Nágranni óttast kínverskan áhuga Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2017 08:19 Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum.Fréttablaðið greindi frá því í gær að Kínverjar hefðu augastað á jörðinni og væru reiðubúnir að greiða 1.2 milljarða fyrir kaupin. Jörð Neðri-dals er 1.200 hektarar að stærð og er sú næsta við Geysissvæðið í Haukadal. Snæbjörn sagði það sorglegt í samtali við Bítið í morgun hvernig umræðan um kaup kínverskra auðmanna virðist vera að skjóta upp kollinum aftur - og það að hún skuli vera koma fólki á óvart. Þó svo að hann sé almennt á móti kaupum útlendinga á íslenskum jörðum segir hann stöðuna sérstaklega varhugaverða þegar Kínverjar eiga í hlut. „Við þurfum nú ekki annað en að átta okkur á því hveru stórt samfélagið er þarna úti,“ segir Snæbjörn og nefnir í því samhengi að Kínverjar séu nú rúmlega einn og hálfur milljarður talsins.Sjá einnig: Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Upphæðirnar sem þeir geti boðið, í krafti tengsla sinna við þarlend stjórnvöld, séu stjarnfræðilegar og því mjög erfitt fyrir „venjulegt fólk“ að keppa við tilboð frá kínverskum auðmönnum. Þó svo að Snæbjörn óttist ekkert sérstaklega hvað nýir eigendur kunna að gera við jörðina segir hann landsvæði og vatnsupptaka sé sífellt að verða verðmætari. Á jörð Neðri-dals má til að mynda finna nokkurt magn af nýtanlegu heitu vatni sem og kaldavatnslind og á með silungi og laxi. Því vilji hann ekki gera komandi kynslóðir að leiguliðum Kínverja hér á landi. Hann vill grípa til aðgerða. „Við verðum að fara að verja það að Íslendingar geti unnið á landinu sínu,“ segir Snæbjörn. „Ef við viljum endurnýja ábúð á jörðum þarna þá verðum við að gera eitthvað.“ Spjall hans við Bítið má heyra hér að ofan. Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum.Fréttablaðið greindi frá því í gær að Kínverjar hefðu augastað á jörðinni og væru reiðubúnir að greiða 1.2 milljarða fyrir kaupin. Jörð Neðri-dals er 1.200 hektarar að stærð og er sú næsta við Geysissvæðið í Haukadal. Snæbjörn sagði það sorglegt í samtali við Bítið í morgun hvernig umræðan um kaup kínverskra auðmanna virðist vera að skjóta upp kollinum aftur - og það að hún skuli vera koma fólki á óvart. Þó svo að hann sé almennt á móti kaupum útlendinga á íslenskum jörðum segir hann stöðuna sérstaklega varhugaverða þegar Kínverjar eiga í hlut. „Við þurfum nú ekki annað en að átta okkur á því hveru stórt samfélagið er þarna úti,“ segir Snæbjörn og nefnir í því samhengi að Kínverjar séu nú rúmlega einn og hálfur milljarður talsins.Sjá einnig: Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Upphæðirnar sem þeir geti boðið, í krafti tengsla sinna við þarlend stjórnvöld, séu stjarnfræðilegar og því mjög erfitt fyrir „venjulegt fólk“ að keppa við tilboð frá kínverskum auðmönnum. Þó svo að Snæbjörn óttist ekkert sérstaklega hvað nýir eigendur kunna að gera við jörðina segir hann landsvæði og vatnsupptaka sé sífellt að verða verðmætari. Á jörð Neðri-dals má til að mynda finna nokkurt magn af nýtanlegu heitu vatni sem og kaldavatnslind og á með silungi og laxi. Því vilji hann ekki gera komandi kynslóðir að leiguliðum Kínverja hér á landi. Hann vill grípa til aðgerða. „Við verðum að fara að verja það að Íslendingar geti unnið á landinu sínu,“ segir Snæbjörn. „Ef við viljum endurnýja ábúð á jörðum þarna þá verðum við að gera eitthvað.“ Spjall hans við Bítið má heyra hér að ofan.
Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent