Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2017 14:45 Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann bar vitni í máli Aldísar Hilmarsdóttur gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Anton Brink Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. Þetta kom fram í máli Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, þegar mál Aldísar gegn íslenska ríkinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aldís sakar lögreglustjóra um að víkja sér úr starfi yfirmanns fíkniefnadeildar með ólögmætum hætti í fyrra og að hafa lagt sig í einelti. Tveir lögreglumenn í fíkniefnadeildinni voru sakaðir um spillingu í starfi þegar Aldís stýrði deildinni. Sigríður Björk bar í morgun að bæði ríkissaksóknari og greiningardeild ríkislögreglustjóra hefðu ekki treyst deildinni. Sagði hún að Aldís hefði starfað náið með öðrum lögreglumanninum sem var sagður spilltur og hafi verið í afneitun um að taka þyrfti á málum hans.Aldís Hilmarsdóttir, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í héraðsdómi í dag ásamt lögmanni sínum.vísir/eyþórVísir að „óæskilegum hreyfingum“ innan fíkniefnadeildarinnar Friðrik Smári var yfir miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar og næsti yfirmaður Aldísar þegar hún var yfir fíkniefnadeildinni. Hann vísaði til samtals sem hann átti við lögreglustjóra 13. janúar í fyrra. Þar hafi Sigríður Björk sagt að hugsanlega þyrfti að skoða mál Aldísar vegna hylmingar í tengslum við mál annars lögreglumannsins sem var sakaður um spillingu.Rannsókn á þeim lögreglumanni var síðar felld niður og hefur hann höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna þess. Aðalmeðferð í málinu fór fram á dögunum. Hinn lögreglumaðurinn, Jens Gunnarsson, var hins vegar sakfelldur vegna spillingar í starfi. Jón H.B. Snorrason, sem var aðstoðarlögreglustjóri og yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarinnar, hafði áður borið að Jens hefði verið einn aðalheimildamanna kæru á hendur hinum lögreglumanninum. Lýsti hann því sem vísi að því að „óæskilegar hreyfingar hafi verið í gangi“ innan fíkniefnadeildarinnar.Frá fyrsta starfsdegi Sigríðar Bjarkar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þann 1. september 2014. Til vinstri er Hörður Jóhannesson, fyrrverandi aðstoðarlögreglustjóri, og hægra megin Jón H. B. Snorrason, núverandi aðstoðarlögreglustjóri.lögreglanEnginn „urmull“ kvartana vegna Aldísar Komið hafði fram að harðar deilur höfðu geisað innan fíkniefnadeildarinnar sem skiptist í tvær ólíkar fylkingar. Sigríður Björk sagði að sér hefðu borist margar kvartanir undan því að Aldís hefði tekið afstöðu með annarri þeirra. Friðrik Smári sagði aftur á móti að enginn „urmull“ kvartana hefði borist vegna Aldísar, umfram það sem gengur og gerist. Einhverjum lögreglumönnum hafi fundist fram hjá sér gengið eða þeir ekki metnir að verðleikum. Sigríður Björk hafði sagt að hún hefði talið einhverja kvartendanna ofan af því að lýsa yfir vantrausti á Aldísi til að hlífa henni. Um þau rök sem lögreglustjóri lagði til grundvallar því að færa Aldísi úr starfi yfirmanns fíkniefnadeildarinnar sagði Friðrik Smári að hann hefði slegið úr og í hvaða ástæður lágu þar að baki. Ein ástæðan væri að greiningardeild ríkislögreglustjóra treysti henni eða deild hennar ekki, önnur að hún ynni gegn lögreglustjóra. Enn önnur væri rannsóknirnar á lögreglumönnunum tvær.Kannaðist ekki við að greiningardeildin hafi ekki viljað starfa með fíkniefnadeildinni Sjálf sagði Sigríður Björk í morgun að hún hefði þurft að grípa til aðgerða í fíkniefnadeildinni þar sem trúverðugleiki lögreglunnar væri í húfi. Jón H. B. kannaðist hins vegar ekki við að greiningardeildin hafi ekki viljað starfa með fíkniefnadeildinni. Það byggðist á misskilningi á því hvernig samstarfi þessar tveggja eininga væri háttað. „Því miður eru það einhverjar staðlausar meiningar að lýsa þessu svona,“ sagði Jón. Tengdar fréttir Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. Þetta kom fram í máli Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, þegar mál Aldísar gegn íslenska ríkinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aldís sakar lögreglustjóra um að víkja sér úr starfi yfirmanns fíkniefnadeildar með ólögmætum hætti í fyrra og að hafa lagt sig í einelti. Tveir lögreglumenn í fíkniefnadeildinni voru sakaðir um spillingu í starfi þegar Aldís stýrði deildinni. Sigríður Björk bar í morgun að bæði ríkissaksóknari og greiningardeild ríkislögreglustjóra hefðu ekki treyst deildinni. Sagði hún að Aldís hefði starfað náið með öðrum lögreglumanninum sem var sagður spilltur og hafi verið í afneitun um að taka þyrfti á málum hans.Aldís Hilmarsdóttir, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í héraðsdómi í dag ásamt lögmanni sínum.vísir/eyþórVísir að „óæskilegum hreyfingum“ innan fíkniefnadeildarinnar Friðrik Smári var yfir miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar og næsti yfirmaður Aldísar þegar hún var yfir fíkniefnadeildinni. Hann vísaði til samtals sem hann átti við lögreglustjóra 13. janúar í fyrra. Þar hafi Sigríður Björk sagt að hugsanlega þyrfti að skoða mál Aldísar vegna hylmingar í tengslum við mál annars lögreglumannsins sem var sakaður um spillingu.Rannsókn á þeim lögreglumanni var síðar felld niður og hefur hann höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna þess. Aðalmeðferð í málinu fór fram á dögunum. Hinn lögreglumaðurinn, Jens Gunnarsson, var hins vegar sakfelldur vegna spillingar í starfi. Jón H.B. Snorrason, sem var aðstoðarlögreglustjóri og yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarinnar, hafði áður borið að Jens hefði verið einn aðalheimildamanna kæru á hendur hinum lögreglumanninum. Lýsti hann því sem vísi að því að „óæskilegar hreyfingar hafi verið í gangi“ innan fíkniefnadeildarinnar.Frá fyrsta starfsdegi Sigríðar Bjarkar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þann 1. september 2014. Til vinstri er Hörður Jóhannesson, fyrrverandi aðstoðarlögreglustjóri, og hægra megin Jón H. B. Snorrason, núverandi aðstoðarlögreglustjóri.lögreglanEnginn „urmull“ kvartana vegna Aldísar Komið hafði fram að harðar deilur höfðu geisað innan fíkniefnadeildarinnar sem skiptist í tvær ólíkar fylkingar. Sigríður Björk sagði að sér hefðu borist margar kvartanir undan því að Aldís hefði tekið afstöðu með annarri þeirra. Friðrik Smári sagði aftur á móti að enginn „urmull“ kvartana hefði borist vegna Aldísar, umfram það sem gengur og gerist. Einhverjum lögreglumönnum hafi fundist fram hjá sér gengið eða þeir ekki metnir að verðleikum. Sigríður Björk hafði sagt að hún hefði talið einhverja kvartendanna ofan af því að lýsa yfir vantrausti á Aldísi til að hlífa henni. Um þau rök sem lögreglustjóri lagði til grundvallar því að færa Aldísi úr starfi yfirmanns fíkniefnadeildarinnar sagði Friðrik Smári að hann hefði slegið úr og í hvaða ástæður lágu þar að baki. Ein ástæðan væri að greiningardeild ríkislögreglustjóra treysti henni eða deild hennar ekki, önnur að hún ynni gegn lögreglustjóra. Enn önnur væri rannsóknirnar á lögreglumönnunum tvær.Kannaðist ekki við að greiningardeildin hafi ekki viljað starfa með fíkniefnadeildinni Sjálf sagði Sigríður Björk í morgun að hún hefði þurft að grípa til aðgerða í fíkniefnadeildinni þar sem trúverðugleiki lögreglunnar væri í húfi. Jón H. B. kannaðist hins vegar ekki við að greiningardeildin hafi ekki viljað starfa með fíkniefnadeildinni. Það byggðist á misskilningi á því hvernig samstarfi þessar tveggja eininga væri háttað. „Því miður eru það einhverjar staðlausar meiningar að lýsa þessu svona,“ sagði Jón.
Tengdar fréttir Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45