Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2017 10:37 Guðlaugur Þór með Boris Johnson á NATO-fundi í mars, Vísir/EPA Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi utanríkisráðherra Íslands, er á meðal ræðumanna á samkomu til að fagna stofnun nýrrar hugveitu sem boðar harða stefnu varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í breska utanríkisráðuneytinu í dag. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, heldur boð í utanríkisráðuneytinu í kvöld til að fagna stofnun hugveitunnar Stofnun frjálsra viðskipta, að sögn Politico. Auk hans munu aðrir harðlínumenn innan breska Íhaldsflokksins tala, þar á meðal Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherrann, og Daniel Hannan, Evrópuþingmaður flokksins, sem er forseti hugveitunnar.Breska blaðið The Times lýsir hugveitunni sem þrýstihópi fyrir svonefnt hart Brexit. Bloomberg tekur í sama streng. Hugveitan boðar meðal annars að Bretar láti reglugerðir Evrópusambandsins um neytendavörur lönd og leið, jafnvel þó að það ógni sambandi þeirra við ríkjasambandið. Samkoman í utanríkisráðuneytinu verður ekki opin fjölmiðlum. Guðlaugur Þór tók þátt í atkvæðagreiðslu á þingi í nótt áður en því var slitið. Hann flaug svo út til Bretlands í morgun.Ráðuneytið segir að efni fundarins verði fríverslunSamkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytis Íslands kom boðið á samkomuna frá Johnson en hugveitan sjái um skipulagningu viðburðarins. Guðlaugur Þór verður eini ræðumaðurinn sem kemur utan Bretlands. Ráðuneytið segir að umræðuefni fundarins sé fríverslun í heiminum. Ekki er ljóst hvaða ávinning Ísland hefði af því að Bretland gengi úr Evrópusambandinu með svo afgerandi hætti en hvorki náðist í Guðlaug Þór né Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmann hans, strax um viðbrögð. Í viðtali við breska blaðið The Daily Telegraph í sumar sagðist Guðlaugur Þór hins vegar sjá tækifæri í fríverslunarsamningum sem Bretar myndu gera við önnur ríki í tengslum við Brexit. Hvatti hann þó Breta og ESB til að ná hagstæðum samningi því annars myndi fólk missa vinnuna á báðum svæðum og lífsgæði skerðast. Opnaði hann einnig dyrnar á mögulega inngöngu Breta í EFTA.Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, er talinn storka Theresu May, forsætisráðherra, með því að hýsa fögnuðinn í kvöld.Vísir/AFPÓgnar vopnahléi innan bresku ríkisstjórnarinnar Ákvörðun Johnson utanríkisráðherra um að hýsa samkomuna er talin geta ógnað vopnahléi sem ríki innan ríkisstjórnar Íhaldsflokksins, að sögn The Times. Johnson olli fjaðrafoki og reiði á meðal flokkssystkina sinna þegar hann lýsti eigin sýn á harða útgöngu úr ESB í grein í The Telegraph fyrr í þessum mánuði, rétt áður en Theresa May, forsætisráðherra, átti að að flytja mikilvæga ræðu um stefnu Breta í Brussel. Í greininni sagði Johnson mikilvægt að Bretar greiddu ekkert til Evrópusambandsins fyrir áframhaldandi aðgang að innri mörkuðum þess eftir Brexit en talaði ekkert um aðlögunartímabil sem rætt hefur verið um til að milda höggið fyrir bresk fyrirtæki. Kröfðust nokkrir íhaldsmenn þess að Johnson yrði rekinn en May kaus hins vegar að gera það ekki. Telja margir að með greininni hafi Johnson verið að undirbúa að skora May á hólm um formannsstól Íhaldsflokksins. Evrópuþingmaðurinn Hannan hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og talað á samkomum andstæðinga aðildar að Evrópusambandinu og Sjálfstæðisflokksins. Alþjóðaviðskiptaráðherrann Fox sagði fyrr í sumar að hann teldi að Bretar gætu lifað með því að yfirgefa Evrópusambandsins án þess að gera samning um fríverslun við það áður. Brexit Tengdar fréttir Bretar bjóða Íslendingum sambærilegt Brexit-tilboð Um réttindi borgara innan Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, og Evrópska efnahagssvæðisins, EES, segir í grein 11 í tillögunum: „Við munum ræða svipaða tilhögun við Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss á gagnkvæmum grundvelli.“ 27. júní 2017 15:44 Gagnkvæmur áhugi á auknu samstarfi í kjölfar Brexit Gagnkvæmur áhugi er á því að efla samstarf Bretlands og Íslands í kjölfar þess að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 1. ágúst 2017 20:48 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi utanríkisráðherra Íslands, er á meðal ræðumanna á samkomu til að fagna stofnun nýrrar hugveitu sem boðar harða stefnu varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í breska utanríkisráðuneytinu í dag. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, heldur boð í utanríkisráðuneytinu í kvöld til að fagna stofnun hugveitunnar Stofnun frjálsra viðskipta, að sögn Politico. Auk hans munu aðrir harðlínumenn innan breska Íhaldsflokksins tala, þar á meðal Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherrann, og Daniel Hannan, Evrópuþingmaður flokksins, sem er forseti hugveitunnar.Breska blaðið The Times lýsir hugveitunni sem þrýstihópi fyrir svonefnt hart Brexit. Bloomberg tekur í sama streng. Hugveitan boðar meðal annars að Bretar láti reglugerðir Evrópusambandsins um neytendavörur lönd og leið, jafnvel þó að það ógni sambandi þeirra við ríkjasambandið. Samkoman í utanríkisráðuneytinu verður ekki opin fjölmiðlum. Guðlaugur Þór tók þátt í atkvæðagreiðslu á þingi í nótt áður en því var slitið. Hann flaug svo út til Bretlands í morgun.Ráðuneytið segir að efni fundarins verði fríverslunSamkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytis Íslands kom boðið á samkomuna frá Johnson en hugveitan sjái um skipulagningu viðburðarins. Guðlaugur Þór verður eini ræðumaðurinn sem kemur utan Bretlands. Ráðuneytið segir að umræðuefni fundarins sé fríverslun í heiminum. Ekki er ljóst hvaða ávinning Ísland hefði af því að Bretland gengi úr Evrópusambandinu með svo afgerandi hætti en hvorki náðist í Guðlaug Þór né Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmann hans, strax um viðbrögð. Í viðtali við breska blaðið The Daily Telegraph í sumar sagðist Guðlaugur Þór hins vegar sjá tækifæri í fríverslunarsamningum sem Bretar myndu gera við önnur ríki í tengslum við Brexit. Hvatti hann þó Breta og ESB til að ná hagstæðum samningi því annars myndi fólk missa vinnuna á báðum svæðum og lífsgæði skerðast. Opnaði hann einnig dyrnar á mögulega inngöngu Breta í EFTA.Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, er talinn storka Theresu May, forsætisráðherra, með því að hýsa fögnuðinn í kvöld.Vísir/AFPÓgnar vopnahléi innan bresku ríkisstjórnarinnar Ákvörðun Johnson utanríkisráðherra um að hýsa samkomuna er talin geta ógnað vopnahléi sem ríki innan ríkisstjórnar Íhaldsflokksins, að sögn The Times. Johnson olli fjaðrafoki og reiði á meðal flokkssystkina sinna þegar hann lýsti eigin sýn á harða útgöngu úr ESB í grein í The Telegraph fyrr í þessum mánuði, rétt áður en Theresa May, forsætisráðherra, átti að að flytja mikilvæga ræðu um stefnu Breta í Brussel. Í greininni sagði Johnson mikilvægt að Bretar greiddu ekkert til Evrópusambandsins fyrir áframhaldandi aðgang að innri mörkuðum þess eftir Brexit en talaði ekkert um aðlögunartímabil sem rætt hefur verið um til að milda höggið fyrir bresk fyrirtæki. Kröfðust nokkrir íhaldsmenn þess að Johnson yrði rekinn en May kaus hins vegar að gera það ekki. Telja margir að með greininni hafi Johnson verið að undirbúa að skora May á hólm um formannsstól Íhaldsflokksins. Evrópuþingmaðurinn Hannan hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og talað á samkomum andstæðinga aðildar að Evrópusambandinu og Sjálfstæðisflokksins. Alþjóðaviðskiptaráðherrann Fox sagði fyrr í sumar að hann teldi að Bretar gætu lifað með því að yfirgefa Evrópusambandsins án þess að gera samning um fríverslun við það áður.
Brexit Tengdar fréttir Bretar bjóða Íslendingum sambærilegt Brexit-tilboð Um réttindi borgara innan Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, og Evrópska efnahagssvæðisins, EES, segir í grein 11 í tillögunum: „Við munum ræða svipaða tilhögun við Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss á gagnkvæmum grundvelli.“ 27. júní 2017 15:44 Gagnkvæmur áhugi á auknu samstarfi í kjölfar Brexit Gagnkvæmur áhugi er á því að efla samstarf Bretlands og Íslands í kjölfar þess að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 1. ágúst 2017 20:48 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Bretar bjóða Íslendingum sambærilegt Brexit-tilboð Um réttindi borgara innan Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, og Evrópska efnahagssvæðisins, EES, segir í grein 11 í tillögunum: „Við munum ræða svipaða tilhögun við Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss á gagnkvæmum grundvelli.“ 27. júní 2017 15:44
Gagnkvæmur áhugi á auknu samstarfi í kjölfar Brexit Gagnkvæmur áhugi er á því að efla samstarf Bretlands og Íslands í kjölfar þess að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 1. ágúst 2017 20:48