Forseti borgarstjórnar fordæmir vopnaburð lögreglu Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2017 13:10 Líf segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti VG í Reykjavík, fordæmir vopnaburð sérsveitar ríkislögreglu harðlega í nýrri Facebookfærslu. Og segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá er vopnaburður sérsveitarinnar afar umdeildur en gripið var til þess að hafa vopnaða lögreglumenn á fjöldasamkomum vegna meintrar hryðjuverkaógnar sem tíunduð er í nýju hættumati. Málið er afar umdeilt og skiptast menn í tvö horn. Annars vegar eru þeir sem telja þetta auka öryggi og öryggistilfinningu borgarinnar og svo þeir sem telja þetta þvert á móti ala á ótta. Og sé reyndar fremur til þess fallið að skapa grundvöll fyrir ógn og jafnvel skærum. Líf er í seinni hópnum. „Það er alveg með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní og á tónlistarviðburðinum Secret Solstice (sem borgin veitir leyfi fyrir),“ segir Líf. Hún er líkast til að vísa til fréttar sem var í hádegisfréttum á RÚV þess efnis. „Þó sérlög gildi um lögregluna þá þykir mér eðlilegt að yfirvöld hafi samband við önnur yfirvöld um þessi mál. Ég er þeirrar skoðunar að lögreglan eigi ekki að bera vopn og mér finnst eðlilegt að skoða hvernig borgin geti haft áhrif á það t.d. í gegnum lögreglusamþykkt Reykjavíkur.“ Líf segir seinna á þræði sem myndast hefur undir þessari færslu hennar að það skapi óöryggi að sjá vopnaða lögreglu niðrí bæ, ekki öryggistilfinningu. „Hvaða rugl er það að kalla til vopnaða lögreglu þegar viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað? Óskiljanlegt.“ Tengdar fréttir Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Hanna Katrín segir lögregluna mega þola háð og spott Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögregluna eiga betra skilið. 12. júní 2017 11:45 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti VG í Reykjavík, fordæmir vopnaburð sérsveitar ríkislögreglu harðlega í nýrri Facebookfærslu. Og segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá er vopnaburður sérsveitarinnar afar umdeildur en gripið var til þess að hafa vopnaða lögreglumenn á fjöldasamkomum vegna meintrar hryðjuverkaógnar sem tíunduð er í nýju hættumati. Málið er afar umdeilt og skiptast menn í tvö horn. Annars vegar eru þeir sem telja þetta auka öryggi og öryggistilfinningu borgarinnar og svo þeir sem telja þetta þvert á móti ala á ótta. Og sé reyndar fremur til þess fallið að skapa grundvöll fyrir ógn og jafnvel skærum. Líf er í seinni hópnum. „Það er alveg með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní og á tónlistarviðburðinum Secret Solstice (sem borgin veitir leyfi fyrir),“ segir Líf. Hún er líkast til að vísa til fréttar sem var í hádegisfréttum á RÚV þess efnis. „Þó sérlög gildi um lögregluna þá þykir mér eðlilegt að yfirvöld hafi samband við önnur yfirvöld um þessi mál. Ég er þeirrar skoðunar að lögreglan eigi ekki að bera vopn og mér finnst eðlilegt að skoða hvernig borgin geti haft áhrif á það t.d. í gegnum lögreglusamþykkt Reykjavíkur.“ Líf segir seinna á þræði sem myndast hefur undir þessari færslu hennar að það skapi óöryggi að sjá vopnaða lögreglu niðrí bæ, ekki öryggistilfinningu. „Hvaða rugl er það að kalla til vopnaða lögreglu þegar viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað? Óskiljanlegt.“
Tengdar fréttir Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Hanna Katrín segir lögregluna mega þola háð og spott Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögregluna eiga betra skilið. 12. júní 2017 11:45 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46
Hanna Katrín segir lögregluna mega þola háð og spott Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögregluna eiga betra skilið. 12. júní 2017 11:45