Erlent

Flórídabúar slegnir yfir eyðileggingunni

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Flórída Keys þar sem nánast öll hús eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum.
Frá Flórída Keys þar sem nánast öll hús eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Vísir/AFP
Íbúar Flórída, sem flúðu undan fellibylnum Irmu, eru byrjaðir að snúa aftur heim. Margir þeirra eru að snúa aftur til ónýtra heimila og fyrirtækja. Þá sérstaklega íbúar Flórída Keys eyjanna, þar sem áætlað er að fjórðungur allra heimila séu ónýt og 65 prósent þeirra hafi orðið fyrir verulegum skemmdum.

Fréttaveitan Reuters segir 43 hafa dáið vegna Irmu og þar af átján í Bandaríkjunum. Tólf dóu í Flórída, þrír í Georgíu og þrír í Suður-Karólínu.

Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, segir mikið verk fyrir höndum varðandi uppbyggingu og að allir íbúar Flórída þurfi að taka höndum saman. Unnið er að því að koma rafmagni aftur á en talið er að um 9,5 milljónir manna séu án rafmagns. Mögulegt þykir að viðgerðir muni taka tíu daga eða lengur en viðgerðarmenn leggja áherslu á að koma rafmagni aftur á í skólum, sjúkrahúsum og öðrum mikilvægum stofnunum.

Þá helda enn um 110 þúsund manns til í neyðarskýlum víða um Flórída.

Hér fyrir neðan má sjá samanburðarmyndir úr gervihnöttum, fyrir og eftir Irmu, og önnur myndbönd frá Flórída.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×