Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2017 06:54 Robert Downey fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Kompás Mál Roberts Downey, sem hlaut uppreist æru og lögmannsréttindi sín eftir að hafa brotið kynferðislega gegn fjölda ungra stúlka, hefur fengið „súrrealíska meðferð“ í æðstu stofnunum samfélagsins og undirstrikar það hinn svokallaða „fáránleika valdsins.“ Þegar uppi var staðið hafi enginn borið ábyrgð á þessum gjörningi og er því nauðsynlegt að velta hverjum steini til að komast að því hvernig þrír dómsmálaráðherrar gátu afgreitt málið, þrátt fyrir að Robert hafi aldrei viðurkennt brot sín. Þetta er mat Bergs Þórs Ingólfssonar, föður eins þolanda Roberts, sem reifar þróun málsins í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar fer hann hörðum orðum um æðstu stofnanir samfélagsins og þá sérstaklega einn starfsmann þeirra, Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin tók ferlið við veitingu uppreist æru til umfjöllunar í kjölfar máls Roberts með það að leiðarljósi að rannsaka hvort og þá hvernig breyta ætti lögum. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri.Bergur segir starf nefndarinnar, undir forystu Brynjars, hafa verið súrrealískt. Brynjar hafi „oftar en einu sinni séð sig knúinn til að nefna það opinberlega að verri glæpir hafi verið framdir en það sem Robert Downey gerði þessum stúlkum. Að sama skapi hefur hann marglýst því yfir að hvorki almenningi né þingmönnum komi þetta mál við og lætur í það skína að það tengist á engan hátt umræðunni um uppreist æru,“ segir Bergur. Ofan á það hafi Brynjar gert málið að flokkspólitísku þrætuepli og sagt að brot Roberts skipti ekki máli þegar dómur var tekinn. „Hann hefur ekki komist að þeirri niðurstöðu eftir samtöl við brotaþola, svo mikið er víst,“ segir Bergur.Í lagi að misnota þrjár stofnanir? Hann segir traust á æðstu stofnanir landsins vera í húfi og spyr hvort réttlætanlegt sé að Robert „fái að misnota forsetann, ríkisráð og ríkisstjórn til að ná fram sínu eigin réttlæti?“ Því þurfi að velta við hverjum steini og veita almenningi allar upplýsingar um það hvernig Robert hlaut uppreist æru. Ekki væri heldur óráðlegt að mati Bergs að Alþingi kæmi saman, „strax á morgun“ til að setja lög sem banni barnaníðingum að hljóta lögmannsréttindi sín að nýju - „og lyfta á sama tíma leyndarhjúpnum af þessum skelfilegu málum sem varða alla þjóðina. Ef við vitum ekki hvað fór úrskeiðis, hvernig getum við þá lagað það?“ segir Bergur í greininni sem má nálgast hér. Uppreist æru Tengdar fréttir Enn um uppreist æru Þann 15. maí 2008 var lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson dæmdur til þriggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart fjórum stúlkum. Þótti Hæstarétti brot hans stórfelld og taldi ótvírætt að hann væri ekki verður til að rækja þann starfa að vera héraðslögmaður né njóta þeirra réttinda. 29. ágúst 2017 07:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fleiri fréttir Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Mál Roberts Downey, sem hlaut uppreist æru og lögmannsréttindi sín eftir að hafa brotið kynferðislega gegn fjölda ungra stúlka, hefur fengið „súrrealíska meðferð“ í æðstu stofnunum samfélagsins og undirstrikar það hinn svokallaða „fáránleika valdsins.“ Þegar uppi var staðið hafi enginn borið ábyrgð á þessum gjörningi og er því nauðsynlegt að velta hverjum steini til að komast að því hvernig þrír dómsmálaráðherrar gátu afgreitt málið, þrátt fyrir að Robert hafi aldrei viðurkennt brot sín. Þetta er mat Bergs Þórs Ingólfssonar, föður eins þolanda Roberts, sem reifar þróun málsins í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar fer hann hörðum orðum um æðstu stofnanir samfélagsins og þá sérstaklega einn starfsmann þeirra, Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin tók ferlið við veitingu uppreist æru til umfjöllunar í kjölfar máls Roberts með það að leiðarljósi að rannsaka hvort og þá hvernig breyta ætti lögum. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri.Bergur segir starf nefndarinnar, undir forystu Brynjars, hafa verið súrrealískt. Brynjar hafi „oftar en einu sinni séð sig knúinn til að nefna það opinberlega að verri glæpir hafi verið framdir en það sem Robert Downey gerði þessum stúlkum. Að sama skapi hefur hann marglýst því yfir að hvorki almenningi né þingmönnum komi þetta mál við og lætur í það skína að það tengist á engan hátt umræðunni um uppreist æru,“ segir Bergur. Ofan á það hafi Brynjar gert málið að flokkspólitísku þrætuepli og sagt að brot Roberts skipti ekki máli þegar dómur var tekinn. „Hann hefur ekki komist að þeirri niðurstöðu eftir samtöl við brotaþola, svo mikið er víst,“ segir Bergur.Í lagi að misnota þrjár stofnanir? Hann segir traust á æðstu stofnanir landsins vera í húfi og spyr hvort réttlætanlegt sé að Robert „fái að misnota forsetann, ríkisráð og ríkisstjórn til að ná fram sínu eigin réttlæti?“ Því þurfi að velta við hverjum steini og veita almenningi allar upplýsingar um það hvernig Robert hlaut uppreist æru. Ekki væri heldur óráðlegt að mati Bergs að Alþingi kæmi saman, „strax á morgun“ til að setja lög sem banni barnaníðingum að hljóta lögmannsréttindi sín að nýju - „og lyfta á sama tíma leyndarhjúpnum af þessum skelfilegu málum sem varða alla þjóðina. Ef við vitum ekki hvað fór úrskeiðis, hvernig getum við þá lagað það?“ segir Bergur í greininni sem má nálgast hér.
Uppreist æru Tengdar fréttir Enn um uppreist æru Þann 15. maí 2008 var lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson dæmdur til þriggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart fjórum stúlkum. Þótti Hæstarétti brot hans stórfelld og taldi ótvírætt að hann væri ekki verður til að rækja þann starfa að vera héraðslögmaður né njóta þeirra réttinda. 29. ágúst 2017 07:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fleiri fréttir Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Enn um uppreist æru Þann 15. maí 2008 var lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson dæmdur til þriggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart fjórum stúlkum. Þótti Hæstarétti brot hans stórfelld og taldi ótvírætt að hann væri ekki verður til að rækja þann starfa að vera héraðslögmaður né njóta þeirra réttinda. 29. ágúst 2017 07:00