Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2017 17:00 Aldís Hilmarsdóttir, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Eyþór Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. Annar þeirra sagðist hafa heyrt Aldísi segja að hún ætlaði að ná sér niðri á Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, jafnvel þó að það kostaði hana starfið. Aldís stefndi ríkinu vegna þess sem hún telur að hafi verið ólögmæt brottvikning hennar úr starfi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún sakar lögreglustjóra jafnframt um að hafa lagt sig í einelti. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lögreglumennirnir tveir lýstu því að hafa verið ýtt til hliðar eftir að Aldís tók við deildinni. Kristinn Sigurðsson, rannsóknarlögreglumaður, sagði að Aldís hefði nánast aldrei talað við sig, verið þurr á manninn, köld og átt í erfiðleikum með mannleg samskipti. Guðbrandur Hanson, lögreglufulltrúi, sagði svipaða sögu. Hann hafi frá fyrsta degi upplifað Aldísi sem hrokafulla og að hún kynni ekki mannleg samskipti. Hann hafi kviðið því að mæta til vinnu og starfsandinn á vinnustaðnum hafi verið eftir því. Hann upplifði að sér hefði verið ýtt til hliðar jafnvel þó að hann gegndi stjórnunarstöðu innan deildarinnar. Þannig hafi honum verið haldið utan við ákvarðanir á meðan Aldís fundaði með öðrum starfsmönnum deildarinnar sem væru henni þóknanlegir í því sem hann lýsti sem „baktjaldamakki“. Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri, lýsti því hins vegar að Aldís hefði verið afburðastarfsmaður.Friðrik Smári bar vitni í máli Aldísar Hilmarsdóttur gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir/Anton BrinkLeituðu ekki til Aldísar með óánægjuna Komið hefur fram í aðalmeðferðinni í dag að erfitt ástand hafi verið innan fíkniefnadeildarinnar. Þar hafi menn skipst í fylkingar, bæði eftir starfssviðum og vegna ágreinings manna á milli. Kristinn bar að hann hafi talið Aldísi taka sér stöðu með annarri fylkingunni. Hann fullyrti einnig að hann hefði heyrt Aldísi lýsa óánægju sinni þegar Sigríður Björk ákvað að fjarlægja hana úr valnefnd sem átti að ráða nýja fulltrúa til starfa á deildinni. Hún eigi að hafa sagt að hún ætlaði að ná sér niður á Sigríði Björk, jafnvel þó að það kostaði hana starfið. Hvorki Kristinn né Guðbrandur báðu þó um flutning úr deildinni af þessum sökum. Orðuðu þeir heldur ekki óánægju sína við Aldísi eða Friðrik Smára Björgvinsson, yfirmann miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á þeim tíma. Báðir höfðu þeir sótt um stöðu yfirmanns fíkniefnadeildarinnar þegar Aldís hlaut starfið.Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar á árunum 2007 til 2014.Vísir/ErnirKvörtuðu til fyrrverandi yfirmanns deildarinnar Kristinn var jafnframt á meðal sex lögreglumanna sem kvörtuðu undan Aldísi til yfirstjórnar lögreglunnar en Guðbrandur segir að lögreglustjóri hafi beðið sig um að gera grein fyrir stöðunni innan deildarinnar. Sigríður Björk vísaði til þess í morgun að sér hefðu borist margar kvartanir vegna Aldísar. Karl Steinar Valsson, forveri Aldísar í starfi yfirmanns fíkniefnadeildarinnar, sagði kannast við klofning í deildinni og að hann hefði þurft að beita allri hæfni sinni til að halda henni saman. Bæði Kristinn og Guðbrandur settu sig í samband við Karl Steinar eftir að hann var farinn utan til að gegna starfi hjá Europol til að kvarta undan ástandinu í fíkniefnadeildinni. Þeir hafi sagt sér að þeim liði illa í starfi. Þeim fyndist þeir vera útundan og settir til hliðar. Lýsti Karl Steinar samstarfi sínu og Aldísar sem góðu þegar hún var yfir fíkniefnadeildinni og hann hjá Europol. Þó hafi dregið úr afköstum deildarinnar frá því að hann var stjórnandi þar eins og lögreglustjóri lýsti í sínum framburði í morgun.Alda Hrönn Jóhannesdóttir, aðallögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,Fíkniefnadeildin logaði stafnanna á milli Alda Hrönn Jóhannsdóttir, fyrrverandi aðstoðarlögreglustjóri, sagði að allt hafi logað stafnanna á milli í fíkniefnadeildinni á þeim tíma sem Aldís var yfir henni. Vísaði hún þar meðal annars til spillingarrannsókna á tveimur starfsmönnum hennar. „Það var hver höndin upp á móti annarri,“ sagði Alda Hrönn sem sagðist telja að deilur innan fíkniefnadeildarinnar hafi komið niður á störfum hennar. Hún hafi ekki upplifað annað eins ástand á starfsferli sínum. Lýsti hún því að fjöldi kvartana hafi borist lögreglustjóra og sér vegna Aldísar. Innan deildarinnar væru tvær fylkingar sem tækjust á og Aldís hefði tekið afstöðu með annarri þeirra. Um annað bar Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, sem var næsti yfirmaður Aldísar á þeim tíma. Hún hafi þvert á móti verið hlutlaus yfirmaður.Sigríður Björk Guðjónsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.vísir/ernirSegir Aldísi hafa farið í vörn Alda Hrönn sagði að þegar lögreglustjóri hafi reynt að ræða ástandið í fíkniefnadeildina við Aldísi hafi hún farið í mikla vörn. Engin vilji hafi verið hjá Aldísi, Friðriki Smára og Jóni að ræða vanda deildarinnar. Þau hafi látið eins og lögreglustjóra kæmi starfsemi fíkniefnadeildarinnar ekki við. Þegar Sigríður Björk ákvað að færa Aldísi úr starfi yfirmanns fíkniefnadeildarinnar í umsjón með endurskipulagningu skipurits embættisins þá hafi aldrei staðið annað til en að hún sneri aftur í fyrra starf. Furðaði hún sig á því að Aldís og lögmaður hennar hafi tekið tilfærslunni sem brottrekstri strax frá upphafi. Friðrik Smára sagði hún hafa verið hluta af óeiningu innan lögreglunnar. Ekki væri mikil miðlun upplýsinga frá deildum hans. Áður hafði Alda Hrönn sagt að hún hefði greint Friðriki Smára frá kvörtunum vegna Aldísar. Lögmaður Aldísar sagði að Friðrik Smári kannaðist hins vegar ekki við það. Bar Alda Hrönn einnig vitni til að færa stoðir undir framburð Sigríðar Bjarkar í morgun. Lögreglustjóri sagði að hún hafi fjarlægt Aldísi úr valnefnd sem átti að ráða lögreglufulltrúa í fíkniefnadeildina vegna þess að hópur starfsmanna deildarinnar hafi ætlað að draga umsóknir til baka. Ástæða væri sú að Aldís hafi viljað losna við þá úr deildinni. Alda Hrönn sagði að Aldís hafi sagt á fundi að hún vildi losna við þá einstaklinga. Tengdar fréttir Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. Annar þeirra sagðist hafa heyrt Aldísi segja að hún ætlaði að ná sér niðri á Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, jafnvel þó að það kostaði hana starfið. Aldís stefndi ríkinu vegna þess sem hún telur að hafi verið ólögmæt brottvikning hennar úr starfi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún sakar lögreglustjóra jafnframt um að hafa lagt sig í einelti. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lögreglumennirnir tveir lýstu því að hafa verið ýtt til hliðar eftir að Aldís tók við deildinni. Kristinn Sigurðsson, rannsóknarlögreglumaður, sagði að Aldís hefði nánast aldrei talað við sig, verið þurr á manninn, köld og átt í erfiðleikum með mannleg samskipti. Guðbrandur Hanson, lögreglufulltrúi, sagði svipaða sögu. Hann hafi frá fyrsta degi upplifað Aldísi sem hrokafulla og að hún kynni ekki mannleg samskipti. Hann hafi kviðið því að mæta til vinnu og starfsandinn á vinnustaðnum hafi verið eftir því. Hann upplifði að sér hefði verið ýtt til hliðar jafnvel þó að hann gegndi stjórnunarstöðu innan deildarinnar. Þannig hafi honum verið haldið utan við ákvarðanir á meðan Aldís fundaði með öðrum starfsmönnum deildarinnar sem væru henni þóknanlegir í því sem hann lýsti sem „baktjaldamakki“. Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri, lýsti því hins vegar að Aldís hefði verið afburðastarfsmaður.Friðrik Smári bar vitni í máli Aldísar Hilmarsdóttur gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir/Anton BrinkLeituðu ekki til Aldísar með óánægjuna Komið hefur fram í aðalmeðferðinni í dag að erfitt ástand hafi verið innan fíkniefnadeildarinnar. Þar hafi menn skipst í fylkingar, bæði eftir starfssviðum og vegna ágreinings manna á milli. Kristinn bar að hann hafi talið Aldísi taka sér stöðu með annarri fylkingunni. Hann fullyrti einnig að hann hefði heyrt Aldísi lýsa óánægju sinni þegar Sigríður Björk ákvað að fjarlægja hana úr valnefnd sem átti að ráða nýja fulltrúa til starfa á deildinni. Hún eigi að hafa sagt að hún ætlaði að ná sér niður á Sigríði Björk, jafnvel þó að það kostaði hana starfið. Hvorki Kristinn né Guðbrandur báðu þó um flutning úr deildinni af þessum sökum. Orðuðu þeir heldur ekki óánægju sína við Aldísi eða Friðrik Smára Björgvinsson, yfirmann miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á þeim tíma. Báðir höfðu þeir sótt um stöðu yfirmanns fíkniefnadeildarinnar þegar Aldís hlaut starfið.Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar á árunum 2007 til 2014.Vísir/ErnirKvörtuðu til fyrrverandi yfirmanns deildarinnar Kristinn var jafnframt á meðal sex lögreglumanna sem kvörtuðu undan Aldísi til yfirstjórnar lögreglunnar en Guðbrandur segir að lögreglustjóri hafi beðið sig um að gera grein fyrir stöðunni innan deildarinnar. Sigríður Björk vísaði til þess í morgun að sér hefðu borist margar kvartanir vegna Aldísar. Karl Steinar Valsson, forveri Aldísar í starfi yfirmanns fíkniefnadeildarinnar, sagði kannast við klofning í deildinni og að hann hefði þurft að beita allri hæfni sinni til að halda henni saman. Bæði Kristinn og Guðbrandur settu sig í samband við Karl Steinar eftir að hann var farinn utan til að gegna starfi hjá Europol til að kvarta undan ástandinu í fíkniefnadeildinni. Þeir hafi sagt sér að þeim liði illa í starfi. Þeim fyndist þeir vera útundan og settir til hliðar. Lýsti Karl Steinar samstarfi sínu og Aldísar sem góðu þegar hún var yfir fíkniefnadeildinni og hann hjá Europol. Þó hafi dregið úr afköstum deildarinnar frá því að hann var stjórnandi þar eins og lögreglustjóri lýsti í sínum framburði í morgun.Alda Hrönn Jóhannesdóttir, aðallögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,Fíkniefnadeildin logaði stafnanna á milli Alda Hrönn Jóhannsdóttir, fyrrverandi aðstoðarlögreglustjóri, sagði að allt hafi logað stafnanna á milli í fíkniefnadeildinni á þeim tíma sem Aldís var yfir henni. Vísaði hún þar meðal annars til spillingarrannsókna á tveimur starfsmönnum hennar. „Það var hver höndin upp á móti annarri,“ sagði Alda Hrönn sem sagðist telja að deilur innan fíkniefnadeildarinnar hafi komið niður á störfum hennar. Hún hafi ekki upplifað annað eins ástand á starfsferli sínum. Lýsti hún því að fjöldi kvartana hafi borist lögreglustjóra og sér vegna Aldísar. Innan deildarinnar væru tvær fylkingar sem tækjust á og Aldís hefði tekið afstöðu með annarri þeirra. Um annað bar Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, sem var næsti yfirmaður Aldísar á þeim tíma. Hún hafi þvert á móti verið hlutlaus yfirmaður.Sigríður Björk Guðjónsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.vísir/ernirSegir Aldísi hafa farið í vörn Alda Hrönn sagði að þegar lögreglustjóri hafi reynt að ræða ástandið í fíkniefnadeildina við Aldísi hafi hún farið í mikla vörn. Engin vilji hafi verið hjá Aldísi, Friðriki Smára og Jóni að ræða vanda deildarinnar. Þau hafi látið eins og lögreglustjóra kæmi starfsemi fíkniefnadeildarinnar ekki við. Þegar Sigríður Björk ákvað að færa Aldísi úr starfi yfirmanns fíkniefnadeildarinnar í umsjón með endurskipulagningu skipurits embættisins þá hafi aldrei staðið annað til en að hún sneri aftur í fyrra starf. Furðaði hún sig á því að Aldís og lögmaður hennar hafi tekið tilfærslunni sem brottrekstri strax frá upphafi. Friðrik Smára sagði hún hafa verið hluta af óeiningu innan lögreglunnar. Ekki væri mikil miðlun upplýsinga frá deildum hans. Áður hafði Alda Hrönn sagt að hún hefði greint Friðriki Smára frá kvörtunum vegna Aldísar. Lögmaður Aldísar sagði að Friðrik Smári kannaðist hins vegar ekki við það. Bar Alda Hrönn einnig vitni til að færa stoðir undir framburð Sigríðar Bjarkar í morgun. Lögreglustjóri sagði að hún hafi fjarlægt Aldísi úr valnefnd sem átti að ráða lögreglufulltrúa í fíkniefnadeildina vegna þess að hópur starfsmanna deildarinnar hafi ætlað að draga umsóknir til baka. Ástæða væri sú að Aldís hafi viljað losna við þá úr deildinni. Alda Hrönn sagði að Aldís hafi sagt á fundi að hún vildi losna við þá einstaklinga.
Tengdar fréttir Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45
Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45