Þriðjungi fleiri leituðu til neyðarmóttökunnar í sumar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. september 2017 19:03 Nú í sumar hafa ríflega þriðjungi fleiri komið á Neyðarmóttökuna en síðasta sumar. Það stefnir í að metfjöldi leiti til móttökunnar í ár. Eingöngu tuttugu prósent þeirra sem leita sér aðstoðar enda á að leggja fram kæru. Á tímabilinu 1. maí til 1. september árið 2015 voru 51 mál tilkynnt á neyðarmóttökuna. Á sama tíma ári síðar var tilkynnt um 57 mál. Nú í sumar hefur verið tilkynnt um 74 mál og þar af 28 mál í júlí sem er metfjöldi koma á móttökuna á einum mánuði. Með þessu áframhaldi stefnir í metár í komum á Neyðarmóttökuna. Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri móttökunnar, segir umfjöllun geta útskýrt fjölgunina. „Ef komum heldur áfram að fjölga svona þá stefnir í annað metár. Ég held að brotaþolar séu að leita til okkar í meiri mæli, ég held þeir viti hvert þeir eigi að mæta, held við höfum kynnt neyðarmóttökuna vel og að hún sé opin allan sólarhringinn alla daga," segir Hrönn. Á alþjóðavísu er talið að um 25 prósent þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi leiti sér aðstoðar. Á síðasta ári leituðu 169 til móttökunnar og má leiða líkum að því að það sé eingöngu fjórðungur þolenda. Það hefur ekki verið fjölgun á kærum, það eru í kringum 20% af þeim málum sem koma til okkar. Af hverju það er, vitum við ekki alveg. En það er samt gott teymi sem starfar að þessum málum og gott samstarf við löggæsluvaldið. En okkar hlutverk er ekki að þrýsta á að brotaþolar kæri - það er þeirra val. En við erum sannarlega brú yfir til löggæsluvaldsins." Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Nú í sumar hafa ríflega þriðjungi fleiri komið á Neyðarmóttökuna en síðasta sumar. Það stefnir í að metfjöldi leiti til móttökunnar í ár. Eingöngu tuttugu prósent þeirra sem leita sér aðstoðar enda á að leggja fram kæru. Á tímabilinu 1. maí til 1. september árið 2015 voru 51 mál tilkynnt á neyðarmóttökuna. Á sama tíma ári síðar var tilkynnt um 57 mál. Nú í sumar hefur verið tilkynnt um 74 mál og þar af 28 mál í júlí sem er metfjöldi koma á móttökuna á einum mánuði. Með þessu áframhaldi stefnir í metár í komum á Neyðarmóttökuna. Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri móttökunnar, segir umfjöllun geta útskýrt fjölgunina. „Ef komum heldur áfram að fjölga svona þá stefnir í annað metár. Ég held að brotaþolar séu að leita til okkar í meiri mæli, ég held þeir viti hvert þeir eigi að mæta, held við höfum kynnt neyðarmóttökuna vel og að hún sé opin allan sólarhringinn alla daga," segir Hrönn. Á alþjóðavísu er talið að um 25 prósent þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi leiti sér aðstoðar. Á síðasta ári leituðu 169 til móttökunnar og má leiða líkum að því að það sé eingöngu fjórðungur þolenda. Það hefur ekki verið fjölgun á kærum, það eru í kringum 20% af þeim málum sem koma til okkar. Af hverju það er, vitum við ekki alveg. En það er samt gott teymi sem starfar að þessum málum og gott samstarf við löggæsluvaldið. En okkar hlutverk er ekki að þrýsta á að brotaþolar kæri - það er þeirra val. En við erum sannarlega brú yfir til löggæsluvaldsins."
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira