Vill leysa upp Framtakssjóð Íslands: „Yfirbygging sjóðsins er með þvílíkum ólíkindum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 11:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gagnrýnir mikinn rekstrarkostnað við bæði Framtakssjóð Íslands og lífeyrissjóðina. Vísir/Stefán Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að leysa hefði upp Framtakssjóðs Íslands árið 2014. Hann gagnrýnir mikinn rekstrarkostnað við Framtakssjóðinn en hann er í eigu fjórtán stærstu lífeyrissjóða landsins og Landsbankans og var stofnaður skömmu eftir hrun til að taka þátt í og móta endurreisn íslensks efnahagslífs. Ragnar ræddi mál Framtakssjóðsins sem og lífeyrissjóðanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann hefur síðastliðin tíu ár öðru hvoru tekið saman rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna. Hann sagði að miðað við tölurnar sem hann hefur tekið saman nú sé rekstrarkostnaður fjórtán stærstu lífeyrissjóðanna sem eiga í Framtakssjóði Íslands 13,7 milljarðar króna á liðnu ári. Þá skoðaði Ragnar jafnframt starfsemi Framtakssjóðsins og segir yfirbyggingu hans með ólíkindum. „Ég fór að skoða starfsemi Framtakssjóðs Íslands. Það sem ég komst að við þessa skoðun er að yfirbygging sjóðsins er með þvílíkum ólíkindum. Þegar þessi mætingabónus, 20 milljón króna eingreiðsla, fer til framkvæmdastjórans þá eru bara tvær eignir eftir í Framtakssjóðnum. Þarna eru framkvæmdastjóri, fjórir starfsmenn og stjórn sem eru að sýsla með hlutabréf í tveimur félögum,“ sagði Ragnar og vísaði í fréttir þess efnis að Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, fékk 20 milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðastliðin fjögur ár.Rekstrarkostnaðurinn 800 milljónir á þremur árum Ragnar segir að þetta hafi verið kveikjan að því að hann fór að skoða starfsemi Framtakssjóðsins. Hann telur eftir að hafa lagst yfir ársreikninga sjóðsins að þá hefði verið hægt að slíta sjóðnum fyrir fjórum árum. „Ég fór að skoða ársreikninga sjóðsins aftur í tímann og komst að því að það hefði verið hægt að slíta þessum sjóði fyrir fjórum árum síðan. Ef við tökum bara 2014, 2015 og 2016 þegar sjóðurinn átti hlutabréf í þremur félögum og var með sjö starfsmenn og heldur á 2015 og 2016 á tveimur eignum og er ennþá starfandi, meira að segja með tvo fjárfestingastjóra og er ekkert að fjárfesta, þá er rekstrarkostnaður sjóðsins á þessum þremur árum um 800 milljónir króna. Það átti að leysa hann upp árið 2014 og skila eignunum til lífeyrissjóðanna,“ sagði Ragnar í Bítinu. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þar vísar hann í grein sem hann birti í morgun á Kvennablaðinu sem fjallar nánar um rekstrarkostnað Framtakssjóðsins og lífeyrissjóðanna. Tengdar fréttir Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Formaður VR telur það sorglega þróun hve margir verslunarmenn vinna á frídegi verslunarmanna. Hann vill reyna að finna lausnir til að verslunarfólk fái frí og segist ætla að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga. 5. ágúst 2017 06:00 Svipmynd Markaðarins: Formaður VR nýbyrjaður á Friends og Twitter Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. 25. mars 2017 10:00 Iðgreiðslur 60 félagsmanna þarf til að greiða laun framkvæmdastjórans Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. 20. júní 2017 13:32 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að leysa hefði upp Framtakssjóðs Íslands árið 2014. Hann gagnrýnir mikinn rekstrarkostnað við Framtakssjóðinn en hann er í eigu fjórtán stærstu lífeyrissjóða landsins og Landsbankans og var stofnaður skömmu eftir hrun til að taka þátt í og móta endurreisn íslensks efnahagslífs. Ragnar ræddi mál Framtakssjóðsins sem og lífeyrissjóðanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann hefur síðastliðin tíu ár öðru hvoru tekið saman rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna. Hann sagði að miðað við tölurnar sem hann hefur tekið saman nú sé rekstrarkostnaður fjórtán stærstu lífeyrissjóðanna sem eiga í Framtakssjóði Íslands 13,7 milljarðar króna á liðnu ári. Þá skoðaði Ragnar jafnframt starfsemi Framtakssjóðsins og segir yfirbyggingu hans með ólíkindum. „Ég fór að skoða starfsemi Framtakssjóðs Íslands. Það sem ég komst að við þessa skoðun er að yfirbygging sjóðsins er með þvílíkum ólíkindum. Þegar þessi mætingabónus, 20 milljón króna eingreiðsla, fer til framkvæmdastjórans þá eru bara tvær eignir eftir í Framtakssjóðnum. Þarna eru framkvæmdastjóri, fjórir starfsmenn og stjórn sem eru að sýsla með hlutabréf í tveimur félögum,“ sagði Ragnar og vísaði í fréttir þess efnis að Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, fékk 20 milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðastliðin fjögur ár.Rekstrarkostnaðurinn 800 milljónir á þremur árum Ragnar segir að þetta hafi verið kveikjan að því að hann fór að skoða starfsemi Framtakssjóðsins. Hann telur eftir að hafa lagst yfir ársreikninga sjóðsins að þá hefði verið hægt að slíta sjóðnum fyrir fjórum árum. „Ég fór að skoða ársreikninga sjóðsins aftur í tímann og komst að því að það hefði verið hægt að slíta þessum sjóði fyrir fjórum árum síðan. Ef við tökum bara 2014, 2015 og 2016 þegar sjóðurinn átti hlutabréf í þremur félögum og var með sjö starfsmenn og heldur á 2015 og 2016 á tveimur eignum og er ennþá starfandi, meira að segja með tvo fjárfestingastjóra og er ekkert að fjárfesta, þá er rekstrarkostnaður sjóðsins á þessum þremur árum um 800 milljónir króna. Það átti að leysa hann upp árið 2014 og skila eignunum til lífeyrissjóðanna,“ sagði Ragnar í Bítinu. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þar vísar hann í grein sem hann birti í morgun á Kvennablaðinu sem fjallar nánar um rekstrarkostnað Framtakssjóðsins og lífeyrissjóðanna.
Tengdar fréttir Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Formaður VR telur það sorglega þróun hve margir verslunarmenn vinna á frídegi verslunarmanna. Hann vill reyna að finna lausnir til að verslunarfólk fái frí og segist ætla að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga. 5. ágúst 2017 06:00 Svipmynd Markaðarins: Formaður VR nýbyrjaður á Friends og Twitter Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. 25. mars 2017 10:00 Iðgreiðslur 60 félagsmanna þarf til að greiða laun framkvæmdastjórans Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. 20. júní 2017 13:32 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Formaður VR telur það sorglega þróun hve margir verslunarmenn vinna á frídegi verslunarmanna. Hann vill reyna að finna lausnir til að verslunarfólk fái frí og segist ætla að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga. 5. ágúst 2017 06:00
Svipmynd Markaðarins: Formaður VR nýbyrjaður á Friends og Twitter Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. 25. mars 2017 10:00
Iðgreiðslur 60 félagsmanna þarf til að greiða laun framkvæmdastjórans Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. 20. júní 2017 13:32