Erlent

Fimm látnir á dvalarheimili sem varð rafmagnslaust

Samúel Karl Ólason skrifar
Fimm eldri borgarar hafa látið lífið eftir að dvalarheimili þeirra varð rafmagnslaust vegna fellibylsins Irmu. Dvalarheimilið var rafmagnslaust í nokkra daga en um 120 manns var bjargað þaðan í dag. Björgunarmenn fundu þrjá dána á dvalarheimilinu sjálfu og tveir til viðbótar dóu á sjúkrahúsi.

Þegar rafmagnið fór af hætti loftræstingarkerfi dvalarheimilisins að virka en þetta hefur gerst á fleiri dvalarheimilum í Flórída. Samkvæmt frétt BBC hefur þetta gerst víða og með þeim afleiðingum að vistmenn hafa verið fastir á herbergjum sínum.



Tíu milljónir eru enn án rafmagns í Flórída, Georgíu og Suður-Karólínu. Minnst 24 eru látnir í Bandaríkjunum vegna Irmu. Talskona lögreglunnar í Pembroke Pines segir lögregluþjónar vinni nú að því að koma fólki til bjargar. Amanda Conwell bætti því við að um 15 þúsund íbúar bæjarins væru „viðkvæmir“ og óttast væri um velferð þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×