Engin skólaúrræði fyrir sextán ára einhverfan dreng Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2017 20:15 Engin úrræði eru til fyrir sextán ára gamlan einhverfan dreng sem útskrifaðist úr grunnskóla í vor en honum, og fleirum í svipaðri stöðu, var hafnað um skólavist í framhaldsskóla í vetur þar sem ekki er pláss fyrir hann vegna mikillar aðsóknar. Systir drengsins segir ólíðandi að ófatlaðir nemendur hafi forgang yfir fatlaða í menntakerfinu. Óskar Gíslason er sextán ára. Hann býr á heimili fyrir börn við Þingvað en hann er með dæmigerða einhverfu og alvarlega þroskahömlun. Í vor útskrifaðist hann úr tíunda bekk Klettaskóla.Engin úrræði til staðar Við Fjölbrautaskólinn í Ármúla er starfrækt sérdeild fyrir nemendur með fötlunargreiningu. Óskar fékk svör frá skólanum í lok júní um að ekki væri pláss fyrir hann við nám í skólanum vegna ásóknar og engin úrræði eru til sem geta tekið við. „Eftir því sem ég best veit fær hann hvergi inn í framhaldsskóla þrátt fyrir að starfræktir séu nokkrir skólar á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða upp á námsúrræði sem henta honum. Það sem að okkur hefur verið sagt og mér skilst að sé í vinnslu hjá menntamálaráðuneytinu, er að útbúa á úrræði á vegum Áss styrktarfélags fyrir hann og önnur börn,“ segir Bergljót Gyða. „Það er náttúrulega ekki framhaldsskóli. Þá eru þau ekki nemendur í framhaldsskóla, þau eru ekki innrituð í skóla, þetta er eitthvað sérsniðið úrræði og við erum ekki sátt við það.“ Samkvæmt þeim upplýsingum sem Bergljót Gyða hefur fengið á annar hópur forgang í skólann fram yfir Óskar og aðra í svipaðri stöðu.Klár mismunun „Engu að síður er þetta klár mismunun og brot á lögum þar sem hann á rétt á skólavist í framhaldsskóla alveg eins og allir aðrir á hans aldri.“ Bergljót Gyða segir óvissuna ekki hafa góð áhrif á Óskar því óvíst er hvenær úrræði Menntamálaráðuneytisins kemst í gagnið. „Á meðan er verið að reyna að leysa einn dag í einu og það er að okkar mati algerlega óviðugandi. Hann á rétt á að vera í framhaldsskóla eins og öll önnur börn á hans aldri samkvæmt lögum. Ef við ætlum að fjalla um skóla fyrir alla og skóla án aðgreiningar þá er það augljóslega hið eina rétta í stöðunni. Við myndum aldrei sætta okkur við svona stjórnsýslu eða vinnulag gagnvart ófötluðum nemanda. Það má líkja þessu við það að ef ófatlaður nemandi sækir um og fær svarið: Nei því miður. Þú kemst ekki inn en þú getur farið út á bókasafn og sest þar niður með blað og blýant.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Engin úrræði eru til fyrir sextán ára gamlan einhverfan dreng sem útskrifaðist úr grunnskóla í vor en honum, og fleirum í svipaðri stöðu, var hafnað um skólavist í framhaldsskóla í vetur þar sem ekki er pláss fyrir hann vegna mikillar aðsóknar. Systir drengsins segir ólíðandi að ófatlaðir nemendur hafi forgang yfir fatlaða í menntakerfinu. Óskar Gíslason er sextán ára. Hann býr á heimili fyrir börn við Þingvað en hann er með dæmigerða einhverfu og alvarlega þroskahömlun. Í vor útskrifaðist hann úr tíunda bekk Klettaskóla.Engin úrræði til staðar Við Fjölbrautaskólinn í Ármúla er starfrækt sérdeild fyrir nemendur með fötlunargreiningu. Óskar fékk svör frá skólanum í lok júní um að ekki væri pláss fyrir hann við nám í skólanum vegna ásóknar og engin úrræði eru til sem geta tekið við. „Eftir því sem ég best veit fær hann hvergi inn í framhaldsskóla þrátt fyrir að starfræktir séu nokkrir skólar á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða upp á námsúrræði sem henta honum. Það sem að okkur hefur verið sagt og mér skilst að sé í vinnslu hjá menntamálaráðuneytinu, er að útbúa á úrræði á vegum Áss styrktarfélags fyrir hann og önnur börn,“ segir Bergljót Gyða. „Það er náttúrulega ekki framhaldsskóli. Þá eru þau ekki nemendur í framhaldsskóla, þau eru ekki innrituð í skóla, þetta er eitthvað sérsniðið úrræði og við erum ekki sátt við það.“ Samkvæmt þeim upplýsingum sem Bergljót Gyða hefur fengið á annar hópur forgang í skólann fram yfir Óskar og aðra í svipaðri stöðu.Klár mismunun „Engu að síður er þetta klár mismunun og brot á lögum þar sem hann á rétt á skólavist í framhaldsskóla alveg eins og allir aðrir á hans aldri.“ Bergljót Gyða segir óvissuna ekki hafa góð áhrif á Óskar því óvíst er hvenær úrræði Menntamálaráðuneytisins kemst í gagnið. „Á meðan er verið að reyna að leysa einn dag í einu og það er að okkar mati algerlega óviðugandi. Hann á rétt á að vera í framhaldsskóla eins og öll önnur börn á hans aldri samkvæmt lögum. Ef við ætlum að fjalla um skóla fyrir alla og skóla án aðgreiningar þá er það augljóslega hið eina rétta í stöðunni. Við myndum aldrei sætta okkur við svona stjórnsýslu eða vinnulag gagnvart ófötluðum nemanda. Það má líkja þessu við það að ef ófatlaður nemandi sækir um og fær svarið: Nei því miður. Þú kemst ekki inn en þú getur farið út á bókasafn og sest þar niður með blað og blýant.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira