Vill leysa upp Framtakssjóð Íslands: „Yfirbygging sjóðsins er með þvílíkum ólíkindum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 11:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gagnrýnir mikinn rekstrarkostnað við bæði Framtakssjóð Íslands og lífeyrissjóðina. Vísir/Stefán Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að leysa hefði upp Framtakssjóðs Íslands árið 2014. Hann gagnrýnir mikinn rekstrarkostnað við Framtakssjóðinn en hann er í eigu fjórtán stærstu lífeyrissjóða landsins og Landsbankans og var stofnaður skömmu eftir hrun til að taka þátt í og móta endurreisn íslensks efnahagslífs. Ragnar ræddi mál Framtakssjóðsins sem og lífeyrissjóðanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann hefur síðastliðin tíu ár öðru hvoru tekið saman rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna. Hann sagði að miðað við tölurnar sem hann hefur tekið saman nú sé rekstrarkostnaður fjórtán stærstu lífeyrissjóðanna sem eiga í Framtakssjóði Íslands 13,7 milljarðar króna á liðnu ári. Þá skoðaði Ragnar jafnframt starfsemi Framtakssjóðsins og segir yfirbyggingu hans með ólíkindum. „Ég fór að skoða starfsemi Framtakssjóðs Íslands. Það sem ég komst að við þessa skoðun er að yfirbygging sjóðsins er með þvílíkum ólíkindum. Þegar þessi mætingabónus, 20 milljón króna eingreiðsla, fer til framkvæmdastjórans þá eru bara tvær eignir eftir í Framtakssjóðnum. Þarna eru framkvæmdastjóri, fjórir starfsmenn og stjórn sem eru að sýsla með hlutabréf í tveimur félögum,“ sagði Ragnar og vísaði í fréttir þess efnis að Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, fékk 20 milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðastliðin fjögur ár.Rekstrarkostnaðurinn 800 milljónir á þremur árum Ragnar segir að þetta hafi verið kveikjan að því að hann fór að skoða starfsemi Framtakssjóðsins. Hann telur eftir að hafa lagst yfir ársreikninga sjóðsins að þá hefði verið hægt að slíta sjóðnum fyrir fjórum árum. „Ég fór að skoða ársreikninga sjóðsins aftur í tímann og komst að því að það hefði verið hægt að slíta þessum sjóði fyrir fjórum árum síðan. Ef við tökum bara 2014, 2015 og 2016 þegar sjóðurinn átti hlutabréf í þremur félögum og var með sjö starfsmenn og heldur á 2015 og 2016 á tveimur eignum og er ennþá starfandi, meira að segja með tvo fjárfestingastjóra og er ekkert að fjárfesta, þá er rekstrarkostnaður sjóðsins á þessum þremur árum um 800 milljónir króna. Það átti að leysa hann upp árið 2014 og skila eignunum til lífeyrissjóðanna,“ sagði Ragnar í Bítinu. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þar vísar hann í grein sem hann birti í morgun á Kvennablaðinu sem fjallar nánar um rekstrarkostnað Framtakssjóðsins og lífeyrissjóðanna. Tengdar fréttir Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Formaður VR telur það sorglega þróun hve margir verslunarmenn vinna á frídegi verslunarmanna. Hann vill reyna að finna lausnir til að verslunarfólk fái frí og segist ætla að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga. 5. ágúst 2017 06:00 Svipmynd Markaðarins: Formaður VR nýbyrjaður á Friends og Twitter Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. 25. mars 2017 10:00 Iðgreiðslur 60 félagsmanna þarf til að greiða laun framkvæmdastjórans Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. 20. júní 2017 13:32 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að leysa hefði upp Framtakssjóðs Íslands árið 2014. Hann gagnrýnir mikinn rekstrarkostnað við Framtakssjóðinn en hann er í eigu fjórtán stærstu lífeyrissjóða landsins og Landsbankans og var stofnaður skömmu eftir hrun til að taka þátt í og móta endurreisn íslensks efnahagslífs. Ragnar ræddi mál Framtakssjóðsins sem og lífeyrissjóðanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann hefur síðastliðin tíu ár öðru hvoru tekið saman rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna. Hann sagði að miðað við tölurnar sem hann hefur tekið saman nú sé rekstrarkostnaður fjórtán stærstu lífeyrissjóðanna sem eiga í Framtakssjóði Íslands 13,7 milljarðar króna á liðnu ári. Þá skoðaði Ragnar jafnframt starfsemi Framtakssjóðsins og segir yfirbyggingu hans með ólíkindum. „Ég fór að skoða starfsemi Framtakssjóðs Íslands. Það sem ég komst að við þessa skoðun er að yfirbygging sjóðsins er með þvílíkum ólíkindum. Þegar þessi mætingabónus, 20 milljón króna eingreiðsla, fer til framkvæmdastjórans þá eru bara tvær eignir eftir í Framtakssjóðnum. Þarna eru framkvæmdastjóri, fjórir starfsmenn og stjórn sem eru að sýsla með hlutabréf í tveimur félögum,“ sagði Ragnar og vísaði í fréttir þess efnis að Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, fékk 20 milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðastliðin fjögur ár.Rekstrarkostnaðurinn 800 milljónir á þremur árum Ragnar segir að þetta hafi verið kveikjan að því að hann fór að skoða starfsemi Framtakssjóðsins. Hann telur eftir að hafa lagst yfir ársreikninga sjóðsins að þá hefði verið hægt að slíta sjóðnum fyrir fjórum árum. „Ég fór að skoða ársreikninga sjóðsins aftur í tímann og komst að því að það hefði verið hægt að slíta þessum sjóði fyrir fjórum árum síðan. Ef við tökum bara 2014, 2015 og 2016 þegar sjóðurinn átti hlutabréf í þremur félögum og var með sjö starfsmenn og heldur á 2015 og 2016 á tveimur eignum og er ennþá starfandi, meira að segja með tvo fjárfestingastjóra og er ekkert að fjárfesta, þá er rekstrarkostnaður sjóðsins á þessum þremur árum um 800 milljónir króna. Það átti að leysa hann upp árið 2014 og skila eignunum til lífeyrissjóðanna,“ sagði Ragnar í Bítinu. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þar vísar hann í grein sem hann birti í morgun á Kvennablaðinu sem fjallar nánar um rekstrarkostnað Framtakssjóðsins og lífeyrissjóðanna.
Tengdar fréttir Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Formaður VR telur það sorglega þróun hve margir verslunarmenn vinna á frídegi verslunarmanna. Hann vill reyna að finna lausnir til að verslunarfólk fái frí og segist ætla að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga. 5. ágúst 2017 06:00 Svipmynd Markaðarins: Formaður VR nýbyrjaður á Friends og Twitter Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. 25. mars 2017 10:00 Iðgreiðslur 60 félagsmanna þarf til að greiða laun framkvæmdastjórans Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. 20. júní 2017 13:32 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Formaður VR telur það sorglega þróun hve margir verslunarmenn vinna á frídegi verslunarmanna. Hann vill reyna að finna lausnir til að verslunarfólk fái frí og segist ætla að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga. 5. ágúst 2017 06:00
Svipmynd Markaðarins: Formaður VR nýbyrjaður á Friends og Twitter Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. 25. mars 2017 10:00
Iðgreiðslur 60 félagsmanna þarf til að greiða laun framkvæmdastjórans Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. 20. júní 2017 13:32