800 símtöl berast BUGL vegna barna í vanda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2017 20:00 Í fréttum okkar hefur komið fram að andlegri heilsu ungmenna hafi hrakað mikið. Niðurstöður kannana á vegum embættis landlæknis sýna að árið 2016 mátu 36,2 prósent ungmenna andlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, segir aukna þörf fyrir bráðaþjónustu og hún taki nú yfir 75 prósent starfseminnar. Í síðustu viku var talað við foreldra tíu ára drengs sem var mjög andlega veikur en fékk ekki bráðaþjónustu fyrr en hann reyndi sjálfsvíg. Guðrún segir bráðaþjónustu alltaf veitta brátt en hvert tilvik sé metið. „Það er alltaf metið með símtali - við tókum átta hundruð símtöl í fyrra. Fjörutíu prósent þeirra sem talað var við í síma komu til okkar, samdægurs eða daginn eftir.“ Fimm til sex hundruð sjúklingar eru í meðferð á göngudeild BUGL en allir þurfa að fá tilvísun og er forgangsraðað á biðlista. „Meðalbiðtími á barna- og unglingageðdeild er sex mánuðir á göngudeild. Það þýðir í raun að þau mál sem eru bráð bíða skemur en önnur sem bíða lengur.“Finnst þér sem yfirlæknir ásættanlegt að það sé hálfs árs biðlisti? „Nei, þetta er ekki ásættanlegt. Ef maður lítur til nágrannaþjóðanna, þar má biðlistinn ekki vera meira en þrír mánuðir og við stefnum að því.“ Biðlistar voru komnir niður í þrjá mánuði þar til rakaskemmdir í húsnæði BUGL - sem enn er verið að vinna bót á - fældu starfsfólk úr starfi. „Þetta er allt fólk sem vinnur með fólk. Þannig ef við missum út fólk minnkar geta okkar að taka við sjúklingum.“ Guðrún bendir á mikilvægi þess að börn séu gripin sem fyrst af nærumhverfi og þar sé heilsugæslan í mikilvægu hlutverki. „Við vitum náttúrulega að ekki niðurgreiddir sálfræðingar og það er dýrt fyrir venjulegt fólk að fara til sálfræðings á stofu, þannig að það er margt sem má gera betur.“ Tengdar fréttir Andlegri heilsu íslenskra ungmenna hrakar Íslenskum ungmennum líður almennt verr nú en áður. 4. september 2017 11:10 Móðir drengs sem reyndi sjálfsvíg: „Mikið að þegar tíu ára börn þurfa að reyna sjálfsmorð til að fá hjálp“ Foreldrar tíu ára drengs sem glímir við alvarlegar geðraskanir segjast ráðþrota gagnvart íslensku heilbrigðskerfi. 31. ágúst 2017 11:36 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
Í fréttum okkar hefur komið fram að andlegri heilsu ungmenna hafi hrakað mikið. Niðurstöður kannana á vegum embættis landlæknis sýna að árið 2016 mátu 36,2 prósent ungmenna andlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, segir aukna þörf fyrir bráðaþjónustu og hún taki nú yfir 75 prósent starfseminnar. Í síðustu viku var talað við foreldra tíu ára drengs sem var mjög andlega veikur en fékk ekki bráðaþjónustu fyrr en hann reyndi sjálfsvíg. Guðrún segir bráðaþjónustu alltaf veitta brátt en hvert tilvik sé metið. „Það er alltaf metið með símtali - við tókum átta hundruð símtöl í fyrra. Fjörutíu prósent þeirra sem talað var við í síma komu til okkar, samdægurs eða daginn eftir.“ Fimm til sex hundruð sjúklingar eru í meðferð á göngudeild BUGL en allir þurfa að fá tilvísun og er forgangsraðað á biðlista. „Meðalbiðtími á barna- og unglingageðdeild er sex mánuðir á göngudeild. Það þýðir í raun að þau mál sem eru bráð bíða skemur en önnur sem bíða lengur.“Finnst þér sem yfirlæknir ásættanlegt að það sé hálfs árs biðlisti? „Nei, þetta er ekki ásættanlegt. Ef maður lítur til nágrannaþjóðanna, þar má biðlistinn ekki vera meira en þrír mánuðir og við stefnum að því.“ Biðlistar voru komnir niður í þrjá mánuði þar til rakaskemmdir í húsnæði BUGL - sem enn er verið að vinna bót á - fældu starfsfólk úr starfi. „Þetta er allt fólk sem vinnur með fólk. Þannig ef við missum út fólk minnkar geta okkar að taka við sjúklingum.“ Guðrún bendir á mikilvægi þess að börn séu gripin sem fyrst af nærumhverfi og þar sé heilsugæslan í mikilvægu hlutverki. „Við vitum náttúrulega að ekki niðurgreiddir sálfræðingar og það er dýrt fyrir venjulegt fólk að fara til sálfræðings á stofu, þannig að það er margt sem má gera betur.“
Tengdar fréttir Andlegri heilsu íslenskra ungmenna hrakar Íslenskum ungmennum líður almennt verr nú en áður. 4. september 2017 11:10 Móðir drengs sem reyndi sjálfsvíg: „Mikið að þegar tíu ára börn þurfa að reyna sjálfsmorð til að fá hjálp“ Foreldrar tíu ára drengs sem glímir við alvarlegar geðraskanir segjast ráðþrota gagnvart íslensku heilbrigðskerfi. 31. ágúst 2017 11:36 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
Andlegri heilsu íslenskra ungmenna hrakar Íslenskum ungmennum líður almennt verr nú en áður. 4. september 2017 11:10
Móðir drengs sem reyndi sjálfsvíg: „Mikið að þegar tíu ára börn þurfa að reyna sjálfsmorð til að fá hjálp“ Foreldrar tíu ára drengs sem glímir við alvarlegar geðraskanir segjast ráðþrota gagnvart íslensku heilbrigðskerfi. 31. ágúst 2017 11:36