Reykjavíkurdætur þurfa að fjarlægja nýjasta myndbandið af YouTube Stefán Árni Pálsson skrifar 25. ágúst 2017 12:15 Kolfinna er miður sín að þurfa taka myndbandið út. vísir „Við þurfum sem sagt að taka myndbandið niður vegna þess að fyrirtækið sem á rússnesku 60´s einkaþotuna sem við skutum hluta myndbandsins í hafði ekki gefið eiginlegt leyfi til þess að birta myndefni sem tekið var upp þar,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, leikstjóri myndbandsins sem Reykjavíkurdætur gáfu út í gær. Myndbandið er við lagið Reppa Heiminn. „Þetta er leiðinlegur misskilningur milli Reykjavíkurdætra, tökumannsins og eins aðila sem hélt að grænt ljós hefði verið gefið til þess að taka upp í vélinni. Það var sem sagt sá aðili sem var í raun ekki í stöðu til þess að gefa leyfi fyrir upptökunum í einkaþotunni.“ Reykjavíkurdætur þurfa því að taka myndbandið út af YouTube þar til að samkomulag næst milla allra sem eiga í hlut. Kolfinna segir að tvö stórfyrirtæki komi meðal annars að þessum ágreiningi. Hún vill ekki fara nánar út í það hvaða fyrirtæki það eru.Leiðinlegt mál „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt mál og misskilningur frá a-ö. Við myndum aldrei gera neitt í leyfisleysi, enda var ég sannfærð um að það hefði verið gengið frá öllum svona samskiptum,“ segir Kolfinna og bætir við að hún sé miður sín yfir þessu. Hún segir það erfitt í svona stórum tökum að vera með puttana í öllu. „Það er svo margt sem þarf að redda, í svo mörg horn að líta og hátt í tuttugu manns í vinnu, hver með sitt hlutverk. Þegar allt kemur til alls er það leikstjórinn sem ber ábyrgð enda tek ég þetta hundrað prósent á mig.“ Þrátt fyrir mótlæti reynir Kolfinna að vera bjartsýn á framhaldið. „Ég er mjög stolt af þessu myndbandi og fólk er búið að taka fáránlega vel í það, enda komið með um 25.000 áhorf á YouTube á innan við sólarhring. Ég vona bara að við getum fundið lausn á þessu sem allra fyrst, svo fólk geti notið myndbandsins áfram og ég get farið að einbeita mer að næsta handriti,“ segir Kolfinna en hún vonast til þess að myndbandið geti haldist óbreytt með leyfi frá öllum aðilum sem eiga hlut í máli.Þurfa kannski að leita til Skúla Mogensen „Ég myndi líta á það sem nokkurs konar menningarlega stuðningsyfirlýsingu af hálfu þessara fyrirtækja að leyfa myndbandinu að vera óbreyttu. Við erum meira að segja opin fyrir því að semja um það að setja myndbandið í spilun í vélunum þeirra, þá er þetta eitthvað sem allir geta grætt á, líka ferðamennirnir,“ segir leikstjórinn, en hún vill mun frekar fara í samstarf en að standa í ágreiningi. „Nú, ef við komumst ekki að samkomulagi, þá neyðumst við til að taka flugvélasenurnar aftur, þá er bara spurningin hvað Skúli Mogensen sé að gera á næstu dögum,“ endar Kolfinna á að segja og skellir upp úr. Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. 24. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Sjá meira
„Við þurfum sem sagt að taka myndbandið niður vegna þess að fyrirtækið sem á rússnesku 60´s einkaþotuna sem við skutum hluta myndbandsins í hafði ekki gefið eiginlegt leyfi til þess að birta myndefni sem tekið var upp þar,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, leikstjóri myndbandsins sem Reykjavíkurdætur gáfu út í gær. Myndbandið er við lagið Reppa Heiminn. „Þetta er leiðinlegur misskilningur milli Reykjavíkurdætra, tökumannsins og eins aðila sem hélt að grænt ljós hefði verið gefið til þess að taka upp í vélinni. Það var sem sagt sá aðili sem var í raun ekki í stöðu til þess að gefa leyfi fyrir upptökunum í einkaþotunni.“ Reykjavíkurdætur þurfa því að taka myndbandið út af YouTube þar til að samkomulag næst milla allra sem eiga í hlut. Kolfinna segir að tvö stórfyrirtæki komi meðal annars að þessum ágreiningi. Hún vill ekki fara nánar út í það hvaða fyrirtæki það eru.Leiðinlegt mál „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt mál og misskilningur frá a-ö. Við myndum aldrei gera neitt í leyfisleysi, enda var ég sannfærð um að það hefði verið gengið frá öllum svona samskiptum,“ segir Kolfinna og bætir við að hún sé miður sín yfir þessu. Hún segir það erfitt í svona stórum tökum að vera með puttana í öllu. „Það er svo margt sem þarf að redda, í svo mörg horn að líta og hátt í tuttugu manns í vinnu, hver með sitt hlutverk. Þegar allt kemur til alls er það leikstjórinn sem ber ábyrgð enda tek ég þetta hundrað prósent á mig.“ Þrátt fyrir mótlæti reynir Kolfinna að vera bjartsýn á framhaldið. „Ég er mjög stolt af þessu myndbandi og fólk er búið að taka fáránlega vel í það, enda komið með um 25.000 áhorf á YouTube á innan við sólarhring. Ég vona bara að við getum fundið lausn á þessu sem allra fyrst, svo fólk geti notið myndbandsins áfram og ég get farið að einbeita mer að næsta handriti,“ segir Kolfinna en hún vonast til þess að myndbandið geti haldist óbreytt með leyfi frá öllum aðilum sem eiga hlut í máli.Þurfa kannski að leita til Skúla Mogensen „Ég myndi líta á það sem nokkurs konar menningarlega stuðningsyfirlýsingu af hálfu þessara fyrirtækja að leyfa myndbandinu að vera óbreyttu. Við erum meira að segja opin fyrir því að semja um það að setja myndbandið í spilun í vélunum þeirra, þá er þetta eitthvað sem allir geta grætt á, líka ferðamennirnir,“ segir leikstjórinn, en hún vill mun frekar fara í samstarf en að standa í ágreiningi. „Nú, ef við komumst ekki að samkomulagi, þá neyðumst við til að taka flugvélasenurnar aftur, þá er bara spurningin hvað Skúli Mogensen sé að gera á næstu dögum,“ endar Kolfinna á að segja og skellir upp úr.
Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. 24. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Sjá meira
Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. 24. ágúst 2017 15:30
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun