Lífið

Matthías Imsland og Sóley selja slotið í Kópavogi á 95 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Falleg eign í Kópavoginu.
Falleg eign í Kópavoginu.
Matthías Imsland, fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra, og Sóley Ragnarsdóttir hafa sett einbýlishús sitt við Hlíðarveg í Kópavogi á sölu en ásett verð er 94,5 milljónir.

Matthías áður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs flugfélagsins WOW-air og fyrir stofnun þess var hann forstjóri Iceland Express.

Húsið við Hlíðarveg er 308 fermetrar og eru alls sex svefnherbergi í því. Fasteignamat eignarinnar er 72 milljónir.

Svalir eru á á austur- og suðurhlið hússins og er veröndin hellulögð við suðurhliðina og er viðarpallur við vesturhlið þess.

Lóðin er alls rúmlega 900 fermetrar og mikið útsýni er úr eigninni. Hér að neðan má nokkrar fallegar myndir af eign Matthíasar og Sóleyjar. 

Fallegt blátt hús.
Stofan stór og björt.
Sjónvarpshol þar sem hægt er að slaka á.
Svona lítur baðherbergið út.
Virkilega falleg eldhús.
Frábær aðstæða til að sóla sig.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×