Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. september 2017 19:30 Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í dag tillögur til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Tillögurnar voru unnar í samráði við bændur. Markmiðið er að sauðfé verði fækkað um 20 prósent með því að gefa bændum kost á því að hætta sauðfjárframleiðslu en halda greiðslum samkvæmt sauðfjársamningi í fimm ár. 250 milljónum króna verður varið til greiðslu 4.000 króna sláturálags á ær sem koma til slátrunar núna í haust. Styrkur verði greiddur aðhámarki fyrir 62.500 ær og dugi það ekki gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Þá fá bændur sem eru með 150 kindur eða fleiri fá sérstakar greiðslur vegna kjaraskerðingar. Ríkissjóður mun verja 250 milljónum króna vegna þessa verkefnis. Þá mun ríkissjóður greiða sérstaka 150 milljóna króna viðbótargreiðslu í svæðisbundinn stuðning. Greiðslurnar koma þeim bændum til góða sem eiga erfitt með að sækja atvinnu utan búsins vegna fjarlægðar frá þéttbýli. Samtals eru þetta 650 milljónir króna í sérstakrar greiðslur. „Þessar aðgerðir miðast við að takmarka framleiðsluna um allt að 20 prósent en ekki síður til að koma til móts við bændur milliliðalaust gagnvart þeirri kjaraskerðingu sem þeir hafa orðið fyrir vegna ákvarðana afurðastöðva. Þá erum við að einblína á stuðning á jaðarsvæðum þar sem við vitum að sauðfjárræktin skiptir meira máli en annars staðar,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Auk tillagna um stuðning vegna kjaraskerðingar boðaði ráðherrann úttekt á afurðastöðvakerfinu í sauðfjárrækt og á hún að verða grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar á kerfinu til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Sauðfjárbændur hafa flutt út árlega 3.500 tonn af lambakjöti. Vegna styrkingar krónunnar, lokun Rússlandsmarkaðar vegna viðskiptaþvingana og markaðsbrests í Noregi og Bretlandi munu bændur ekki flytja út nema um 1.500 tonn á þessu ári samkvæmt áætlun sláturleyfishafa. Offramleiðsla á kindakjöti er ekki fyrirbæri sem er nýtt af nálinnni í íslensku samfélagi. Þetta hefur reglulega átt sér stað með nokkurra ára millibili á undanförnum áratugum. Unnsteinn Snorri Snorrason, framvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að ástæður offramleiðslunnar að þessu sinni séu þó nýjar af nálinni og því sé ekki um „endurtekið efni“ að ræða. „Það er alveg rétt hjá þér að það hafa átt sér stað sveiflur í framboði og í því hvernig kerfið hefur virkað en við því hefur verið brugðist á hverjum tíma. Það sem er að koma upp núna er ekki eitthvað sem hefur komið upp áður. Núna erum við að fást við forsendubrest gagnvart erlendum mörkuðum sem við höfum verið að treysta á og verið að byggja upp. Vandamálin hér áður fyrr hafa snúist um aðra hluti og vissulega hafa menn í rauninni, yfir einhvern tíma, kollvarpað kerfinu til að bregðast við því,“ segir Unnsteinn Snorri. Lögmál framboðs og eftirspurnar virðist ekki gilda um sauðfjárrækt á Íslandi. „Það er auðvitað æskilegt fyrirkomulag. Þegar menn hafa gert búvörusamning sem er án framleiðslutakmarkana þá er ekkert óeðlilegt að menn spyrji þessarar spurningar, hvort ekki eigi einfaldlega að axla ábyrgð á því. Ég vil samt meina að um sauðfjárræktina gildi ennþá aðrar forsendur. Til lengri tíma eigum við að vinna að því að greinin verði sjálfbær innan ramma þess kerfis sem ríkisvaldið og stjórnvöld setji henni hverju sinni. En eins og staðan er í dag eru erfiðleikarnir miklir og við eigum að taka þá alvarlega en það verður ekki gert með þessum gömlu lausnum sem færa okkur endurtekið efni á fimm til tíu ára fresti um of mikla lambakjötsframleiðslu,“ segir Þorgerður Katrín. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í dag tillögur til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Tillögurnar voru unnar í samráði við bændur. Markmiðið er að sauðfé verði fækkað um 20 prósent með því að gefa bændum kost á því að hætta sauðfjárframleiðslu en halda greiðslum samkvæmt sauðfjársamningi í fimm ár. 250 milljónum króna verður varið til greiðslu 4.000 króna sláturálags á ær sem koma til slátrunar núna í haust. Styrkur verði greiddur aðhámarki fyrir 62.500 ær og dugi það ekki gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Þá fá bændur sem eru með 150 kindur eða fleiri fá sérstakar greiðslur vegna kjaraskerðingar. Ríkissjóður mun verja 250 milljónum króna vegna þessa verkefnis. Þá mun ríkissjóður greiða sérstaka 150 milljóna króna viðbótargreiðslu í svæðisbundinn stuðning. Greiðslurnar koma þeim bændum til góða sem eiga erfitt með að sækja atvinnu utan búsins vegna fjarlægðar frá þéttbýli. Samtals eru þetta 650 milljónir króna í sérstakrar greiðslur. „Þessar aðgerðir miðast við að takmarka framleiðsluna um allt að 20 prósent en ekki síður til að koma til móts við bændur milliliðalaust gagnvart þeirri kjaraskerðingu sem þeir hafa orðið fyrir vegna ákvarðana afurðastöðva. Þá erum við að einblína á stuðning á jaðarsvæðum þar sem við vitum að sauðfjárræktin skiptir meira máli en annars staðar,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Auk tillagna um stuðning vegna kjaraskerðingar boðaði ráðherrann úttekt á afurðastöðvakerfinu í sauðfjárrækt og á hún að verða grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar á kerfinu til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Sauðfjárbændur hafa flutt út árlega 3.500 tonn af lambakjöti. Vegna styrkingar krónunnar, lokun Rússlandsmarkaðar vegna viðskiptaþvingana og markaðsbrests í Noregi og Bretlandi munu bændur ekki flytja út nema um 1.500 tonn á þessu ári samkvæmt áætlun sláturleyfishafa. Offramleiðsla á kindakjöti er ekki fyrirbæri sem er nýtt af nálinnni í íslensku samfélagi. Þetta hefur reglulega átt sér stað með nokkurra ára millibili á undanförnum áratugum. Unnsteinn Snorri Snorrason, framvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að ástæður offramleiðslunnar að þessu sinni séu þó nýjar af nálinni og því sé ekki um „endurtekið efni“ að ræða. „Það er alveg rétt hjá þér að það hafa átt sér stað sveiflur í framboði og í því hvernig kerfið hefur virkað en við því hefur verið brugðist á hverjum tíma. Það sem er að koma upp núna er ekki eitthvað sem hefur komið upp áður. Núna erum við að fást við forsendubrest gagnvart erlendum mörkuðum sem við höfum verið að treysta á og verið að byggja upp. Vandamálin hér áður fyrr hafa snúist um aðra hluti og vissulega hafa menn í rauninni, yfir einhvern tíma, kollvarpað kerfinu til að bregðast við því,“ segir Unnsteinn Snorri. Lögmál framboðs og eftirspurnar virðist ekki gilda um sauðfjárrækt á Íslandi. „Það er auðvitað æskilegt fyrirkomulag. Þegar menn hafa gert búvörusamning sem er án framleiðslutakmarkana þá er ekkert óeðlilegt að menn spyrji þessarar spurningar, hvort ekki eigi einfaldlega að axla ábyrgð á því. Ég vil samt meina að um sauðfjárræktina gildi ennþá aðrar forsendur. Til lengri tíma eigum við að vinna að því að greinin verði sjálfbær innan ramma þess kerfis sem ríkisvaldið og stjórnvöld setji henni hverju sinni. En eins og staðan er í dag eru erfiðleikarnir miklir og við eigum að taka þá alvarlega en það verður ekki gert með þessum gömlu lausnum sem færa okkur endurtekið efni á fimm til tíu ára fresti um of mikla lambakjötsframleiðslu,“ segir Þorgerður Katrín.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent