Lögfræðingur feðginanna segir auðvelt að brjóta gegn réttindum barna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. september 2017 23:45 Claudie Ashonie Wilson lögmaður Abrahims og Haniye Maleki segir að það sé auðvelt að brjóta gegn réttindum barna eins og lögin eru núna. vísir/ernir „Þetta er í samræmi við það sem er almennt gert. Eðli málsins samkvæmt getur þú ekki veitt fólki frest til þess að leggja fram beiðni um frestun á réttaráhrifum og svo á sama tíma vísað þeim úr landi. Það gengur ekki,“ segir Claudie Ashonie Wilson lögmaður feðginanna Abrahim og Haniye Maleki. Eins og kom fram fyrr í dag var veittur frestur á framkvæmd þar til úrskurður um beiðni um frestun réttaráhrifa liggur fyrir. Claudie hafði óskað eftir þessu fyrir hönd feðginanna, sérstaklega í ljósi viðkvæmrar stöðu Haniye. Á ekki að eiga sér stað „Við óskuðum eftir því að lögreglan myndi leggja inn beiðni fyrir Útlendingastofnun um að taka ákvörðun um að fresta framkvæmd. Lögreglan hefur heimild samkvæmt annarri málsgrein 35.gr. laga um útlendinga en eftir okkar bestu vitneskju er Ríkislögreglustjóri að nýta þessa heimild í fyrsta skipti. „Í því ferli kom líka í ljós að það hafi verið formgalli á birtingarvottorðinu sem lögreglan fékk. Það kom ekki fram á því að umbjóðendum mínum var veittur frestur til þess að biðja um frestun á réttaráhrifum. Það kom hins vegar fram í úrskurðinum sjálfum. Lögreglan fékk ekki rétt eintak vegna mistaka.“ Claudie segir að hún sé ánægð með að lögreglustjóri hafi óskað eftir fresti á framkvæmd þegar þeim var bent á galla í málinu. „Það er gott að þetta fór svona og það er mjög jákvætt að stjórnvöld taka sig á og stöðva þessa framkvæmd. Þetta var réttmæt niðurstaða, þetta á ekki að eiga sér stað í ljósi málsatvikanna og þessa formgalla.“Haniye og Abrahim ásamt Guðmundi Karli vini fjölskyldunnar í afmæli Haniye í sumar.Vísir/Laufey ElíasdóttirAuðvelt að brjóta gegn réttindum barna Claudie segir að næsta skref sé að leggja inn greinargerð til stuðnings fyrirliggjandi beiðni um frestun réttaráhrifa vegna málshöfðunar. „Almennt er ákvörðun Útlendingastofnunar ekki framkvæmd áður en niðurstaða liggur fyrir vegna beiðni um frestun réttaráhrifa. Það væri náttúrulega svolítið óvenjulegt og að mínu áliti brot á jafnræðisreglu ef að flutningi umbjóðenda minna væri framfylgt án þess að niðurstaða liggi fyrir um beiðnina.“ Claudie segir mikilvægt að gæta hagsmuna barna og hafa það sem er þeim fyrir bestu að leiðarljósi. Hún telur að eins og lögin eru núna sé auðvelt að brjóta gegn réttindum þeirra. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, ræddi mál feðginanna í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. „Núna er til meðferðar beiðni hjá Kærunefnd Útlendingamála um frestun réttaráhrifa á síðustu ákvörðun sem nefndin tók og það verður ekki farið í framkvæmd á þeirri ákvörðun fyrr en niðurstaða kærunefndarinnar liggur fyrir í því máli.“ Niðurstaða kærunefndarinnar ætti að liggja fyrir síðar í september en Þorsteinn segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli feðginanna. Tengdar fréttir Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15 Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29 „Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Sjá meira
„Þetta er í samræmi við það sem er almennt gert. Eðli málsins samkvæmt getur þú ekki veitt fólki frest til þess að leggja fram beiðni um frestun á réttaráhrifum og svo á sama tíma vísað þeim úr landi. Það gengur ekki,“ segir Claudie Ashonie Wilson lögmaður feðginanna Abrahim og Haniye Maleki. Eins og kom fram fyrr í dag var veittur frestur á framkvæmd þar til úrskurður um beiðni um frestun réttaráhrifa liggur fyrir. Claudie hafði óskað eftir þessu fyrir hönd feðginanna, sérstaklega í ljósi viðkvæmrar stöðu Haniye. Á ekki að eiga sér stað „Við óskuðum eftir því að lögreglan myndi leggja inn beiðni fyrir Útlendingastofnun um að taka ákvörðun um að fresta framkvæmd. Lögreglan hefur heimild samkvæmt annarri málsgrein 35.gr. laga um útlendinga en eftir okkar bestu vitneskju er Ríkislögreglustjóri að nýta þessa heimild í fyrsta skipti. „Í því ferli kom líka í ljós að það hafi verið formgalli á birtingarvottorðinu sem lögreglan fékk. Það kom ekki fram á því að umbjóðendum mínum var veittur frestur til þess að biðja um frestun á réttaráhrifum. Það kom hins vegar fram í úrskurðinum sjálfum. Lögreglan fékk ekki rétt eintak vegna mistaka.“ Claudie segir að hún sé ánægð með að lögreglustjóri hafi óskað eftir fresti á framkvæmd þegar þeim var bent á galla í málinu. „Það er gott að þetta fór svona og það er mjög jákvætt að stjórnvöld taka sig á og stöðva þessa framkvæmd. Þetta var réttmæt niðurstaða, þetta á ekki að eiga sér stað í ljósi málsatvikanna og þessa formgalla.“Haniye og Abrahim ásamt Guðmundi Karli vini fjölskyldunnar í afmæli Haniye í sumar.Vísir/Laufey ElíasdóttirAuðvelt að brjóta gegn réttindum barna Claudie segir að næsta skref sé að leggja inn greinargerð til stuðnings fyrirliggjandi beiðni um frestun réttaráhrifa vegna málshöfðunar. „Almennt er ákvörðun Útlendingastofnunar ekki framkvæmd áður en niðurstaða liggur fyrir vegna beiðni um frestun réttaráhrifa. Það væri náttúrulega svolítið óvenjulegt og að mínu áliti brot á jafnræðisreglu ef að flutningi umbjóðenda minna væri framfylgt án þess að niðurstaða liggi fyrir um beiðnina.“ Claudie segir mikilvægt að gæta hagsmuna barna og hafa það sem er þeim fyrir bestu að leiðarljósi. Hún telur að eins og lögin eru núna sé auðvelt að brjóta gegn réttindum þeirra. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, ræddi mál feðginanna í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. „Núna er til meðferðar beiðni hjá Kærunefnd Útlendingamála um frestun réttaráhrifa á síðustu ákvörðun sem nefndin tók og það verður ekki farið í framkvæmd á þeirri ákvörðun fyrr en niðurstaða kærunefndarinnar liggur fyrir í því máli.“ Niðurstaða kærunefndarinnar ætti að liggja fyrir síðar í september en Þorsteinn segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli feðginanna.
Tengdar fréttir Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15 Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29 „Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Sjá meira
Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15
Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29
„Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30