Markastíflan brast með látum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2017 06:00 Glódís Perla og stelpurnar fagna í kvöld. vísir/eyþór Eftir að hafa aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum brast markastífla íslenska kvennalandsliðsins með látum þegar það rúllaði yfir Færeyjar, 8-0, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 í gær. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Íslands gríðarlegir. Íslenska liðið nálgaðist leikinn af fagmennsku og gaf því færeyska engin grið. Tónninn var gefinn strax á 3. mínútu þegar Elín Metta Jensen kom Íslandi yfir eftir sendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur sem fór oftsinnis illa með vinstri bakvörð Færeyja.Metta mögnuð Elín Metta byrjaði sem fremsti maður í gær og átti skínandi góðan leik; skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og var síógnandi og dugleg. Hún gerir tilkall til að byrja leikina mikilvægu í undankeppninni í október. „Það var alveg möguleiki á því að skora fleiri mörk en mér finnst átta alveg ágætt. En maður vill alltaf meira og það eru alveg hlutir sem við getum lagað í leik okkar, það er alveg klárt,“ sagði Elín Metta í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Leikurinn í gær var hennar þrítugasti fyrir landsliðið og mörkin eru nú orðin sjö talsins. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir skoruðu einnig tvö mörk hvor í leiknum í gær og þær Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sitt markið hvor. Hallbera Guðný Gísladóttir lagði upp þrjú mörk með sínum eitraða vinstri fæti. Ísland hefði getað skorað mun fleiri mörk en boltinn fór t.a.m. þrisvar sinnum í stöng eða slá færeyska marksins.Skrítinn leikur „Þetta var eins og við vildum hafa þetta. Skrítinn leikur en við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari um leikinn. Íslenska liðið verður ekki dæmt af þessum leik enda andstæðingurinn rosalega slakur. Til marks um það áttu Færeyingar aðeins eitt skot í leiknum og það var slök aukaspyrna beint í varnarvegg Íslendinga. Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, var best staðsetti áhorfandinn á vellinum.Beðið eftir Þýskalandi Leikurinn í gær var upphitun fyrir útileikina gegn Þýskalandi og Tékklandi seinni hlutann í október. Þar reynir á íslenska liðið sem verður að svara því hvort það hefur lært af vonbrigðunum frá því á EM í sumar. Svörin við því fengust ekki í gærkvöldi en íslenska liðið fær prik í kladdann fyrir að klára leikinn með sóma. „Við getum ekki beðið eftir því að fara til Þýskalands og Tékklands og takast á við þau verkefni. Það var gott að fá góðan leik hérna heima. Mætingin var frábær og góð stemning í Laugardalnum sem var gott að finna fyrir,“ sagði Freyr sem hefur gefið það út að Ísland stefni á 2. sætið í riðlinum og komast þannig í umspil um sæti á HM. Næstu tveir leikir ráða miklu um hvort það markmið náist. Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Eftir að hafa aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum brast markastífla íslenska kvennalandsliðsins með látum þegar það rúllaði yfir Færeyjar, 8-0, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 í gær. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Íslands gríðarlegir. Íslenska liðið nálgaðist leikinn af fagmennsku og gaf því færeyska engin grið. Tónninn var gefinn strax á 3. mínútu þegar Elín Metta Jensen kom Íslandi yfir eftir sendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur sem fór oftsinnis illa með vinstri bakvörð Færeyja.Metta mögnuð Elín Metta byrjaði sem fremsti maður í gær og átti skínandi góðan leik; skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og var síógnandi og dugleg. Hún gerir tilkall til að byrja leikina mikilvægu í undankeppninni í október. „Það var alveg möguleiki á því að skora fleiri mörk en mér finnst átta alveg ágætt. En maður vill alltaf meira og það eru alveg hlutir sem við getum lagað í leik okkar, það er alveg klárt,“ sagði Elín Metta í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Leikurinn í gær var hennar þrítugasti fyrir landsliðið og mörkin eru nú orðin sjö talsins. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir skoruðu einnig tvö mörk hvor í leiknum í gær og þær Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sitt markið hvor. Hallbera Guðný Gísladóttir lagði upp þrjú mörk með sínum eitraða vinstri fæti. Ísland hefði getað skorað mun fleiri mörk en boltinn fór t.a.m. þrisvar sinnum í stöng eða slá færeyska marksins.Skrítinn leikur „Þetta var eins og við vildum hafa þetta. Skrítinn leikur en við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari um leikinn. Íslenska liðið verður ekki dæmt af þessum leik enda andstæðingurinn rosalega slakur. Til marks um það áttu Færeyingar aðeins eitt skot í leiknum og það var slök aukaspyrna beint í varnarvegg Íslendinga. Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, var best staðsetti áhorfandinn á vellinum.Beðið eftir Þýskalandi Leikurinn í gær var upphitun fyrir útileikina gegn Þýskalandi og Tékklandi seinni hlutann í október. Þar reynir á íslenska liðið sem verður að svara því hvort það hefur lært af vonbrigðunum frá því á EM í sumar. Svörin við því fengust ekki í gærkvöldi en íslenska liðið fær prik í kladdann fyrir að klára leikinn með sóma. „Við getum ekki beðið eftir því að fara til Þýskalands og Tékklands og takast á við þau verkefni. Það var gott að fá góðan leik hérna heima. Mætingin var frábær og góð stemning í Laugardalnum sem var gott að finna fyrir,“ sagði Freyr sem hefur gefið það út að Ísland stefni á 2. sætið í riðlinum og komast þannig í umspil um sæti á HM. Næstu tveir leikir ráða miklu um hvort það markmið náist.
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira