Ráðherra veitt níu undanþágur til útlendinga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. september 2017 06:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. vísir/stefán Dómsmálaráðherra hefur veitt erlendum ríkisborgurum utan Evrópska efnahagssvæðisins undanþágu til jarða- eða fasteignakaupa í níu tilvikum á þessu ári. Ráðherra er heimilt að veita erlendum ríkisborgurum, sem ekki eru með lögheimili á Íslandi eða njóta réttar samkvæmt EES, EFTA eða Hoyvíkur-samningnum, sérstakt leyfi til jarðakaupa. Stórtæk jarðakaup erlendra ríkisborgara komust aftur í kastljós fjölmiðla á dögunum eftir að Fréttablaðið greindi frá því að kínverskir fjárfestar hefðu áhuga á að kaupa Neðri-Dal í Biskupstungum, 1.200 hektara jörð, með það fyrir augum að byggja þar upp ferðamannatengdan iðnað og nýta heitt vatn sem finnst á jörðinni. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu mörg sérstök leyfi dómsmálaráðherra hafi veitt erlendum ríkisborgurum til jarðakaupa á kjörtímabilinu segir að ráðuneytið hafi samþykkt undanþágur í níu tilvikum á þessu ári en tveimur umsóknum hafi verið hafnað. Átta þessara ellefu umsókna voru frá Bandaríkjunum, en tveimur þeirra var hafnað. Ein kom frá Nýja-Sjálandi, ein frá Kanada og ein frá Ástralíu. Bandaríkjamönnum var hafnað um annars vegar 12,9 hektara jörð í Hvalfirði og sömuleiðis 50 prósent af 1.500 hektara jörð í Hornafirði. Bandarískt fyrirtæki fékk síðan að kaupa 25 prósent af 3,8 hekturum á Reykjanesi. Samkvæmt svari ráðuneytisins voru hinar umsóknirnar um íbúðakaup á höfuðborgarsvæðinu og ein um frístundahús í Borgarfirði. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sat í nefnd um endurskoðun laga um eignar- og afnotarétt fasteigna árið 2014 en vinna þeirrar nefndar lagði grunn að þeim viðmiðunarreglum sem ráðuneytið styðst við í dag. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Nágranni óttast kínverskan áhuga Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum. 29. ágúst 2017 08:19 Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. 28. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur veitt erlendum ríkisborgurum utan Evrópska efnahagssvæðisins undanþágu til jarða- eða fasteignakaupa í níu tilvikum á þessu ári. Ráðherra er heimilt að veita erlendum ríkisborgurum, sem ekki eru með lögheimili á Íslandi eða njóta réttar samkvæmt EES, EFTA eða Hoyvíkur-samningnum, sérstakt leyfi til jarðakaupa. Stórtæk jarðakaup erlendra ríkisborgara komust aftur í kastljós fjölmiðla á dögunum eftir að Fréttablaðið greindi frá því að kínverskir fjárfestar hefðu áhuga á að kaupa Neðri-Dal í Biskupstungum, 1.200 hektara jörð, með það fyrir augum að byggja þar upp ferðamannatengdan iðnað og nýta heitt vatn sem finnst á jörðinni. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu mörg sérstök leyfi dómsmálaráðherra hafi veitt erlendum ríkisborgurum til jarðakaupa á kjörtímabilinu segir að ráðuneytið hafi samþykkt undanþágur í níu tilvikum á þessu ári en tveimur umsóknum hafi verið hafnað. Átta þessara ellefu umsókna voru frá Bandaríkjunum, en tveimur þeirra var hafnað. Ein kom frá Nýja-Sjálandi, ein frá Kanada og ein frá Ástralíu. Bandaríkjamönnum var hafnað um annars vegar 12,9 hektara jörð í Hvalfirði og sömuleiðis 50 prósent af 1.500 hektara jörð í Hornafirði. Bandarískt fyrirtæki fékk síðan að kaupa 25 prósent af 3,8 hekturum á Reykjanesi. Samkvæmt svari ráðuneytisins voru hinar umsóknirnar um íbúðakaup á höfuðborgarsvæðinu og ein um frístundahús í Borgarfirði. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sat í nefnd um endurskoðun laga um eignar- og afnotarétt fasteigna árið 2014 en vinna þeirrar nefndar lagði grunn að þeim viðmiðunarreglum sem ráðuneytið styðst við í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Nágranni óttast kínverskan áhuga Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum. 29. ágúst 2017 08:19 Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. 28. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Nágranni óttast kínverskan áhuga Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum. 29. ágúst 2017 08:19
Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. 28. ágúst 2017 11:45