Lífið í tilboðum Stefán Þór Hjartarson skrifar 28. ágúst 2017 12:00 Á Laugveginum er oft hægt að ramba á góð tilboð. Það er gríðarlega dýrt að lifa á Íslandi og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Nánast daglega koma fréttir um að húsnæðisverð hækki, matur er fokdýr og ef fólk vill endilega stunda þann hræðilega ósið drekka áfengi þá þarf nánast að taka bankalán til þess, bara svo örfá dæmi séu tekin. En ef maður leggur dálítið á sig er mögulega hægt að auðvelda róðurinn eilítið þannig að til sparist nokkrir aurar aukalega sem er hægt að eiga upp í til dæmis fokdýra húsaleigu eða eitthvert eilífða rlánið. Lífið fór á stúfana og skoðaði hvernig og hvar er best að spara í mat og drykk.Morgnar Morgnar eru erfiður tími til matarkaupa, kaffi er augun úr og réttir eins og rista brauð með avacado eru ástæðan fyrir því að unga kynslóðin á ekki fyrir húsnæði (það hefur ekkert með nýfrjálshyggjuna að gera). Það eru margir sem vilja meina að morgunmatur sé í raun ekki eins nauðsynlegur og oft er talað um, að „mikilvægasta máltíð dagsins“ sé bara frasi búinn til til að selja morgunkorn. Hér verður ekkert rætt um sannleiksgildi þessara fullyrðinga, en ein góð lausn á morgunmatar-vandamálinu er að stoppa við í næsta bankaútibúi á leiðinni í vinnuna og fæ sér einn frían kaffibolla. Morgunmatur meistarans!Hugtakið happy hour er himnasending fyrir þá sem vilja væta þurrar kverkar.Vísir/StefánHádegi Hádegið er mjög auðvelt viðureignar enda bjóða flestir veitingastaðir upp á einhverskonar hádegistilboð. Þægilegasta leiðin til að ramba á gott tilboð er Nova appið þar sem er boðið upp á 2 fyrir 1 tilboð sem gilda gjarnan í hádeginu. Líka gott fyrir svanga að fá sér tvöfaldan skammt á verði einfalds. Drykkir Drykkja er mikill ósiður. En fyrir þá sem endilega vilja stunda drykkju er hugtakið happy hour himnasending. Flestir barir og veitingastaðir eru með einhverskonar útgáfu af happy hour – það er kannski best að velja sér einn bar, leggja happy hour tímana á minnið og mæta alltaf þá og fara svo snemma heim þegar happy hour er lokið. Appið Appy Hour er góð leið til að finna út hvenær þessar hamingjustundir fara fram. Önnur leið er að skoða hvenær opnanir á listasýningum eiga sér stað og mæta – bæði fær maður að njóta listar en einnig er oftast einhverjar veigar í boði. Tvær flugur í einu höggi.Afþreying Afþreying snýst mest um hugmyndaflug. Á sumrin er hellingur í boði. Sumar líkamsræktarstöðvar eru tengdar sundlaugum og þar er hægt að fá ákveðið tveir fyrir einn tilboð í afþreyingu/líkamsrækt. Garðar geta talist ákveðin afþreying – þar eru oft styttur og annað sem hægt er að skoða. Allskyns útivist er í boði víðsvegar um borgina. Á veturnar er þetta þó aðeins erfiðara. Smára- og Háskólabíó bjóða upp á þriðjudagstilboð. Síðan er það auðvitað bókasöfn – þar er hægt að sitja án þess að borga krónu og lesa bækur, en það er besta afþreying allra tíma.Nammi Hér er langbest að fara á nammibar á laugardegi og troðfylla einn poka og láta hann duga út vikuna, það eru lang bestu kaupinn.Pylsur eru kannski ekki besta næringin en þær eru samt betri en ekkert.Vísir/GVAKvöldverður: Hér kemur dæmi um matseðil fyrir vikuna:Mánudagur Mánudagstilboð Pizzunar.Þriðjudagur Þriðjudagstilboð Hraðlestarinnar.Miðvikudagur Miðvikudagstilboð Eldsmiðjunnar.Fimmtudagur Culican er með valda rétti á tilboði alla daga.Föstudagur Subway – bátur mánaðarins, hefur komið ýmsum í gegnum nám.Laugardagur Pylsutilboðið í 10-11 hefur mögulega bjargað lífum.Sunnudagur Latin sunnudagur á Burro – heilir þrír réttir ásamt drykk. Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Það er gríðarlega dýrt að lifa á Íslandi og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Nánast daglega koma fréttir um að húsnæðisverð hækki, matur er fokdýr og ef fólk vill endilega stunda þann hræðilega ósið drekka áfengi þá þarf nánast að taka bankalán til þess, bara svo örfá dæmi séu tekin. En ef maður leggur dálítið á sig er mögulega hægt að auðvelda róðurinn eilítið þannig að til sparist nokkrir aurar aukalega sem er hægt að eiga upp í til dæmis fokdýra húsaleigu eða eitthvert eilífða rlánið. Lífið fór á stúfana og skoðaði hvernig og hvar er best að spara í mat og drykk.Morgnar Morgnar eru erfiður tími til matarkaupa, kaffi er augun úr og réttir eins og rista brauð með avacado eru ástæðan fyrir því að unga kynslóðin á ekki fyrir húsnæði (það hefur ekkert með nýfrjálshyggjuna að gera). Það eru margir sem vilja meina að morgunmatur sé í raun ekki eins nauðsynlegur og oft er talað um, að „mikilvægasta máltíð dagsins“ sé bara frasi búinn til til að selja morgunkorn. Hér verður ekkert rætt um sannleiksgildi þessara fullyrðinga, en ein góð lausn á morgunmatar-vandamálinu er að stoppa við í næsta bankaútibúi á leiðinni í vinnuna og fæ sér einn frían kaffibolla. Morgunmatur meistarans!Hugtakið happy hour er himnasending fyrir þá sem vilja væta þurrar kverkar.Vísir/StefánHádegi Hádegið er mjög auðvelt viðureignar enda bjóða flestir veitingastaðir upp á einhverskonar hádegistilboð. Þægilegasta leiðin til að ramba á gott tilboð er Nova appið þar sem er boðið upp á 2 fyrir 1 tilboð sem gilda gjarnan í hádeginu. Líka gott fyrir svanga að fá sér tvöfaldan skammt á verði einfalds. Drykkir Drykkja er mikill ósiður. En fyrir þá sem endilega vilja stunda drykkju er hugtakið happy hour himnasending. Flestir barir og veitingastaðir eru með einhverskonar útgáfu af happy hour – það er kannski best að velja sér einn bar, leggja happy hour tímana á minnið og mæta alltaf þá og fara svo snemma heim þegar happy hour er lokið. Appið Appy Hour er góð leið til að finna út hvenær þessar hamingjustundir fara fram. Önnur leið er að skoða hvenær opnanir á listasýningum eiga sér stað og mæta – bæði fær maður að njóta listar en einnig er oftast einhverjar veigar í boði. Tvær flugur í einu höggi.Afþreying Afþreying snýst mest um hugmyndaflug. Á sumrin er hellingur í boði. Sumar líkamsræktarstöðvar eru tengdar sundlaugum og þar er hægt að fá ákveðið tveir fyrir einn tilboð í afþreyingu/líkamsrækt. Garðar geta talist ákveðin afþreying – þar eru oft styttur og annað sem hægt er að skoða. Allskyns útivist er í boði víðsvegar um borgina. Á veturnar er þetta þó aðeins erfiðara. Smára- og Háskólabíó bjóða upp á þriðjudagstilboð. Síðan er það auðvitað bókasöfn – þar er hægt að sitja án þess að borga krónu og lesa bækur, en það er besta afþreying allra tíma.Nammi Hér er langbest að fara á nammibar á laugardegi og troðfylla einn poka og láta hann duga út vikuna, það eru lang bestu kaupinn.Pylsur eru kannski ekki besta næringin en þær eru samt betri en ekkert.Vísir/GVAKvöldverður: Hér kemur dæmi um matseðil fyrir vikuna:Mánudagur Mánudagstilboð Pizzunar.Þriðjudagur Þriðjudagstilboð Hraðlestarinnar.Miðvikudagur Miðvikudagstilboð Eldsmiðjunnar.Fimmtudagur Culican er með valda rétti á tilboði alla daga.Föstudagur Subway – bátur mánaðarins, hefur komið ýmsum í gegnum nám.Laugardagur Pylsutilboðið í 10-11 hefur mögulega bjargað lífum.Sunnudagur Latin sunnudagur á Burro – heilir þrír réttir ásamt drykk.
Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning