„Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Gissur Sigurðsson skrifar 24. ágúst 2017 14:45 Kísilver United Silicon í Helguvík. VÍSIR/VILHELM Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. Andstaða við hana fari vaxandi í bæjarfélaginu og verður efnt til íbúafundar í Stapa í kvöld. Eins og komið hefur fram í fréttum sendi Umhverfisstofnun verksmiðjunni bréf í gærkvöldi þar sem kom fram að ef ekki verði ráðist í frekari úrbætur verði slökkt á henni í upphafi næsta mánuðar. En hvernig ætli Einar Már Atlason, formaður andstæðinga stóriðju í Helguvík, meti stöðuna í ljósi þessa? „Hún er bara handónýt, það er ekkert annað hægt að segja. Hún er ekki að virka og það á bara að loka þessu.“Fer andstaða íbúa vaxandi?„Já, mér finnst það. Mengunin er að færast meira og meira yfir bæinn og þrátt fyrir að hún hafi ekki verið í gangi undanfarna daga eins og þeir segja, þá veit maður ekki lengur hverju maður á að trúa. Þeir hafa, að mér skilst, verið að baka eitthvað í ofninum, eitthvað nýtt rafskaut eða eitthvað, þannig að það er nú ekki búið að vera slökkt á honum. Fólk hefur verið að kvarta yfir fýlu á hverjum degi og við förum og tékkum á þessu, keyrum í kringum verksmiðjuna til að kanna og staðfesta og þetta er klárlega að koma frá þeim,“ segir Einar.Nú vinna margir tugir í verksmiðjunni, hefur þetta ekki neikvæð áhrif á atvinnulífið þarna?„Ég veit ekki alveg hversu margir Íslendingar starfa þarna en ég hef grun um það að meirihlutinn af starfsfólkinu þarna sé erlent vinnuafl frá starfsleigum.“ Á fundinum í kvöld hyggjast íbúar leggja fram formlega beiðni um að verskmiðjunni verði lokað. „Það er búið að gefa þessu tækifæri. Þeir óskuðu eftir því fyrir um fimm mánuðum síðan eftir sex mánaða aðlögunartíma og hann er að verða liðinn. Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur. Það er bara ekki í boði og það verður að stöðva þetta áður en það verður um seinan.“ Borgarafundurinn í Stapanum hefst klukkan sjö í kvöld. Tengdar fréttir Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Viðbragða að vænta vegna United Silicon Frá því að ljósbogaofn United Silicon var gangsettur á síðasta ári hefur Umhverfisstofnun borist meira en fimmtán hundruð kvartanir vegna mengunar frá verksmiðjunni. 23. ágúst 2017 19:45 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. Andstaða við hana fari vaxandi í bæjarfélaginu og verður efnt til íbúafundar í Stapa í kvöld. Eins og komið hefur fram í fréttum sendi Umhverfisstofnun verksmiðjunni bréf í gærkvöldi þar sem kom fram að ef ekki verði ráðist í frekari úrbætur verði slökkt á henni í upphafi næsta mánuðar. En hvernig ætli Einar Már Atlason, formaður andstæðinga stóriðju í Helguvík, meti stöðuna í ljósi þessa? „Hún er bara handónýt, það er ekkert annað hægt að segja. Hún er ekki að virka og það á bara að loka þessu.“Fer andstaða íbúa vaxandi?„Já, mér finnst það. Mengunin er að færast meira og meira yfir bæinn og þrátt fyrir að hún hafi ekki verið í gangi undanfarna daga eins og þeir segja, þá veit maður ekki lengur hverju maður á að trúa. Þeir hafa, að mér skilst, verið að baka eitthvað í ofninum, eitthvað nýtt rafskaut eða eitthvað, þannig að það er nú ekki búið að vera slökkt á honum. Fólk hefur verið að kvarta yfir fýlu á hverjum degi og við förum og tékkum á þessu, keyrum í kringum verksmiðjuna til að kanna og staðfesta og þetta er klárlega að koma frá þeim,“ segir Einar.Nú vinna margir tugir í verksmiðjunni, hefur þetta ekki neikvæð áhrif á atvinnulífið þarna?„Ég veit ekki alveg hversu margir Íslendingar starfa þarna en ég hef grun um það að meirihlutinn af starfsfólkinu þarna sé erlent vinnuafl frá starfsleigum.“ Á fundinum í kvöld hyggjast íbúar leggja fram formlega beiðni um að verskmiðjunni verði lokað. „Það er búið að gefa þessu tækifæri. Þeir óskuðu eftir því fyrir um fimm mánuðum síðan eftir sex mánaða aðlögunartíma og hann er að verða liðinn. Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur. Það er bara ekki í boði og það verður að stöðva þetta áður en það verður um seinan.“ Borgarafundurinn í Stapanum hefst klukkan sjö í kvöld.
Tengdar fréttir Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Viðbragða að vænta vegna United Silicon Frá því að ljósbogaofn United Silicon var gangsettur á síðasta ári hefur Umhverfisstofnun borist meira en fimmtán hundruð kvartanir vegna mengunar frá verksmiðjunni. 23. ágúst 2017 19:45 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00
Viðbragða að vænta vegna United Silicon Frá því að ljósbogaofn United Silicon var gangsettur á síðasta ári hefur Umhverfisstofnun borist meira en fimmtán hundruð kvartanir vegna mengunar frá verksmiðjunni. 23. ágúst 2017 19:45