Innlent

Óskar umsagna um hunda á veitingastöðum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Kannski þessi hundur kíki á einn af veitingastöðum landsins.
Kannski þessi hundur kíki á einn af veitingastöðum landsins. Vísir/EPA

Svo gæti farið að hundar, kettir og önnur gæludýr yrðu heimiluð inni á veitingastöðum áður en Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra lætur af störfum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar nú eftir umsögnum um drög að breytingu á reglugerð um hollustuhætti.

Breytingarnar kveða á um að eigendum eða rekstraraðilum veitingastaða verði heimilt að leyfa gestum að koma með gæludýr inn á staðina að uppfylltum tilteknum skilyrðum.

Þótt þingi hafi verið slitið gæti reglugerðin enn breyst en slík breyting þarf ekki að fara í gegnum þingið.

Hægt er að skila umsögnum um reglugerðardrögin til 13. október næstkomandi. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.