Ferðaþjónusta við Mývatn í lausu lofti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Sérfræðingar hafa þugnar áhyggjur af lífríki Mývatns og aðgerðir í fráveitumálum á svæðinu hafa lengi verið á dagskrá. Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra mun afturkalla starfsleyfi þeirra fyrirtækja á verndarsvæði Mývatns, sem bjóða aðstöðu fyrir 50 manns eða fleiri, verði fjármagnaðri úrbótaáætlun í fráveitumálum ekki skilað fyrir 15. september. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur ítrekað óskað eftir aðstoð ríkisins við að fjármagna nauðsynlegar aðgerðir vegna alvarlegs fráveituvanda sem hefur mjög neikvæð áhrif á lífríki Mývatns, en verndarsvæðið er á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eiga á hættu að tapa verndargildi sínu. Kostnaður við nauðsynlegar framkvæmdir er talinn hlaupa á hundruðum milljóna króna.Þorsteinn Gunnarsson, Sveitarstjóri Skútustaðahrepps.Heilbrigðisnefndin hafnaði úrbótaáætlun sem sveitarfélagið og stærri ferðaþjónustufyrirtækin á svæðinu unnu að kröfu nefndarinnar, þar sem hún var ekki fjármögnuð. Frestur til að skila fjármagnaðri úrbótaáætlun er gefinn til 15. september. „Þá verður vonandi búið að lenda þessu samtali um hugsanlega aðkomu ríkisvaldsins. Vonandi tekst það,“ segir Alfred Schiöth, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins. „En ef það tekst ekki, og þeim tekst ekki að skila fjármagnaðri áætlun fyrir 15. september, er það hlutverk heilbrigðisnefndar að afturkalla starfsleyfi þessara fyrirtækja í Skútustaðahreppi, þar sem mengunarstigið er yfir því sem nemur 50 persónueiningum,“ segir Alfred og vísar til fyrirtækja sem hafa aðstöðu til að þjónusta 50 manns eða fleiri. Aðspurður segir hann þetta fyrst og fremst vera hótel og gisti- og veitingaþjónustur á svæðinu, bæði í þéttbýliskjörnum Reykjahlíðar, Voga og Skútustaða en einnig fyrirtæki í sveitinni utan þéttbýlis. „Það eru mjög jákvæðar samræður í gangi. Þetta er í ferli,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, spurður um hinn langþráða ríkisstuðning. „Úrbótaáætlun okkar gerir ráð fyrir því að samningaviðræður við ríkið taki alveg fram að áramótum og við erum að vinna eftir því. Ef þeim verður ekki lokið fyrir 15. september munum við líklega sækja um frest.“ Í skriflegu svari umhverfisráðherra við fyrirspurn Óla Halldórssonar, sem birt var á vef Alþingis á föstudag, er engu lofað um hvort eða hve mikils fjárstuðnings sé að vænta. Af svarinu verður ekki séð að ráðherra telji sig lagalega skuldbundinn til að koma sveitarfélaginu eða atvinnurekendum til aðstoðar. „Hins vegar er ljóst að sveitarstjórn stendur frammi fyrir stóru verkefni og ströngum tímafresti sem önnur sveitarfélög búa ekki við. Í því ljósi samþykkti ríkisstjórn að verða við ósk sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um að hefja viðræður um væntanlegar úrbætur í fráveitumálum og fjármögnun þess,“ segir í svari ráðherra. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Sjá meira
Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra mun afturkalla starfsleyfi þeirra fyrirtækja á verndarsvæði Mývatns, sem bjóða aðstöðu fyrir 50 manns eða fleiri, verði fjármagnaðri úrbótaáætlun í fráveitumálum ekki skilað fyrir 15. september. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur ítrekað óskað eftir aðstoð ríkisins við að fjármagna nauðsynlegar aðgerðir vegna alvarlegs fráveituvanda sem hefur mjög neikvæð áhrif á lífríki Mývatns, en verndarsvæðið er á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eiga á hættu að tapa verndargildi sínu. Kostnaður við nauðsynlegar framkvæmdir er talinn hlaupa á hundruðum milljóna króna.Þorsteinn Gunnarsson, Sveitarstjóri Skútustaðahrepps.Heilbrigðisnefndin hafnaði úrbótaáætlun sem sveitarfélagið og stærri ferðaþjónustufyrirtækin á svæðinu unnu að kröfu nefndarinnar, þar sem hún var ekki fjármögnuð. Frestur til að skila fjármagnaðri úrbótaáætlun er gefinn til 15. september. „Þá verður vonandi búið að lenda þessu samtali um hugsanlega aðkomu ríkisvaldsins. Vonandi tekst það,“ segir Alfred Schiöth, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins. „En ef það tekst ekki, og þeim tekst ekki að skila fjármagnaðri áætlun fyrir 15. september, er það hlutverk heilbrigðisnefndar að afturkalla starfsleyfi þessara fyrirtækja í Skútustaðahreppi, þar sem mengunarstigið er yfir því sem nemur 50 persónueiningum,“ segir Alfred og vísar til fyrirtækja sem hafa aðstöðu til að þjónusta 50 manns eða fleiri. Aðspurður segir hann þetta fyrst og fremst vera hótel og gisti- og veitingaþjónustur á svæðinu, bæði í þéttbýliskjörnum Reykjahlíðar, Voga og Skútustaða en einnig fyrirtæki í sveitinni utan þéttbýlis. „Það eru mjög jákvæðar samræður í gangi. Þetta er í ferli,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, spurður um hinn langþráða ríkisstuðning. „Úrbótaáætlun okkar gerir ráð fyrir því að samningaviðræður við ríkið taki alveg fram að áramótum og við erum að vinna eftir því. Ef þeim verður ekki lokið fyrir 15. september munum við líklega sækja um frest.“ Í skriflegu svari umhverfisráðherra við fyrirspurn Óla Halldórssonar, sem birt var á vef Alþingis á föstudag, er engu lofað um hvort eða hve mikils fjárstuðnings sé að vænta. Af svarinu verður ekki séð að ráðherra telji sig lagalega skuldbundinn til að koma sveitarfélaginu eða atvinnurekendum til aðstoðar. „Hins vegar er ljóst að sveitarstjórn stendur frammi fyrir stóru verkefni og ströngum tímafresti sem önnur sveitarfélög búa ekki við. Í því ljósi samþykkti ríkisstjórn að verða við ósk sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um að hefja viðræður um væntanlegar úrbætur í fráveitumálum og fjármögnun þess,“ segir í svari ráðherra.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Sjá meira