Full ástæða til að taka myglusvepp alvarlega þrátt fyrir að orsakatengslin liggi ekki fyrir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. september 2017 20:15 Michael Clausen ofnæmislæknir. Ofnæmislæknir segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli myglusvepps og veikinda hafi fjölmargar rannsóknir leitt í ljós skaðleg áhrif rakaskemmda á heilsufar fólks, og segir fulla ástæðu til þess að taka þessi mál alvarlega. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar efast um skaðsemi myglusvepps og kallar eftir frekari rannsóknum. Myglusveppur hefur verið talsvert í umræðunni síðustu misserin, en nýjasta dæmið er hús Orkuveitunnar sem talið er vera gjörónýtt af völdum rakaskemmda. Líkur eru á að rífa þurfi húsið en tjónið er talið nema tæpum tveimur milljörðum króna. Kári Stefánsson ritaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann segir að hvergi hafi verið sýnt fram á að það með vísindalegum aðferðum að myglusveppur í húsum vegi að heilsu manna, og bætir við að hann hafi gert ítarlega leit að slíkum rannsóknum í læknisfræðibókmenntum. Ekki væri úr vegi að byrja á að rannsaka málið áður en hús séu dæmd ónýt og rifin. Michael Clausen ofnæmislæknir segir það ekki rétt að engar rannsóknir hafi verið gerðar á skaðsemi myglusveppsins – hins vegar hafi ekki tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli raka og myglu. „Rannsóknir hafa sýnt það að það eru tengsl á milli þess að búa eða vinna í húsnæði sem er með rakaskemmdum og þar af leiðandi mygla. Til dæmis öndunarfæraeinkenni eins og astma og nefeinkenni og þvíumlíkt. En það er ekki hægt að sýna fram á orsakatengsl þar á milli. En það eru tengsl engu að síður,“ segir Michael. Hann segir rakaskemmdir geta leyst ýmis efni úr læðingi og að það þurfi að skoða nánar. Full ástæða sé til þess að huga vel að þessum málum. „Það eru önnur efni sem kunna að losna þegar um er að ræða rakaskemmdir. Það liggur ekkert algjörlega á hreinu hver bófinn er í þessu drama, en það er heilsuspillandi að búa í slíku húsnæði.“Er fólk mögulega of mikið að velta þessu fyrir sér? „Ég held að ef manni líður illa og er lasinn að þá eðlilega að velta því fyrir sér hvað það getur verið. Það er náttúrulega okkar hlutverk, sem erum að vinna með fólk sem er veikt, að reyna að finna einhverjar skýringar á því. Þannig að ég held að það sé ekki rangt að gera það. En svo er eflaust hægt að fara of mikið út í öfgar.“ Tengdar fréttir Ekki víst að mygla sé skaðleg "Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefur mér ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 5. september 2017 06:00 Vill að Kári aðstoði við rannsóknir á heilsuspillandi áhrifum myglu Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur segir engan vafa vera um að vera í rakaskemmdu húsnæði hafi heilsuspillandi áhrif. 5. september 2017 11:26 Kólumkilli eða sveppasúpa Ég held að það hafi verið einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum að hann faðir minn, Stefán Jónsson fréttamaður, fór norður í land til þess að taka viðtöl við íbúa á bæ þar sem reimleikar höfðu gert vart við sig. Viðtölunum var útvarpað sem fréttaauka þjóðinni til fróðleiks. Það voru engar athugasemdir gerðar við þennan fréttaflutning af draugum vegna þess að þjóðin trúði á þá, hafði lifað með þeim í þúsund ár. 5. september 2017 07:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Ofnæmislæknir segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli myglusvepps og veikinda hafi fjölmargar rannsóknir leitt í ljós skaðleg áhrif rakaskemmda á heilsufar fólks, og segir fulla ástæðu til þess að taka þessi mál alvarlega. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar efast um skaðsemi myglusvepps og kallar eftir frekari rannsóknum. Myglusveppur hefur verið talsvert í umræðunni síðustu misserin, en nýjasta dæmið er hús Orkuveitunnar sem talið er vera gjörónýtt af völdum rakaskemmda. Líkur eru á að rífa þurfi húsið en tjónið er talið nema tæpum tveimur milljörðum króna. Kári Stefánsson ritaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann segir að hvergi hafi verið sýnt fram á að það með vísindalegum aðferðum að myglusveppur í húsum vegi að heilsu manna, og bætir við að hann hafi gert ítarlega leit að slíkum rannsóknum í læknisfræðibókmenntum. Ekki væri úr vegi að byrja á að rannsaka málið áður en hús séu dæmd ónýt og rifin. Michael Clausen ofnæmislæknir segir það ekki rétt að engar rannsóknir hafi verið gerðar á skaðsemi myglusveppsins – hins vegar hafi ekki tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli raka og myglu. „Rannsóknir hafa sýnt það að það eru tengsl á milli þess að búa eða vinna í húsnæði sem er með rakaskemmdum og þar af leiðandi mygla. Til dæmis öndunarfæraeinkenni eins og astma og nefeinkenni og þvíumlíkt. En það er ekki hægt að sýna fram á orsakatengsl þar á milli. En það eru tengsl engu að síður,“ segir Michael. Hann segir rakaskemmdir geta leyst ýmis efni úr læðingi og að það þurfi að skoða nánar. Full ástæða sé til þess að huga vel að þessum málum. „Það eru önnur efni sem kunna að losna þegar um er að ræða rakaskemmdir. Það liggur ekkert algjörlega á hreinu hver bófinn er í þessu drama, en það er heilsuspillandi að búa í slíku húsnæði.“Er fólk mögulega of mikið að velta þessu fyrir sér? „Ég held að ef manni líður illa og er lasinn að þá eðlilega að velta því fyrir sér hvað það getur verið. Það er náttúrulega okkar hlutverk, sem erum að vinna með fólk sem er veikt, að reyna að finna einhverjar skýringar á því. Þannig að ég held að það sé ekki rangt að gera það. En svo er eflaust hægt að fara of mikið út í öfgar.“
Tengdar fréttir Ekki víst að mygla sé skaðleg "Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefur mér ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 5. september 2017 06:00 Vill að Kári aðstoði við rannsóknir á heilsuspillandi áhrifum myglu Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur segir engan vafa vera um að vera í rakaskemmdu húsnæði hafi heilsuspillandi áhrif. 5. september 2017 11:26 Kólumkilli eða sveppasúpa Ég held að það hafi verið einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum að hann faðir minn, Stefán Jónsson fréttamaður, fór norður í land til þess að taka viðtöl við íbúa á bæ þar sem reimleikar höfðu gert vart við sig. Viðtölunum var útvarpað sem fréttaauka þjóðinni til fróðleiks. Það voru engar athugasemdir gerðar við þennan fréttaflutning af draugum vegna þess að þjóðin trúði á þá, hafði lifað með þeim í þúsund ár. 5. september 2017 07:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Ekki víst að mygla sé skaðleg "Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefur mér ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 5. september 2017 06:00
Vill að Kári aðstoði við rannsóknir á heilsuspillandi áhrifum myglu Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur segir engan vafa vera um að vera í rakaskemmdu húsnæði hafi heilsuspillandi áhrif. 5. september 2017 11:26
Kólumkilli eða sveppasúpa Ég held að það hafi verið einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum að hann faðir minn, Stefán Jónsson fréttamaður, fór norður í land til þess að taka viðtöl við íbúa á bæ þar sem reimleikar höfðu gert vart við sig. Viðtölunum var útvarpað sem fréttaauka þjóðinni til fróðleiks. Það voru engar athugasemdir gerðar við þennan fréttaflutning af draugum vegna þess að þjóðin trúði á þá, hafði lifað með þeim í þúsund ár. 5. september 2017 07:00