Segir íslenskt ferðafólk sýna útlendingunum hroka Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. september 2017 06:00 Góð stemning er meðal nemenda í íslensku fyrir útlendinga í Vík. Mynd/Anna „Ég hef orðið vitni að því oftar en einu sinni að Íslendingar eru bara mjög dónalegir við starfsfólkið okkar af því að það talar ekki íslensku,“ segir Anna Lára Pálsdóttir, starfsmaður í móttökunni á Hótel Kötlu í Vík, sem nú kennir útlendingum á staðnum íslensku. Fræðslunet Suðurlands stendur fyrir námskeiðinu sem haldið er í húsakynnum Kötlusetursins í Vík og hófst á mánudaginn. Anna Lára segir ekki endanlega ljóst hversu margir ætli að sitja námskeiðið sem fram fer tvo eftirmiðdaga í viku þar til í lok nóvember. Fólkið sé allt í vaktavinnu og einhverjir af 24 sem höfðu skráð sig hafi ekki getað fengið sig lausa og afbókað. „En eins og þetta leit út á mánudaginn sýndist mér ég þurfa að vera með tvo hópa, það voru svo margir skráðir,“ segir hún. Útlendingarnir sem búa í Vík og sækja námskeiðið eru allir að vinna í ferðaþjónustu að sögn Önnu. Þetta fólk hafi þegar verið í talsverðan tíma á landinu. „Það er mikið af Pólverjum og Tékkum og á námskeiðinu hjá mér er líka til dæmis fólk frá Frakklandi og Spáni. Það voru allir mjög jákvæðir og spenntir.“Anna Lára Pálsdóttir kennari starfar í móttökunni á Hótel Kötlu í Vík. Anna segir sérstaklega þá sem hafi verið hér á Íslandi um lengri tíma vilja ná betri tökum á íslenskunni. „Markmiðið er að fólk öðlist sjálfstraust til að tala og nota tungumálið og skilja það en ég er ekki að leggja áherslu á að rita mikið eða á málfræði,“ útskýrir hún. „Margir hafa verið hér mjög lengi en skortir kjarkinn til að láta vaða og byrja að tala.“ Að sögn Önnu eru um níutíu prósent af gestunum sem koma á Hótel Kötlu útlendingar. „Við erum nánast bara með útlendinga í þjónustustörfum hérna, þeir eru áttatíu prósent eða meira. Allir þjónarnir eru útlenskir til dæmis þótt við séum íslenskar í móttökunni,“ segir hún. Oft sé komið og kvartað undan þessu við Íslendingana í móttökunni. „Ég veit ekki hvort þetta er óöryggi hjá Íslendingunum en ég hef oftar en einu sinni orðið vitni að því að það er komið fram við fólkið af hroka af því að það talar ekki íslensku. Íslendingum finnst að þeir eigi rétt á því að fá þjónustu á íslensku á Íslandi,“ segir Anna sem kveðst þá benda á að landslagið sé nú breytt. „Ef þetta fólk væri ekki hérna að sinna þessum störfum fyrir okkur þá væri þetta hótel ekkert opið. Það eru ekki Íslendingar hér til að vinna þessi störf.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
„Ég hef orðið vitni að því oftar en einu sinni að Íslendingar eru bara mjög dónalegir við starfsfólkið okkar af því að það talar ekki íslensku,“ segir Anna Lára Pálsdóttir, starfsmaður í móttökunni á Hótel Kötlu í Vík, sem nú kennir útlendingum á staðnum íslensku. Fræðslunet Suðurlands stendur fyrir námskeiðinu sem haldið er í húsakynnum Kötlusetursins í Vík og hófst á mánudaginn. Anna Lára segir ekki endanlega ljóst hversu margir ætli að sitja námskeiðið sem fram fer tvo eftirmiðdaga í viku þar til í lok nóvember. Fólkið sé allt í vaktavinnu og einhverjir af 24 sem höfðu skráð sig hafi ekki getað fengið sig lausa og afbókað. „En eins og þetta leit út á mánudaginn sýndist mér ég þurfa að vera með tvo hópa, það voru svo margir skráðir,“ segir hún. Útlendingarnir sem búa í Vík og sækja námskeiðið eru allir að vinna í ferðaþjónustu að sögn Önnu. Þetta fólk hafi þegar verið í talsverðan tíma á landinu. „Það er mikið af Pólverjum og Tékkum og á námskeiðinu hjá mér er líka til dæmis fólk frá Frakklandi og Spáni. Það voru allir mjög jákvæðir og spenntir.“Anna Lára Pálsdóttir kennari starfar í móttökunni á Hótel Kötlu í Vík. Anna segir sérstaklega þá sem hafi verið hér á Íslandi um lengri tíma vilja ná betri tökum á íslenskunni. „Markmiðið er að fólk öðlist sjálfstraust til að tala og nota tungumálið og skilja það en ég er ekki að leggja áherslu á að rita mikið eða á málfræði,“ útskýrir hún. „Margir hafa verið hér mjög lengi en skortir kjarkinn til að láta vaða og byrja að tala.“ Að sögn Önnu eru um níutíu prósent af gestunum sem koma á Hótel Kötlu útlendingar. „Við erum nánast bara með útlendinga í þjónustustörfum hérna, þeir eru áttatíu prósent eða meira. Allir þjónarnir eru útlenskir til dæmis þótt við séum íslenskar í móttökunni,“ segir hún. Oft sé komið og kvartað undan þessu við Íslendingana í móttökunni. „Ég veit ekki hvort þetta er óöryggi hjá Íslendingunum en ég hef oftar en einu sinni orðið vitni að því að það er komið fram við fólkið af hroka af því að það talar ekki íslensku. Íslendingum finnst að þeir eigi rétt á því að fá þjónustu á íslensku á Íslandi,“ segir Anna sem kveðst þá benda á að landslagið sé nú breytt. „Ef þetta fólk væri ekki hérna að sinna þessum störfum fyrir okkur þá væri þetta hótel ekkert opið. Það eru ekki Íslendingar hér til að vinna þessi störf.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira