Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. september 2017 06:00 Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu. vísir/valli Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. Fréttablaðið sagði frá því í gær að 35 milljónir króna af miðasölu tónleikanna hefðu verið greiddar út til Kára sem hann mun síðan hafa ráðstafað í annað viðburðinum og hljómsveitinni óviðkomandi. Heimildir eru fyrir því að forstjóri Hörpu hafi komið að því að veita Kára fyrirframgreiðsluna. En slíkar greiðslur eru nokkuð sem kunnugir telja óeðlilegt. Svanhildur vildi ekki tjá sig um málið á þriðjudag er Fréttablaðið leitaði skýringa og spurði um hennar þátt. Það væri grundvallaratriði hjá Hörpu að tjá sig ekki um einstaka viðburði, viðskiptamenn eða samskipti við þá. Í tölvupósti til Fréttablaðsins í gær sver Svanhildur af sér persónulega aðkomu að málinu. Segir hún Hörpu gera samninga við tónleikahaldara sem séu að fullu ábyrgir fyrir þeim viðburðum. Tónleikahaldarinn eigi miðasölu af þeim viðburði sem hann sé ábyrgur fyrir og samningar tónleikahaldara við listamenn séu án aðkomu eða ábyrgðar Hörpu. Farið hafi verið í einu og öllu að gildandi samningi. Kveðst hún ekki hafa haft nokkur samskipti við umræddan tónleikahaldara frá því miðasala fór af stað í maí og þar til nú í ágúst. Kári Sturluson kvaðst í yfirlýsingu í gær hafa staðið við sinn hlut og vænta þess að aðrir aðilar samkomulagsins geri slíkt hið sama. Hann hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum né skriflegri fyrirspurn þar sem óskað er eftir skýringum á þessum greiðslum. Svanhildur vildi í gær ekki svara spurningum um málið. Í yfirlýsingu Hörpu og Sigur Rósar í gærkvöldi segir að unnið sé í anda samvinnu og trausts að tónleikunum. Tengdar fréttir Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. Fréttablaðið sagði frá því í gær að 35 milljónir króna af miðasölu tónleikanna hefðu verið greiddar út til Kára sem hann mun síðan hafa ráðstafað í annað viðburðinum og hljómsveitinni óviðkomandi. Heimildir eru fyrir því að forstjóri Hörpu hafi komið að því að veita Kára fyrirframgreiðsluna. En slíkar greiðslur eru nokkuð sem kunnugir telja óeðlilegt. Svanhildur vildi ekki tjá sig um málið á þriðjudag er Fréttablaðið leitaði skýringa og spurði um hennar þátt. Það væri grundvallaratriði hjá Hörpu að tjá sig ekki um einstaka viðburði, viðskiptamenn eða samskipti við þá. Í tölvupósti til Fréttablaðsins í gær sver Svanhildur af sér persónulega aðkomu að málinu. Segir hún Hörpu gera samninga við tónleikahaldara sem séu að fullu ábyrgir fyrir þeim viðburðum. Tónleikahaldarinn eigi miðasölu af þeim viðburði sem hann sé ábyrgur fyrir og samningar tónleikahaldara við listamenn séu án aðkomu eða ábyrgðar Hörpu. Farið hafi verið í einu og öllu að gildandi samningi. Kveðst hún ekki hafa haft nokkur samskipti við umræddan tónleikahaldara frá því miðasala fór af stað í maí og þar til nú í ágúst. Kári Sturluson kvaðst í yfirlýsingu í gær hafa staðið við sinn hlut og vænta þess að aðrir aðilar samkomulagsins geri slíkt hið sama. Hann hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum né skriflegri fyrirspurn þar sem óskað er eftir skýringum á þessum greiðslum. Svanhildur vildi í gær ekki svara spurningum um málið. Í yfirlýsingu Hörpu og Sigur Rósar í gærkvöldi segir að unnið sé í anda samvinnu og trausts að tónleikunum.
Tengdar fréttir Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00