Draumurinn að komast í úrslitaleik Meistaradeildar og vinna hann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2017 07:00 Sara Björk Gunnarsdóttir. Vísir/Ernir Ísland mætir Færeyjum á mánudagskvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 en þetta er um leið nýtt tækifæri fyrir stelpurnar okkar til að byrja nýja keppni með hreint blað eftir vonbrigði sumarsins á EM í Hollandi. Ísland tapaði öllum leikjum sínum á Evrópumótinu og sat eftir með sárt ennið eftir riðlakeppnina. Liðið var nokkuð gagnrýnt eftir keppnina en naut þó frábærs stuðnings þúsunda Íslendinga sem lögðu leið sína til Hollands. „Það er gaman að vera komin aftur í landsliðið eftir EM. Ég náði að hrista það af mér og er tilbúin í nýja keppni,“ sagði Sara Björk í samtali við íþróttadeild.Sama markmið og alltaf Ísland á þungan róður fyrir höndum ætli liðið sér að komast á HM 2019 í fyrsta sinn. Það er engu að síður markmiðið hjá Söru Björk og félögum hennar í landsliðinu. „Markmiðið er eins fyrir þessa keppni og allar aðrar. Maður vill ná góðum úrslitum og komast áfram. Okkar markmið er að fara á HM. Það er draumur okkar allra að komast þangað í fyrsta sinn. En til þess þurfum við að spila vel og við erum í hörkuriðli,“ segir hún. Ísland er í riðli með Þýskalandi, einu sterkasta landsliði heims. Aðeins sigurvegari riðilsins kemst á HM en þau fjögur lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna fara í umspil um eitt laust sæti til viðbótar. Sara Björk segir að þetta sé sterkari riðill en Ísland var í fyrir EM í Hollandi. „Þýskaland er auðvitað gríðarlega sterkt. Slóvenía og Tékkland eru svo alltaf að bæta sig, þá er Færeyjar líka í riðlinum sem við vitum lítið um.“Tilbúin í hörkutímabil Sara Björk er á sínu öðru tímabili með Wolfsburg í Þýskalandi. Liðið varð í fyrra tvöfaldur meistari heima fyrir og var Sara Björk í lykilhlutverki. Liðið hefur farið af stað með miklum krafti á nýju tímabili og unnið báða leiki sína til þessa með markatölunni 10-0 samanlagt. „Vonandi getum við haldið þessu áfram en það eru margir erfiðir leikir fram undan. Þetta verður hörkutímabil. Liðin sem ætla sér í toppbaráttuna hafa styrkt sig mikið. Þetta verður spennandi tímabil og ég er tilbúin að takast á við það,“ segir hún. Sara segir að markmiðin hjá Wolfsburg séu einföld – að vinna alla þá titla sem í boði eru. Þá ætli liðið sér lengra í Meistaradeildinni en á síðasta tímabili féll Wolfsburg úr leik í fjórðungsúrslitum eftir tap fyrir verðandi meisturum Lyon. „Miðað við það lið sem við erum með er raunhæft að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er bara þannig,“ segir hún sposk á svip. „Draumur minn er að komast í úrslitaleikinn og vinna hann. Vonandi get ég gert það með Wolfsburg í ár.“ Landsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvelli á mánudag klukkan 18.15. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira
Ísland mætir Færeyjum á mánudagskvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 en þetta er um leið nýtt tækifæri fyrir stelpurnar okkar til að byrja nýja keppni með hreint blað eftir vonbrigði sumarsins á EM í Hollandi. Ísland tapaði öllum leikjum sínum á Evrópumótinu og sat eftir með sárt ennið eftir riðlakeppnina. Liðið var nokkuð gagnrýnt eftir keppnina en naut þó frábærs stuðnings þúsunda Íslendinga sem lögðu leið sína til Hollands. „Það er gaman að vera komin aftur í landsliðið eftir EM. Ég náði að hrista það af mér og er tilbúin í nýja keppni,“ sagði Sara Björk í samtali við íþróttadeild.Sama markmið og alltaf Ísland á þungan róður fyrir höndum ætli liðið sér að komast á HM 2019 í fyrsta sinn. Það er engu að síður markmiðið hjá Söru Björk og félögum hennar í landsliðinu. „Markmiðið er eins fyrir þessa keppni og allar aðrar. Maður vill ná góðum úrslitum og komast áfram. Okkar markmið er að fara á HM. Það er draumur okkar allra að komast þangað í fyrsta sinn. En til þess þurfum við að spila vel og við erum í hörkuriðli,“ segir hún. Ísland er í riðli með Þýskalandi, einu sterkasta landsliði heims. Aðeins sigurvegari riðilsins kemst á HM en þau fjögur lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna fara í umspil um eitt laust sæti til viðbótar. Sara Björk segir að þetta sé sterkari riðill en Ísland var í fyrir EM í Hollandi. „Þýskaland er auðvitað gríðarlega sterkt. Slóvenía og Tékkland eru svo alltaf að bæta sig, þá er Færeyjar líka í riðlinum sem við vitum lítið um.“Tilbúin í hörkutímabil Sara Björk er á sínu öðru tímabili með Wolfsburg í Þýskalandi. Liðið varð í fyrra tvöfaldur meistari heima fyrir og var Sara Björk í lykilhlutverki. Liðið hefur farið af stað með miklum krafti á nýju tímabili og unnið báða leiki sína til þessa með markatölunni 10-0 samanlagt. „Vonandi getum við haldið þessu áfram en það eru margir erfiðir leikir fram undan. Þetta verður hörkutímabil. Liðin sem ætla sér í toppbaráttuna hafa styrkt sig mikið. Þetta verður spennandi tímabil og ég er tilbúin að takast á við það,“ segir hún. Sara segir að markmiðin hjá Wolfsburg séu einföld – að vinna alla þá titla sem í boði eru. Þá ætli liðið sér lengra í Meistaradeildinni en á síðasta tímabili féll Wolfsburg úr leik í fjórðungsúrslitum eftir tap fyrir verðandi meisturum Lyon. „Miðað við það lið sem við erum með er raunhæft að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er bara þannig,“ segir hún sposk á svip. „Draumur minn er að komast í úrslitaleikinn og vinna hann. Vonandi get ég gert það með Wolfsburg í ár.“ Landsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvelli á mánudag klukkan 18.15. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira