Íhugar nú að stofna hönnunarfyrirtæki Guðný Hrönn skrifar 21. ágúst 2017 08:00 Alba Mist er 11 ára og hefur vakið athygli fyrir skartgripahönnun sína. Hin 11 ára Alba Mist hefur verið að hanna skartgripi í heil tvö ár þrátt fyrir ungan aldur og opnaði nýlega Instagram-síðuna þar sem hún selur handverk sitt. „Fyrir tæplega tveimur árum fór ég að hanna ýmislegt sjálf í höndunum. Sauma, hekla, prjóna og teikna. Ég hef alltaf föndrað,“ segir Alba. „Ég hef hannað ýmsa skartgripi fyrir mig og mömmu í gegnum árin en núna fyrir viku síðan ákvað ég að prófa að gera „tassle“-eyrnalokka. Ég sýndi mömmu lokkana og hún varð svo ánægð með þá að hún ákvað að setja upp Instagram-síðu fyrir mig. Á örfáum dögum fór síðan allt af stað og það er búið að vera brjálað að gera,“ útskýrir Alba. Hún er himinlifandi með síðuna sem mamma hennar hjálpaði henni að búa til. „Það er svo mikið að gerast á Instagram, flott „instastory“ og svoleiðis. Ég er ekki með eigið Facebook enn þá svo mér finnst skemmtilegt að hafa Instagram,“ segir Alba sem birtir afar fallegar ljósmyndir á Instagram-síðunni sinni. „Að taka fallegar myndir er líka áhugamálið mitt svo ég nýt mín vel í þessu öllu,“ segir Alba sem mælir með að áhugasamir skoði Instagram-síðuna hennar, byalbamist. „Þar er hægt að panta eyrnalokkana mína.“ Fólk er ótrúlega jákvætt,“ segir Alba sem er þakklát fyrir athyglina sem hún hefur fengið og er hálforðlaus. „Ég bjóst alls ekki við þessum viðbrögðum.“En hvað er skemmtilegast við skartgripahönnun? „Að prófa sig áfram með nýja liti og efni. Ég er alltaf með nýjar hugmyndir og núna á næstunni er svo margt í gangi að ég held næstum því að ég verði að stofna fyrirtæki fljótlega,“ segir hin útsjónarsama Alba.Danskir tískubloggarar í uppáhaldi Alba er fædd í Danmörku og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar. Alba kveðst elska danska tísku og fylgjast vel með dönskum tískubloggum. „Ég fylgist svolítið mikið með danskri tísku og hönnun svo danskir bloggarar eru í miklu uppáhaldi.“ Aðspurð út í hvað sé langt síðan að áhuginn á tísku og hönnun hafi kviknað segir Alba:„Ég hef eiginlega haft áhugann allt mitt líf vegna þess að mamma mín er menntuð sem hönnuður.“ Þegar Alba er spurð út í hvað hún ætli sér að verða þegar hún verður fullorðin á hún svolítið erfitt með að svara. „Það er spurning sem ég spyr sjálfa mig oft að en það er kannski erfitt að svara henni í dag. Mér finnst ég hafa hönnuð í blóðinu en hver veit, kannski verð ég bara dýralæknir,“ segir Alba sem er nýflutt og byrjar í Langholtsskóla eftir nokkra daga. „Ég er bæði mjög spennt og kvíðin á sama tíma.“ Krakkar Tíska og hönnun Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Sjá meira
Hin 11 ára Alba Mist hefur verið að hanna skartgripi í heil tvö ár þrátt fyrir ungan aldur og opnaði nýlega Instagram-síðuna þar sem hún selur handverk sitt. „Fyrir tæplega tveimur árum fór ég að hanna ýmislegt sjálf í höndunum. Sauma, hekla, prjóna og teikna. Ég hef alltaf föndrað,“ segir Alba. „Ég hef hannað ýmsa skartgripi fyrir mig og mömmu í gegnum árin en núna fyrir viku síðan ákvað ég að prófa að gera „tassle“-eyrnalokka. Ég sýndi mömmu lokkana og hún varð svo ánægð með þá að hún ákvað að setja upp Instagram-síðu fyrir mig. Á örfáum dögum fór síðan allt af stað og það er búið að vera brjálað að gera,“ útskýrir Alba. Hún er himinlifandi með síðuna sem mamma hennar hjálpaði henni að búa til. „Það er svo mikið að gerast á Instagram, flott „instastory“ og svoleiðis. Ég er ekki með eigið Facebook enn þá svo mér finnst skemmtilegt að hafa Instagram,“ segir Alba sem birtir afar fallegar ljósmyndir á Instagram-síðunni sinni. „Að taka fallegar myndir er líka áhugamálið mitt svo ég nýt mín vel í þessu öllu,“ segir Alba sem mælir með að áhugasamir skoði Instagram-síðuna hennar, byalbamist. „Þar er hægt að panta eyrnalokkana mína.“ Fólk er ótrúlega jákvætt,“ segir Alba sem er þakklát fyrir athyglina sem hún hefur fengið og er hálforðlaus. „Ég bjóst alls ekki við þessum viðbrögðum.“En hvað er skemmtilegast við skartgripahönnun? „Að prófa sig áfram með nýja liti og efni. Ég er alltaf með nýjar hugmyndir og núna á næstunni er svo margt í gangi að ég held næstum því að ég verði að stofna fyrirtæki fljótlega,“ segir hin útsjónarsama Alba.Danskir tískubloggarar í uppáhaldi Alba er fædd í Danmörku og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar. Alba kveðst elska danska tísku og fylgjast vel með dönskum tískubloggum. „Ég fylgist svolítið mikið með danskri tísku og hönnun svo danskir bloggarar eru í miklu uppáhaldi.“ Aðspurð út í hvað sé langt síðan að áhuginn á tísku og hönnun hafi kviknað segir Alba:„Ég hef eiginlega haft áhugann allt mitt líf vegna þess að mamma mín er menntuð sem hönnuður.“ Þegar Alba er spurð út í hvað hún ætli sér að verða þegar hún verður fullorðin á hún svolítið erfitt með að svara. „Það er spurning sem ég spyr sjálfa mig oft að en það er kannski erfitt að svara henni í dag. Mér finnst ég hafa hönnuð í blóðinu en hver veit, kannski verð ég bara dýralæknir,“ segir Alba sem er nýflutt og byrjar í Langholtsskóla eftir nokkra daga. „Ég er bæði mjög spennt og kvíðin á sama tíma.“
Krakkar Tíska og hönnun Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Sjá meira