Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. september 2017 06:00 Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu. vísir/valli Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. Fréttablaðið sagði frá því í gær að 35 milljónir króna af miðasölu tónleikanna hefðu verið greiddar út til Kára sem hann mun síðan hafa ráðstafað í annað viðburðinum og hljómsveitinni óviðkomandi. Heimildir eru fyrir því að forstjóri Hörpu hafi komið að því að veita Kára fyrirframgreiðsluna. En slíkar greiðslur eru nokkuð sem kunnugir telja óeðlilegt. Svanhildur vildi ekki tjá sig um málið á þriðjudag er Fréttablaðið leitaði skýringa og spurði um hennar þátt. Það væri grundvallaratriði hjá Hörpu að tjá sig ekki um einstaka viðburði, viðskiptamenn eða samskipti við þá. Í tölvupósti til Fréttablaðsins í gær sver Svanhildur af sér persónulega aðkomu að málinu. Segir hún Hörpu gera samninga við tónleikahaldara sem séu að fullu ábyrgir fyrir þeim viðburðum. Tónleikahaldarinn eigi miðasölu af þeim viðburði sem hann sé ábyrgur fyrir og samningar tónleikahaldara við listamenn séu án aðkomu eða ábyrgðar Hörpu. Farið hafi verið í einu og öllu að gildandi samningi. Kveðst hún ekki hafa haft nokkur samskipti við umræddan tónleikahaldara frá því miðasala fór af stað í maí og þar til nú í ágúst. Kári Sturluson kvaðst í yfirlýsingu í gær hafa staðið við sinn hlut og vænta þess að aðrir aðilar samkomulagsins geri slíkt hið sama. Hann hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum né skriflegri fyrirspurn þar sem óskað er eftir skýringum á þessum greiðslum. Svanhildur vildi í gær ekki svara spurningum um málið. Í yfirlýsingu Hörpu og Sigur Rósar í gærkvöldi segir að unnið sé í anda samvinnu og trausts að tónleikunum. Tengdar fréttir Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. Fréttablaðið sagði frá því í gær að 35 milljónir króna af miðasölu tónleikanna hefðu verið greiddar út til Kára sem hann mun síðan hafa ráðstafað í annað viðburðinum og hljómsveitinni óviðkomandi. Heimildir eru fyrir því að forstjóri Hörpu hafi komið að því að veita Kára fyrirframgreiðsluna. En slíkar greiðslur eru nokkuð sem kunnugir telja óeðlilegt. Svanhildur vildi ekki tjá sig um málið á þriðjudag er Fréttablaðið leitaði skýringa og spurði um hennar þátt. Það væri grundvallaratriði hjá Hörpu að tjá sig ekki um einstaka viðburði, viðskiptamenn eða samskipti við þá. Í tölvupósti til Fréttablaðsins í gær sver Svanhildur af sér persónulega aðkomu að málinu. Segir hún Hörpu gera samninga við tónleikahaldara sem séu að fullu ábyrgir fyrir þeim viðburðum. Tónleikahaldarinn eigi miðasölu af þeim viðburði sem hann sé ábyrgur fyrir og samningar tónleikahaldara við listamenn séu án aðkomu eða ábyrgðar Hörpu. Farið hafi verið í einu og öllu að gildandi samningi. Kveðst hún ekki hafa haft nokkur samskipti við umræddan tónleikahaldara frá því miðasala fór af stað í maí og þar til nú í ágúst. Kári Sturluson kvaðst í yfirlýsingu í gær hafa staðið við sinn hlut og vænta þess að aðrir aðilar samkomulagsins geri slíkt hið sama. Hann hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum né skriflegri fyrirspurn þar sem óskað er eftir skýringum á þessum greiðslum. Svanhildur vildi í gær ekki svara spurningum um málið. Í yfirlýsingu Hörpu og Sigur Rósar í gærkvöldi segir að unnið sé í anda samvinnu og trausts að tónleikunum.
Tengdar fréttir Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00