„Hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 15:31 Guðfinna Jóhanna og Sveinbjörg Birna. Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum. Sveinbjörg Birna tilkynnti í dag um að hún væri hætt í flokknum en hún ætlar að starfa áfram sem óháður borgarfulltrúi. Aðspurð hvers vegna þessi ákvörðun Sveinbjargar hafi ekki komið henni á óvart segir Guðfinna: „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum. Áherslur hennar hafa aðallega verið í innflytjendamálum á meðan áherslur, til dæmis mín, hafa aðallega verið í húsnæðismálum.“Samstarfið oft gengið ágætlega en ekki sammála um allt Guðfinna segir að samstarf hennar og Sveinbjargar hafi gengið ágætlega oft á tíðum en þær hafi mismunandi skoðanir og hafi ekki verið sammála um allt. Þannig hafi Guðfinna ekki verið sammála Sveinbjörgu í innflytjendamálum. „Ég lýsti því strax yfir þegar moskumálið byrjaði í kosningabaráttunni að ég væri ekki sammála henni í því þannig að við höfum ekki verið sammála þegar kemur að innflytjendamálum,“ segir Guðfinna. Það vakti mikla athygli í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna árið 2014 þegar Sveinbjörg Birna, sem leiddi lista Framsóknar og flugvallarvina, lýsti því yfir að hún vildi að lóð sem úthlutað hafði verið til Félags múslima til byggingar mosku yrði afturkölluð.„Sokkinn kostnaður“ við skólagöngu hælisleitenda Það er hið svokallaða moskumál sem Guðfinna vísar í en nú fyrr í sumar kom jafnframt í ljós skoðanaágreiningur þegar Sveinbjörg Birna sagði að Reykjavíkurborg sæti uppi með sokkinn kostnað vegna þess að börn hælisleitenda væru í grunnskólum borgarinnar. Velti hún því upp hvort ekki væri rétt að setja þau í sérstakan skóla á meðan ekki lægi fyrir hvort fjölskyldur barnanna fengju dvalarleyfi. Guðfinna lýsti sig ósammála þessari skoðun Sveinbjargar Birnu og sagði hana ekki í samræmi við stefnu Framsóknar og flugvallarvina. Þá sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um þessi ummæli Sveinbjargar að ekki ætti að tala svona um börn. Sveinbjörg tilkynnti borgarmálahópi Framsóknarflokksins um ákvörðun sína í gærkvöldi en í honum eru um 30 til 40 manns að sögn Guðfinnu. Hún segir að ekki hafi verið um neinn hitafund að ræða; borgarmálahópur Framsóknarflokks sé samstilltur hópur en Sveinbjörg Birna hafi ekki átt samleið með þeim. „Miðað við yfirlýsingu hennar á Facebook í dag, í rauninni af hverju hún segir sig úr flokknum, að þá held ég að það liggi alveg ljóst fyrir að hún var ekki með sömu skoðun og borgarmálahópur Framsóknarflokksins.“ Guðfinna segir komandi vetur í borgarstjórn leggjast ágætlega í sig en hún kveðst ekki vera búin að gera upp við sig hvort hún bjóði sig aftur fram næsta vor. Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum. Sveinbjörg Birna tilkynnti í dag um að hún væri hætt í flokknum en hún ætlar að starfa áfram sem óháður borgarfulltrúi. Aðspurð hvers vegna þessi ákvörðun Sveinbjargar hafi ekki komið henni á óvart segir Guðfinna: „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum. Áherslur hennar hafa aðallega verið í innflytjendamálum á meðan áherslur, til dæmis mín, hafa aðallega verið í húsnæðismálum.“Samstarfið oft gengið ágætlega en ekki sammála um allt Guðfinna segir að samstarf hennar og Sveinbjargar hafi gengið ágætlega oft á tíðum en þær hafi mismunandi skoðanir og hafi ekki verið sammála um allt. Þannig hafi Guðfinna ekki verið sammála Sveinbjörgu í innflytjendamálum. „Ég lýsti því strax yfir þegar moskumálið byrjaði í kosningabaráttunni að ég væri ekki sammála henni í því þannig að við höfum ekki verið sammála þegar kemur að innflytjendamálum,“ segir Guðfinna. Það vakti mikla athygli í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna árið 2014 þegar Sveinbjörg Birna, sem leiddi lista Framsóknar og flugvallarvina, lýsti því yfir að hún vildi að lóð sem úthlutað hafði verið til Félags múslima til byggingar mosku yrði afturkölluð.„Sokkinn kostnaður“ við skólagöngu hælisleitenda Það er hið svokallaða moskumál sem Guðfinna vísar í en nú fyrr í sumar kom jafnframt í ljós skoðanaágreiningur þegar Sveinbjörg Birna sagði að Reykjavíkurborg sæti uppi með sokkinn kostnað vegna þess að börn hælisleitenda væru í grunnskólum borgarinnar. Velti hún því upp hvort ekki væri rétt að setja þau í sérstakan skóla á meðan ekki lægi fyrir hvort fjölskyldur barnanna fengju dvalarleyfi. Guðfinna lýsti sig ósammála þessari skoðun Sveinbjargar Birnu og sagði hana ekki í samræmi við stefnu Framsóknar og flugvallarvina. Þá sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um þessi ummæli Sveinbjargar að ekki ætti að tala svona um börn. Sveinbjörg tilkynnti borgarmálahópi Framsóknarflokksins um ákvörðun sína í gærkvöldi en í honum eru um 30 til 40 manns að sögn Guðfinnu. Hún segir að ekki hafi verið um neinn hitafund að ræða; borgarmálahópur Framsóknarflokks sé samstilltur hópur en Sveinbjörg Birna hafi ekki átt samleið með þeim. „Miðað við yfirlýsingu hennar á Facebook í dag, í rauninni af hverju hún segir sig úr flokknum, að þá held ég að það liggi alveg ljóst fyrir að hún var ekki með sömu skoðun og borgarmálahópur Framsóknarflokksins.“ Guðfinna segir komandi vetur í borgarstjórn leggjast ágætlega í sig en hún kveðst ekki vera búin að gera upp við sig hvort hún bjóði sig aftur fram næsta vor.
Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20