Síðasti söludagur er ekki heilagur sannleikur Guðný Hrönn skrifar 30. ágúst 2017 09:45 Júlía hefur undanfarin ár einbeitt sér að því að minnka matarsóun á heimilinu. VÍSIR/ANTON BRINK Matarsóun er Júlíu Sif Ragnarsdóttur hugleikin og það gleður hana að sjá að fleira fólk er á sömu nótum. Hún lumar á nokkrum góðum ráðum fyrir þá sem vilja minnka matarsóunina á heimilinu. Júlía Sif byrjaði að hugsa um matarsóun og áhrif hennar þegar hún flutti fyrst að heiman fyrir um tveimur árum. „Okkur kærastanum mínum fannst báðum ótrúlega leiðinlegt þegar matur fór í ruslið. En við komumst fljótt upp á lagið með að nýta mat heimilisins vel,“ segir Júlía Sif. Það gleður hana að sífellt fleira fólk er nú farið að spá í matarsóun, sérstaklega á undanförnu ári. „Matarsóun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og margar búðir og veitingastaðir eru til dæmis farin að gera mikið til að minnka það sem fer í ruslið hjá sér, það finnst mér frábært.“ Júlía Sif heldur úti blogginu Veganistur.is ásamt systur sinni, Helgu Maríu, og þær taka eftir að lesendur þeirra hafa mikinn áhuga á að draga út matarsóun á sínu heimili. „Fólk er orðið meðvitað um þetta og þegar við systur höfum skrifað um eitthvað tengt matarsóun eða minni ruslframleiðslu hefur því alltaf verið tekið fagnandi.“ Meðfylgjandi eru nokkur ráð frá Júlíu sem lesendur sem vilja draga úr sóun geta nýtt sér. Hún mælir t.d. með að fólk skipuleggi sig vel fyrir innkaupaferðir og hætti að líta á síðasta söludag sem heilagan sannleik.Hvernig skipuleggur þú þig fyrir innkaupaferðir? „Ég geri matseðil fyrir vikuna á hverjum sunnudegi og fer og versla eftir honum. Ég reyni að kíkja í skápa og skúffur til að sjá hvað er til og elda eftir því. Ég reyni líka að fylgjast vel með grænmetinu og ávöxtunum því það er oftast það sem skemmist hraðast án þess að maður taki eftir því einhvern veginn,“ segir Júlía sem gerir gjarnan súpur úr því grænmeti sem er nálægt því að skemmast. Júlía verður vör við að fólk sé hrætt við að nýta matvæli sem eru komin fram yfir síðasta söludag.„Margt fólk hendir óspart í ruslið því sem er kannski nýrunnið út eða er alveg að renna út. Ég nota þurrmat alveg þótt hann sé útrunninn en ég veit að marga klígjar við þeirri tilhugsun,“ segir hún og hlær. „Ég hef lagt það í vana minn að þefa og smakka mat og gúgla hvort það sé í lagi að nota ákveðnar matvörur þótt þær séu komnar fram yfir síðasta söludag. Allt sem hver og einn gerir til að minnka matarsóun hjá sér skiptir máli, sama hversu lítið það er.“ Fjögur ráð til að draga úr matarsóun1. Nýttu frystinn. Júlía Sif notar frystinn á heimilinu óspart til að lengja líftíma matar sem er alveg að renna út. „Svo er hægt að gera góð kaup á mat úti í búð sem er að nálgast síðasta söludag og frysta.“2. Hafðu góða yfirsýn. Júlía segir mikilvægt að fólk fylgist vel með því sem til er í eldhúsinu, sérstaklega ávöxtum og grænmeti. Banana sem eru orðnir gamlir nýtir hún gjarnan í banana-muffins og grænmeti nýtir hún í súpur.3. Smakkaðu og þefaðu. Síðasti söludagur er ekki heilagur sannleikur að sögn Júlíu. „Margt sem komið er fram yfir síðasta söludag er allt í lagi að nýta,“ segir Júlía og tekur hrísgrjón, linsubaunir og krydd sem dæmi. Galdurinn hér er að þefa og smakka.4. Skipulag. Gott skipulag er lykillinn. Sjálf gerir Júlía matseðil á hverjum sunnudegi og kaupir inn í takt við hann Matur Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Matarsóun er Júlíu Sif Ragnarsdóttur hugleikin og það gleður hana að sjá að fleira fólk er á sömu nótum. Hún lumar á nokkrum góðum ráðum fyrir þá sem vilja minnka matarsóunina á heimilinu. Júlía Sif byrjaði að hugsa um matarsóun og áhrif hennar þegar hún flutti fyrst að heiman fyrir um tveimur árum. „Okkur kærastanum mínum fannst báðum ótrúlega leiðinlegt þegar matur fór í ruslið. En við komumst fljótt upp á lagið með að nýta mat heimilisins vel,“ segir Júlía Sif. Það gleður hana að sífellt fleira fólk er nú farið að spá í matarsóun, sérstaklega á undanförnu ári. „Matarsóun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og margar búðir og veitingastaðir eru til dæmis farin að gera mikið til að minnka það sem fer í ruslið hjá sér, það finnst mér frábært.“ Júlía Sif heldur úti blogginu Veganistur.is ásamt systur sinni, Helgu Maríu, og þær taka eftir að lesendur þeirra hafa mikinn áhuga á að draga út matarsóun á sínu heimili. „Fólk er orðið meðvitað um þetta og þegar við systur höfum skrifað um eitthvað tengt matarsóun eða minni ruslframleiðslu hefur því alltaf verið tekið fagnandi.“ Meðfylgjandi eru nokkur ráð frá Júlíu sem lesendur sem vilja draga úr sóun geta nýtt sér. Hún mælir t.d. með að fólk skipuleggi sig vel fyrir innkaupaferðir og hætti að líta á síðasta söludag sem heilagan sannleik.Hvernig skipuleggur þú þig fyrir innkaupaferðir? „Ég geri matseðil fyrir vikuna á hverjum sunnudegi og fer og versla eftir honum. Ég reyni að kíkja í skápa og skúffur til að sjá hvað er til og elda eftir því. Ég reyni líka að fylgjast vel með grænmetinu og ávöxtunum því það er oftast það sem skemmist hraðast án þess að maður taki eftir því einhvern veginn,“ segir Júlía sem gerir gjarnan súpur úr því grænmeti sem er nálægt því að skemmast. Júlía verður vör við að fólk sé hrætt við að nýta matvæli sem eru komin fram yfir síðasta söludag.„Margt fólk hendir óspart í ruslið því sem er kannski nýrunnið út eða er alveg að renna út. Ég nota þurrmat alveg þótt hann sé útrunninn en ég veit að marga klígjar við þeirri tilhugsun,“ segir hún og hlær. „Ég hef lagt það í vana minn að þefa og smakka mat og gúgla hvort það sé í lagi að nota ákveðnar matvörur þótt þær séu komnar fram yfir síðasta söludag. Allt sem hver og einn gerir til að minnka matarsóun hjá sér skiptir máli, sama hversu lítið það er.“ Fjögur ráð til að draga úr matarsóun1. Nýttu frystinn. Júlía Sif notar frystinn á heimilinu óspart til að lengja líftíma matar sem er alveg að renna út. „Svo er hægt að gera góð kaup á mat úti í búð sem er að nálgast síðasta söludag og frysta.“2. Hafðu góða yfirsýn. Júlía segir mikilvægt að fólk fylgist vel með því sem til er í eldhúsinu, sérstaklega ávöxtum og grænmeti. Banana sem eru orðnir gamlir nýtir hún gjarnan í banana-muffins og grænmeti nýtir hún í súpur.3. Smakkaðu og þefaðu. Síðasti söludagur er ekki heilagur sannleikur að sögn Júlíu. „Margt sem komið er fram yfir síðasta söludag er allt í lagi að nýta,“ segir Júlía og tekur hrísgrjón, linsubaunir og krydd sem dæmi. Galdurinn hér er að þefa og smakka.4. Skipulag. Gott skipulag er lykillinn. Sjálf gerir Júlía matseðil á hverjum sunnudegi og kaupir inn í takt við hann
Matur Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira