Viðreisn eini flokkurinn sem fékk tvöfalt hámarksframlag Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Ráðherrar Viðreisnar, Benedikt, Þorgerður og Þorsteinn. vísir/eyþór Viðreisn er fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem látið hefur reyna á ákvæði sem heimilar flokkum að þiggja tvöfalda hámarksfjárhæð í framlög frá einstaklingum og lögaðilum með því að skilgreina þau sem stofnframlög. Ákvæði um að framlög frá einstaklingum og lögaðilum, sem veitt eru í beinum tengslum við stofnun stjórnmálasamtaka, megi að hámarki nema sem svarar tvöföldu hámarksframlagi, eða 800 þúsund krónum, var sett inn í lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda árið 2010. Enginn flokkur sem stofnaður hefur verið síðan þá hefur nýtt sér þessa grein, þar til Viðreisn gerði það í fyrra. Líkt og Fréttablaðið greindi fyrst fjölmiðla frá gáfu fimm einstaklingar og tveir lögaðilar 800 þúsund krónur hver til Viðreisnar á stofnárinu 2016, alls 5,6 milljónir króna eða ríflega 20% af þeim 26,7 milljónum sem flokkurinn fékk frá fyrirtækjum og einstaklingum í fyrra. Umfjöllun Fréttablaðsins um að fjárfestirinn Helgi Magnússon hefði gefið alls 2,4 milljónir persónulega og í gegnum félög sem honum tengjast hefur vakið mikla athygli og spurningar um lögmæti með tilliti til hámarksframlaga tengdra aðila. Sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun sagði í blaðinu í gær að skilgreiningin á tengdum aðilum væri flókin og Sveinn Arason ríkisendurskoðandi lét hafa eftir sér á RÚV að hann teldi tilefni til að skoða hvort lög um fjármál stjórnmálasamtaka væru nógu skýr er þetta varðar. Á vef Ríkisendurskoðunar er að finna útdrætti úr ársreikningum stjórnmálasamtaka sem boðið hafa fram til Alþingis og á sveitarstjórnarstigi. Síðan breytingar voru gerðar á lögunum hafa þó nokkrir flokkar komið fram. Fréttablaðið skoðaði sérstaklega fyrstu reikninga þeirra sjö stjórnmálaflokka sem stofnaðir hafa verið frá 2010 og hafa boðið fram til Alþingis síðan og leiddi það í ljós að enginn þeirra, nema Viðreisn, þáði framlög umfram 400 þúsund krónur. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir styrkina til Viðreisnar vera í samræmi við lög og reglur Framkvæmdastjóri Viðreisnar fullyrðir að flokkurinn hafi fylgt lögum þegar hann þáði styrk frá Helga Magnússyni fjárfesti í aðdraganda síðustu kosninga. 23. ágúst 2017 07:00 Viðreisn fékk milljónir frá Helga Helgi Magnússon og félög honum tengd styrktu flokkinn um 2,4 milljónir á stofnári hans. Fjárfestirinn var stærsti einstaki bakhjarl flokksins. Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar styrkti Viðreisn. 22. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Viðreisn er fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem látið hefur reyna á ákvæði sem heimilar flokkum að þiggja tvöfalda hámarksfjárhæð í framlög frá einstaklingum og lögaðilum með því að skilgreina þau sem stofnframlög. Ákvæði um að framlög frá einstaklingum og lögaðilum, sem veitt eru í beinum tengslum við stofnun stjórnmálasamtaka, megi að hámarki nema sem svarar tvöföldu hámarksframlagi, eða 800 þúsund krónum, var sett inn í lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda árið 2010. Enginn flokkur sem stofnaður hefur verið síðan þá hefur nýtt sér þessa grein, þar til Viðreisn gerði það í fyrra. Líkt og Fréttablaðið greindi fyrst fjölmiðla frá gáfu fimm einstaklingar og tveir lögaðilar 800 þúsund krónur hver til Viðreisnar á stofnárinu 2016, alls 5,6 milljónir króna eða ríflega 20% af þeim 26,7 milljónum sem flokkurinn fékk frá fyrirtækjum og einstaklingum í fyrra. Umfjöllun Fréttablaðsins um að fjárfestirinn Helgi Magnússon hefði gefið alls 2,4 milljónir persónulega og í gegnum félög sem honum tengjast hefur vakið mikla athygli og spurningar um lögmæti með tilliti til hámarksframlaga tengdra aðila. Sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun sagði í blaðinu í gær að skilgreiningin á tengdum aðilum væri flókin og Sveinn Arason ríkisendurskoðandi lét hafa eftir sér á RÚV að hann teldi tilefni til að skoða hvort lög um fjármál stjórnmálasamtaka væru nógu skýr er þetta varðar. Á vef Ríkisendurskoðunar er að finna útdrætti úr ársreikningum stjórnmálasamtaka sem boðið hafa fram til Alþingis og á sveitarstjórnarstigi. Síðan breytingar voru gerðar á lögunum hafa þó nokkrir flokkar komið fram. Fréttablaðið skoðaði sérstaklega fyrstu reikninga þeirra sjö stjórnmálaflokka sem stofnaðir hafa verið frá 2010 og hafa boðið fram til Alþingis síðan og leiddi það í ljós að enginn þeirra, nema Viðreisn, þáði framlög umfram 400 þúsund krónur.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir styrkina til Viðreisnar vera í samræmi við lög og reglur Framkvæmdastjóri Viðreisnar fullyrðir að flokkurinn hafi fylgt lögum þegar hann þáði styrk frá Helga Magnússyni fjárfesti í aðdraganda síðustu kosninga. 23. ágúst 2017 07:00 Viðreisn fékk milljónir frá Helga Helgi Magnússon og félög honum tengd styrktu flokkinn um 2,4 milljónir á stofnári hans. Fjárfestirinn var stærsti einstaki bakhjarl flokksins. Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar styrkti Viðreisn. 22. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Segir styrkina til Viðreisnar vera í samræmi við lög og reglur Framkvæmdastjóri Viðreisnar fullyrðir að flokkurinn hafi fylgt lögum þegar hann þáði styrk frá Helga Magnússyni fjárfesti í aðdraganda síðustu kosninga. 23. ágúst 2017 07:00
Viðreisn fékk milljónir frá Helga Helgi Magnússon og félög honum tengd styrktu flokkinn um 2,4 milljónir á stofnári hans. Fjárfestirinn var stærsti einstaki bakhjarl flokksins. Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar styrkti Viðreisn. 22. ágúst 2017 07:00