Persónuleg sambönd Guðna komu Íslandi í FIFA 18 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2017 14:00 Guðni Bergsson lét til sín taka til að koma Íslandi í FIFA 18. Vísir/Anton Ekki var útlit fyrir að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu yrði með í tölvuleiknum vinsæla FIFA 18. Persónuleg sambönd Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, á Norðurlöndunum komu málinu á hreyfingu. Samningar náðust á dögunum.Tilkynnt var í gær að Ísland yrði með í leiknum, sem er einn vinsælasti tölvuleikur í heimi. Athygli vakti á síðasta ári þegar forveri Guðna í starfi, Geir Þorsteinsson, hafnaði tilboði framleiðenda leiksins um að vera með í síðustu útgáfu leiksins, FIFA 17. Taldi hann tilboð tölvuleikjarisans EA Sports vera of lágt. Í samtali við Vísi segir Guðni að það hafi verið sín upplifun að málið hafi verið komið á ís hjá EA Sports.Bráðum verður hægt að fagna með tölvuleikjaútgáfunni af landsliðsmönnunum.vísir/anton„Já, ég held að það verið búið nánast að setja þetta í skúffu og til hliðar eins og staðan á þessu var eins og ég upplifði þetta. Þetta var í raun og veru komið á kælingu og á ís ef svo má segja,“ segir Guðni.Viðskiptablaðið greindi hins vegar frá því í maí að viðræður væru hafnar á milli KSÍ og EA Sports. En hvernig komu þær viðræður til? „Þetta var í raun og veru í gegnum ákveðin sambönd sem að ég hafði í gegnum fyrirtæki í Skandinavíu. Ég fékk upplýsingar um það að það gæti verið áhugi á þessu í gegnum skandínavísku skrifstofuna,“ segir Guðni.Þjónusta við stuðningsmennina Í kjölfarið hófust viðræður sem enduðu með því að íslenska karlalandsliðið, sem vakið hefur mikla athygli fyrir framgöngu sína á knattspyrnuvellinum undanfarin ár, verður með í leiknum. Komið hefur fram að tilboð EA Sports á síðasta ári hafi verið undir tveimur milljónum en Guðni vill ekki segja hversu hátt tilboð EA Sports hafi verið í þetta skiptið. „Þetta er samningur á milli tveggja aðila og það er eðlilegt að það sé trúnaður þar á milli aðila. Þetta er ekki þannig séð miklar fjárhæðir sem um ræðir en þó fjárhæðir sem við værum ekki að fá,“ segir Guðni. Þá segir Guðni að önnur atriði vegi ef til vill þyngra. Þarna sé landsliðið orðið hluti af vinsælasta íþróttaleik veraldar og því fylgi meiri athygli. Þá sé vera Íslands í leiknum ákveðin þjónusta við stuðningsmenn landsliðsins.Íslensku stuðningsmennirnir taka víkingaklappið á leik Íslands og Sviss á EM kvenna í gær.vísir/getty„Ég upplifði það þannig að þarna værum við að koma til móts við okkar alla þá stuðningsmenn sem spila þennan leik. Þeir eru náttúrulega fleiri þúsund og ég held að þeir muni hafa gaman af þessu. Ég held líka að leikmenn muni hafa gaman af þessu, að þeir séu orðnir þáttakendur á þessu stóra sviði þrátt fyrir að það sé tölvuleikur.“Komið hefur fram að KSÍ hafi reynt að fá kvennalandsliðið sem og Pepsi-deildina einnig inn í leikinn. Guðni segir að mikilvægt sé karlalandsliðinu sé komið inn til að byrja með og síðar verði hægt að skoða hvort að hægt sé að færa út kvíarnar. „Það er alveg ljóst að um leið og við stöndum okkur vel eins og við höfum að gera þá eru möguleikarnir meiri á þessu sviði eins og öðrum,“ segir Guðni.En verður víkingaklappið með?„Ef að það verður ekki í leiknum þá er eitthvað mikið að. Að sjálfsögðu verður það í leiknum. Þetta er orðið heimsþekkt. Það er bara eins og frændi minn Bjarni Fel frændi myndi segja „næsta víst“ að víkingaklappið verður í leiknum.“ Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Ísland með í FIFA 18 Samningar hafa náðst á milli EA SPORTS™ og KSÍ um að íslenska karlalandsliðið verði með í FIFA 18 sem er einn vinsælasti tölvuleikur í heimi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ. 6. september 2017 15:10 Guðni bjartsýnn á að Ísland verði í FIFA 18 KSÍ fékk tilboð um að vera í FIFA 17 sem var hafnað við litla hrifingu íslenskra fótboltaáhugamanna. 8. maí 2017 13:30 Geir Þorsteinsson við BBC um stóra FIFA 17-málið: „Finnst að gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports“ Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. 20. september 2016 23:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ekki var útlit fyrir að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu yrði með í tölvuleiknum vinsæla FIFA 18. Persónuleg sambönd Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, á Norðurlöndunum komu málinu á hreyfingu. Samningar náðust á dögunum.Tilkynnt var í gær að Ísland yrði með í leiknum, sem er einn vinsælasti tölvuleikur í heimi. Athygli vakti á síðasta ári þegar forveri Guðna í starfi, Geir Þorsteinsson, hafnaði tilboði framleiðenda leiksins um að vera með í síðustu útgáfu leiksins, FIFA 17. Taldi hann tilboð tölvuleikjarisans EA Sports vera of lágt. Í samtali við Vísi segir Guðni að það hafi verið sín upplifun að málið hafi verið komið á ís hjá EA Sports.Bráðum verður hægt að fagna með tölvuleikjaútgáfunni af landsliðsmönnunum.vísir/anton„Já, ég held að það verið búið nánast að setja þetta í skúffu og til hliðar eins og staðan á þessu var eins og ég upplifði þetta. Þetta var í raun og veru komið á kælingu og á ís ef svo má segja,“ segir Guðni.Viðskiptablaðið greindi hins vegar frá því í maí að viðræður væru hafnar á milli KSÍ og EA Sports. En hvernig komu þær viðræður til? „Þetta var í raun og veru í gegnum ákveðin sambönd sem að ég hafði í gegnum fyrirtæki í Skandinavíu. Ég fékk upplýsingar um það að það gæti verið áhugi á þessu í gegnum skandínavísku skrifstofuna,“ segir Guðni.Þjónusta við stuðningsmennina Í kjölfarið hófust viðræður sem enduðu með því að íslenska karlalandsliðið, sem vakið hefur mikla athygli fyrir framgöngu sína á knattspyrnuvellinum undanfarin ár, verður með í leiknum. Komið hefur fram að tilboð EA Sports á síðasta ári hafi verið undir tveimur milljónum en Guðni vill ekki segja hversu hátt tilboð EA Sports hafi verið í þetta skiptið. „Þetta er samningur á milli tveggja aðila og það er eðlilegt að það sé trúnaður þar á milli aðila. Þetta er ekki þannig séð miklar fjárhæðir sem um ræðir en þó fjárhæðir sem við værum ekki að fá,“ segir Guðni. Þá segir Guðni að önnur atriði vegi ef til vill þyngra. Þarna sé landsliðið orðið hluti af vinsælasta íþróttaleik veraldar og því fylgi meiri athygli. Þá sé vera Íslands í leiknum ákveðin þjónusta við stuðningsmenn landsliðsins.Íslensku stuðningsmennirnir taka víkingaklappið á leik Íslands og Sviss á EM kvenna í gær.vísir/getty„Ég upplifði það þannig að þarna værum við að koma til móts við okkar alla þá stuðningsmenn sem spila þennan leik. Þeir eru náttúrulega fleiri þúsund og ég held að þeir muni hafa gaman af þessu. Ég held líka að leikmenn muni hafa gaman af þessu, að þeir séu orðnir þáttakendur á þessu stóra sviði þrátt fyrir að það sé tölvuleikur.“Komið hefur fram að KSÍ hafi reynt að fá kvennalandsliðið sem og Pepsi-deildina einnig inn í leikinn. Guðni segir að mikilvægt sé karlalandsliðinu sé komið inn til að byrja með og síðar verði hægt að skoða hvort að hægt sé að færa út kvíarnar. „Það er alveg ljóst að um leið og við stöndum okkur vel eins og við höfum að gera þá eru möguleikarnir meiri á þessu sviði eins og öðrum,“ segir Guðni.En verður víkingaklappið með?„Ef að það verður ekki í leiknum þá er eitthvað mikið að. Að sjálfsögðu verður það í leiknum. Þetta er orðið heimsþekkt. Það er bara eins og frændi minn Bjarni Fel frændi myndi segja „næsta víst“ að víkingaklappið verður í leiknum.“
Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Ísland með í FIFA 18 Samningar hafa náðst á milli EA SPORTS™ og KSÍ um að íslenska karlalandsliðið verði með í FIFA 18 sem er einn vinsælasti tölvuleikur í heimi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ. 6. september 2017 15:10 Guðni bjartsýnn á að Ísland verði í FIFA 18 KSÍ fékk tilboð um að vera í FIFA 17 sem var hafnað við litla hrifingu íslenskra fótboltaáhugamanna. 8. maí 2017 13:30 Geir Þorsteinsson við BBC um stóra FIFA 17-málið: „Finnst að gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports“ Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. 20. september 2016 23:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41
Ísland með í FIFA 18 Samningar hafa náðst á milli EA SPORTS™ og KSÍ um að íslenska karlalandsliðið verði með í FIFA 18 sem er einn vinsælasti tölvuleikur í heimi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ. 6. september 2017 15:10
Guðni bjartsýnn á að Ísland verði í FIFA 18 KSÍ fékk tilboð um að vera í FIFA 17 sem var hafnað við litla hrifingu íslenskra fótboltaáhugamanna. 8. maí 2017 13:30
Geir Þorsteinsson við BBC um stóra FIFA 17-málið: „Finnst að gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports“ Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. 20. september 2016 23:30