Innlent

Vísað út af slysadeild vegna leiðinda

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Maðurinn hafði verið með leiðindi á slysadeild.
Maðurinn hafði verið með leiðindi á slysadeild. VÍSIR/PJETUR
Lögreglan brást við tilkynningu um karlmann sem stóð úti á götu í Austurborginni á öðrum tímanum í nótt. Er hann sagður hafa verið öskrandi og með ólæti. Þegar lögreglan mætti á vettvang kom í ljós að manninum hafði skömmu áður verið vísað út af slysadeild „vegna leiðinda“ eins og það er orðað í skeyti lögreglunnar.

Er maðurinn sagður hafa verið algjörlega óviðræðuhæfur og átti lögreglan í stökustu vandræðum með að átta sig á hvar hægt væri að koma honum fyrir. Því var tekin ákvörðun tekin um að vista hann í fangageymslu þangað til rennur af honum.

Þá fékk lögreglan tilkynningu um tvö spellvirki. Annars vegar brutu tveir menn rúðu í bifreið í Hafnarfirði og hins vegar var um að ræða kínverja sem kastað hafði verið inn um bréfalúgu í Breiðholti. Spellvirkjarnir í báðum tilfellum voru á bak og burt þegar lögrelan mætti á vettvang og ekki er vitað hverjir voru að verki.

Erlendur karlmaður var einnig rændur á hóteli í Vesturbænum á tólfta tímanum. Skömmu síðar var karlmaður handtekinn vegna málsins og er hann sagður hafa skilað símanum og veskinu sem hann hafði haft af ferðamanninum. Hinn seki var látinn laus því ferðamaðurinn vildi enga eftirmála.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.