Ferðaþjónusta við Mývatn í lausu lofti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Sérfræðingar hafa þugnar áhyggjur af lífríki Mývatns og aðgerðir í fráveitumálum á svæðinu hafa lengi verið á dagskrá. Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra mun afturkalla starfsleyfi þeirra fyrirtækja á verndarsvæði Mývatns, sem bjóða aðstöðu fyrir 50 manns eða fleiri, verði fjármagnaðri úrbótaáætlun í fráveitumálum ekki skilað fyrir 15. september. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur ítrekað óskað eftir aðstoð ríkisins við að fjármagna nauðsynlegar aðgerðir vegna alvarlegs fráveituvanda sem hefur mjög neikvæð áhrif á lífríki Mývatns, en verndarsvæðið er á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eiga á hættu að tapa verndargildi sínu. Kostnaður við nauðsynlegar framkvæmdir er talinn hlaupa á hundruðum milljóna króna.Þorsteinn Gunnarsson, Sveitarstjóri Skútustaðahrepps.Heilbrigðisnefndin hafnaði úrbótaáætlun sem sveitarfélagið og stærri ferðaþjónustufyrirtækin á svæðinu unnu að kröfu nefndarinnar, þar sem hún var ekki fjármögnuð. Frestur til að skila fjármagnaðri úrbótaáætlun er gefinn til 15. september. „Þá verður vonandi búið að lenda þessu samtali um hugsanlega aðkomu ríkisvaldsins. Vonandi tekst það,“ segir Alfred Schiöth, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins. „En ef það tekst ekki, og þeim tekst ekki að skila fjármagnaðri áætlun fyrir 15. september, er það hlutverk heilbrigðisnefndar að afturkalla starfsleyfi þessara fyrirtækja í Skútustaðahreppi, þar sem mengunarstigið er yfir því sem nemur 50 persónueiningum,“ segir Alfred og vísar til fyrirtækja sem hafa aðstöðu til að þjónusta 50 manns eða fleiri. Aðspurður segir hann þetta fyrst og fremst vera hótel og gisti- og veitingaþjónustur á svæðinu, bæði í þéttbýliskjörnum Reykjahlíðar, Voga og Skútustaða en einnig fyrirtæki í sveitinni utan þéttbýlis. „Það eru mjög jákvæðar samræður í gangi. Þetta er í ferli,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, spurður um hinn langþráða ríkisstuðning. „Úrbótaáætlun okkar gerir ráð fyrir því að samningaviðræður við ríkið taki alveg fram að áramótum og við erum að vinna eftir því. Ef þeim verður ekki lokið fyrir 15. september munum við líklega sækja um frest.“ Í skriflegu svari umhverfisráðherra við fyrirspurn Óla Halldórssonar, sem birt var á vef Alþingis á föstudag, er engu lofað um hvort eða hve mikils fjárstuðnings sé að vænta. Af svarinu verður ekki séð að ráðherra telji sig lagalega skuldbundinn til að koma sveitarfélaginu eða atvinnurekendum til aðstoðar. „Hins vegar er ljóst að sveitarstjórn stendur frammi fyrir stóru verkefni og ströngum tímafresti sem önnur sveitarfélög búa ekki við. Í því ljósi samþykkti ríkisstjórn að verða við ósk sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um að hefja viðræður um væntanlegar úrbætur í fráveitumálum og fjármögnun þess,“ segir í svari ráðherra. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra mun afturkalla starfsleyfi þeirra fyrirtækja á verndarsvæði Mývatns, sem bjóða aðstöðu fyrir 50 manns eða fleiri, verði fjármagnaðri úrbótaáætlun í fráveitumálum ekki skilað fyrir 15. september. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur ítrekað óskað eftir aðstoð ríkisins við að fjármagna nauðsynlegar aðgerðir vegna alvarlegs fráveituvanda sem hefur mjög neikvæð áhrif á lífríki Mývatns, en verndarsvæðið er á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eiga á hættu að tapa verndargildi sínu. Kostnaður við nauðsynlegar framkvæmdir er talinn hlaupa á hundruðum milljóna króna.Þorsteinn Gunnarsson, Sveitarstjóri Skútustaðahrepps.Heilbrigðisnefndin hafnaði úrbótaáætlun sem sveitarfélagið og stærri ferðaþjónustufyrirtækin á svæðinu unnu að kröfu nefndarinnar, þar sem hún var ekki fjármögnuð. Frestur til að skila fjármagnaðri úrbótaáætlun er gefinn til 15. september. „Þá verður vonandi búið að lenda þessu samtali um hugsanlega aðkomu ríkisvaldsins. Vonandi tekst það,“ segir Alfred Schiöth, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins. „En ef það tekst ekki, og þeim tekst ekki að skila fjármagnaðri áætlun fyrir 15. september, er það hlutverk heilbrigðisnefndar að afturkalla starfsleyfi þessara fyrirtækja í Skútustaðahreppi, þar sem mengunarstigið er yfir því sem nemur 50 persónueiningum,“ segir Alfred og vísar til fyrirtækja sem hafa aðstöðu til að þjónusta 50 manns eða fleiri. Aðspurður segir hann þetta fyrst og fremst vera hótel og gisti- og veitingaþjónustur á svæðinu, bæði í þéttbýliskjörnum Reykjahlíðar, Voga og Skútustaða en einnig fyrirtæki í sveitinni utan þéttbýlis. „Það eru mjög jákvæðar samræður í gangi. Þetta er í ferli,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, spurður um hinn langþráða ríkisstuðning. „Úrbótaáætlun okkar gerir ráð fyrir því að samningaviðræður við ríkið taki alveg fram að áramótum og við erum að vinna eftir því. Ef þeim verður ekki lokið fyrir 15. september munum við líklega sækja um frest.“ Í skriflegu svari umhverfisráðherra við fyrirspurn Óla Halldórssonar, sem birt var á vef Alþingis á föstudag, er engu lofað um hvort eða hve mikils fjárstuðnings sé að vænta. Af svarinu verður ekki séð að ráðherra telji sig lagalega skuldbundinn til að koma sveitarfélaginu eða atvinnurekendum til aðstoðar. „Hins vegar er ljóst að sveitarstjórn stendur frammi fyrir stóru verkefni og ströngum tímafresti sem önnur sveitarfélög búa ekki við. Í því ljósi samþykkti ríkisstjórn að verða við ósk sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um að hefja viðræður um væntanlegar úrbætur í fráveitumálum og fjármögnun þess,“ segir í svari ráðherra.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira