málum barna verði styttur úr átján mánuðum í fimmtán. Er um að ræða þegar börn hafa sótt um alþjóðlega vernd en ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan fimmtán mánaða. Þá megi veita þeim dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, að uppfylltum öðrum skilyrðum.Óttast aukið mansal Talið er að þessar breytingar geti haft áhrif á stöðu um 80 barna og segir í nefndaráliti meirihlutans að því sé ljóst að um mikilvæga breytingu sé að ræða. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins óttast þó að breytingarnar kunni að hafa í för með sér aukið mansal eða smygl á börnum hingað til lands.Á fyrsta tímanum í nótt samþykkti Alþingi jafnframt að fella ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum úr gildi. Um það ríkti meiri samstaða en í fyrrnefndum breytingum. Frumvarp Bjarna Benediktssonar var samþykkt með 55 atkvæðum, einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og voru sjö fjarverandi.
Tengdar fréttir Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45 Bráðabirgðalögin munu tryggja Mary, Haniye og fleiri börnum efnislega meðferð Allir flokkar standa saman að breytingum á lögum um útlendinga að frátöldum Sjálfstæðisflokknum. 26. september 2017 13:15 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45
Bráðabirgðalögin munu tryggja Mary, Haniye og fleiri börnum efnislega meðferð Allir flokkar standa saman að breytingum á lögum um útlendinga að frátöldum Sjálfstæðisflokknum. 26. september 2017 13:15