Enn um uppreist æru Bergur Þór Ingólfsson skrifar 29. ágúst 2017 07:00 Þann 15. maí 2008 var lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson dæmdur til þriggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart fjórum stúlkum. Þótti Hæstarétti brot hans stórfelld og taldi ótvírætt að hann væri ekki verður til að rækja þann starfa að vera héraðslögmaður né njóta þeirra réttinda. Í febrúar árið 2009 hóf hann afplánun í fangelsinu á Akureyri en ári síðar var hann dæmdur fyrir samskonar brot gegn fimmtu stúlkunni, varð sá dómur ekki til refsilengdar. Eftir að hafa setið af sér tvo þriðju hluta dómsins var Róbert látinn laus árið 2011. Brotaþolar Róberts Árna og fjölskyldur þeirra gerðu engar athugasemdir við þessa framvindu þótt þeim þætti dómurinn vægur, refsivistin stutt og endurhæfing ekki sjáanleg. Líkt og flest venjulegt og hrekklaust fólk trúðu þau því að þjónar réttvísinnar hefðu rétt fyrir sér í einu og öllu.Fáránleiki valdsins Þessa trú misstu þau eftir að fréttir birtust um það í fjölmiðlum þann 15. júní 2017 að Hæstiréttur hafi dæmt Róberti Árna Hreiðarssyni lögmannsréttindi sín á ný undir nafninu Robert Downey. Þegar farið var að grennslast fyrir kom í ljós að hann hafði hlotið uppreist æru hjá forseta Íslands í þeim tilgangi að endurheimta þessi réttindi. Nú tók við atburðarás sem engan gat órað fyrir. Fáránleiki valdsins varð flestum ljós. Brotaþolum og fjölskyldum þeirra var tjáð að enginn bæri í raun ábyrgð á því nema lögin og hefðirnar að barnaníðingi sem á löngu tímabili hafði tælt til sín ungar stúlkur í krafti stöðu sinnar væri opinberlega afhent sú yfirburðastaða á ný án þess að hafa viðurkennt brot sín.Ekki fyrir almenning Embættismenn, þrír dómsmálaráðherrar, ríkisstjórn, forseti og ríkisráð afgreiddu málið. Síðar tók svo við hin súrrealíska meðferð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem rannsaka átti allt ferlið í þeim tilgangi að skoða hvort breyta ætti lögum um uppreist æru. Formaður þeirrar nefndar hefur oftar en einu sinni séð sig knúinn til að nefna það opinberlega að verri glæpir hafi verið framdir en það sem Robert Downey gerði þessum stúlkum. Að sama skapi hefur hann marglýst því yfir að hvorki almenningi né þingmönnum komi þetta mál við og lætur í það skína að það tengist á engan hátt umræðunni um uppreist æru.Afbrigði Það er þó deginum ljósara að málið er á komið á dagskrá tveggja þingnefnda vegna þess að brotaþolar, fjölskyldur þeirra, vinir, ýmsir borgarar og fjölmiðlar hafa ekki látið þagga niður í sér með þær kröfur að fá allar upplýsingar um málið. Það eitt ætti að gefa ærna ástæðu til að skoða nákvæmlega þetta mál ofan í kjölinn. Þar að auki er afgreiðsla á óflekkuðu mannorði Robert Downeys afbrigði í slíkum málum því það velktist um í tvö ár í ráðuneytinu á meðan öll önnur mál voru afgreidd á innan við ári. Almenningur á rétt á því að vita hvernig þeir þrír dómsmálaráðherrar sem sátu á stóli á þeim tíma afgreiddu það – auk allra annarra upplýsinga um framkvæmd þess.Týnd sönnunargögn? Síðan Robert Downey hlaut uppreist æru hefur enn ein stúlkan stigið fram og lagt fram kæru fyrir sömu sakir og hann hefur áður verið dæmdur fyrir. Ekki er það til þess að auka traust á því fólki sem með valdið fer og á að gæta réttvísinnar að henni hefur verið tjáð að sönnunargögn úr málunum gætu verið týnd eða skemmd. Eitt þessara sönnunargagna er minnisbók með nöfnum 335 kvenna sem gætu veitt enn meiri upplýsingar um umfang glæpa Roberts. Þessi bók þarf að koma fram í dagsljósið ásamt tölvu- og símagögnum sem gætu fært sönnur á mál hennar.Annar uppreistur níðingur Þann 25. ágúst 2017 birti Stundin í blaði sínu umfjöllun um annan barnaníðing með fyrirsögninni: „Nauðgaði stjúpdóttur nær daglega í 12 ár og fær uppreist æru.“ Sá maður hefur heldur aldrei viðurkennt brot sín þótt þau hafi verið sönnuð. Haft var eftir formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á vef Morgunblaðsins að brotið skipti ekki máli þegar dómur væri út tekinn. Hann hefur ekki komist að þeirri niðurstöðu eftir samtöl við brotaþola, svo mikið er víst.Misnotað vald Öll þau embætti sem æðst ætti að kalla í þjóðfélaginu hafa nú tekið þátt í því að þvo burt fortíð tveggja barnaníðinga á einum og sama deginum, reisa við æru þeirra og veita óflekkað mannorð gagnvart lögum. Nokkrir einstaklinga í þessum hópi hafa lýst því yfir að það sé þvert á sannfæringu þeirra. Þeim þyki jafnvel ógeðfellt að lögin og hefðirnar hafi tekið af þeim brjóstvit og skynsemi. Hvorugur mannanna hefur viðurkennt brot sín. Þeir telja sig saklausa. Er rétt að þeir fái að misnota forsetann, ríkisráð og ríkisstjórn til að ná fram sínu eigin réttlæti? Réttlæti sem er í hróplegri mótsögn við samfélagslega hagsmuni? Réttlæti manna sem iðrunarlaust misnotuðu vald sitt gagnvart börnum og níddust á þeim?Vantraust Það sem hér er í húfi er traust á því sem kallað hefur verið æðstu stofnanir samfélagsins. Hefðir og lög hafa reynst úr takti við samtímann og ekki til þess fallin að þjóna hagsmunum almennings og þá sérstaklega barna. Þess vegna þarf að velta við hverjum steini. Það þarf að veita almenningi allar upplýsingar um það hvernig Robert Downey hlaut uppreist æru til að komast að því hvernig lögin ættu í raun að vera. Á meðan formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar dregur flokkssystkini sín út í það forað að gera málið flokkspólitískt mun almenningur halda áfram að hafa hátt.Strax á morgun Eftir allt sem á undan er gengið er því ekki treystandi að lögunum um uppreist æru verði breytt fyrr en undir þau hefur verið ritað. Ekki er heldur víst hverjum er treystandi til að skrifa undir þau. Þó ætti að kalla saman Alþingi strax á morgun til að setja lög um að hver sá sem dæmdur hefur verið fyrir kynferðisbrot gagnvart ólögráða börnum sé ekki verður til að rækja þann starfa að vera lögmaður eða njóta þeirra réttinda – og lyfta á sama tíma leyndarhjúpnum af þessum skelfilegu málum sem varða alla þjóðina. Ef við vitum ekki hvað fór úrskeiðis, hvernig getum við þá lagað það?Höfundur er leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þann 15. maí 2008 var lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson dæmdur til þriggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart fjórum stúlkum. Þótti Hæstarétti brot hans stórfelld og taldi ótvírætt að hann væri ekki verður til að rækja þann starfa að vera héraðslögmaður né njóta þeirra réttinda. Í febrúar árið 2009 hóf hann afplánun í fangelsinu á Akureyri en ári síðar var hann dæmdur fyrir samskonar brot gegn fimmtu stúlkunni, varð sá dómur ekki til refsilengdar. Eftir að hafa setið af sér tvo þriðju hluta dómsins var Róbert látinn laus árið 2011. Brotaþolar Róberts Árna og fjölskyldur þeirra gerðu engar athugasemdir við þessa framvindu þótt þeim þætti dómurinn vægur, refsivistin stutt og endurhæfing ekki sjáanleg. Líkt og flest venjulegt og hrekklaust fólk trúðu þau því að þjónar réttvísinnar hefðu rétt fyrir sér í einu og öllu.Fáránleiki valdsins Þessa trú misstu þau eftir að fréttir birtust um það í fjölmiðlum þann 15. júní 2017 að Hæstiréttur hafi dæmt Róberti Árna Hreiðarssyni lögmannsréttindi sín á ný undir nafninu Robert Downey. Þegar farið var að grennslast fyrir kom í ljós að hann hafði hlotið uppreist æru hjá forseta Íslands í þeim tilgangi að endurheimta þessi réttindi. Nú tók við atburðarás sem engan gat órað fyrir. Fáránleiki valdsins varð flestum ljós. Brotaþolum og fjölskyldum þeirra var tjáð að enginn bæri í raun ábyrgð á því nema lögin og hefðirnar að barnaníðingi sem á löngu tímabili hafði tælt til sín ungar stúlkur í krafti stöðu sinnar væri opinberlega afhent sú yfirburðastaða á ný án þess að hafa viðurkennt brot sín.Ekki fyrir almenning Embættismenn, þrír dómsmálaráðherrar, ríkisstjórn, forseti og ríkisráð afgreiddu málið. Síðar tók svo við hin súrrealíska meðferð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem rannsaka átti allt ferlið í þeim tilgangi að skoða hvort breyta ætti lögum um uppreist æru. Formaður þeirrar nefndar hefur oftar en einu sinni séð sig knúinn til að nefna það opinberlega að verri glæpir hafi verið framdir en það sem Robert Downey gerði þessum stúlkum. Að sama skapi hefur hann marglýst því yfir að hvorki almenningi né þingmönnum komi þetta mál við og lætur í það skína að það tengist á engan hátt umræðunni um uppreist æru.Afbrigði Það er þó deginum ljósara að málið er á komið á dagskrá tveggja þingnefnda vegna þess að brotaþolar, fjölskyldur þeirra, vinir, ýmsir borgarar og fjölmiðlar hafa ekki látið þagga niður í sér með þær kröfur að fá allar upplýsingar um málið. Það eitt ætti að gefa ærna ástæðu til að skoða nákvæmlega þetta mál ofan í kjölinn. Þar að auki er afgreiðsla á óflekkuðu mannorði Robert Downeys afbrigði í slíkum málum því það velktist um í tvö ár í ráðuneytinu á meðan öll önnur mál voru afgreidd á innan við ári. Almenningur á rétt á því að vita hvernig þeir þrír dómsmálaráðherrar sem sátu á stóli á þeim tíma afgreiddu það – auk allra annarra upplýsinga um framkvæmd þess.Týnd sönnunargögn? Síðan Robert Downey hlaut uppreist æru hefur enn ein stúlkan stigið fram og lagt fram kæru fyrir sömu sakir og hann hefur áður verið dæmdur fyrir. Ekki er það til þess að auka traust á því fólki sem með valdið fer og á að gæta réttvísinnar að henni hefur verið tjáð að sönnunargögn úr málunum gætu verið týnd eða skemmd. Eitt þessara sönnunargagna er minnisbók með nöfnum 335 kvenna sem gætu veitt enn meiri upplýsingar um umfang glæpa Roberts. Þessi bók þarf að koma fram í dagsljósið ásamt tölvu- og símagögnum sem gætu fært sönnur á mál hennar.Annar uppreistur níðingur Þann 25. ágúst 2017 birti Stundin í blaði sínu umfjöllun um annan barnaníðing með fyrirsögninni: „Nauðgaði stjúpdóttur nær daglega í 12 ár og fær uppreist æru.“ Sá maður hefur heldur aldrei viðurkennt brot sín þótt þau hafi verið sönnuð. Haft var eftir formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á vef Morgunblaðsins að brotið skipti ekki máli þegar dómur væri út tekinn. Hann hefur ekki komist að þeirri niðurstöðu eftir samtöl við brotaþola, svo mikið er víst.Misnotað vald Öll þau embætti sem æðst ætti að kalla í þjóðfélaginu hafa nú tekið þátt í því að þvo burt fortíð tveggja barnaníðinga á einum og sama deginum, reisa við æru þeirra og veita óflekkað mannorð gagnvart lögum. Nokkrir einstaklinga í þessum hópi hafa lýst því yfir að það sé þvert á sannfæringu þeirra. Þeim þyki jafnvel ógeðfellt að lögin og hefðirnar hafi tekið af þeim brjóstvit og skynsemi. Hvorugur mannanna hefur viðurkennt brot sín. Þeir telja sig saklausa. Er rétt að þeir fái að misnota forsetann, ríkisráð og ríkisstjórn til að ná fram sínu eigin réttlæti? Réttlæti sem er í hróplegri mótsögn við samfélagslega hagsmuni? Réttlæti manna sem iðrunarlaust misnotuðu vald sitt gagnvart börnum og níddust á þeim?Vantraust Það sem hér er í húfi er traust á því sem kallað hefur verið æðstu stofnanir samfélagsins. Hefðir og lög hafa reynst úr takti við samtímann og ekki til þess fallin að þjóna hagsmunum almennings og þá sérstaklega barna. Þess vegna þarf að velta við hverjum steini. Það þarf að veita almenningi allar upplýsingar um það hvernig Robert Downey hlaut uppreist æru til að komast að því hvernig lögin ættu í raun að vera. Á meðan formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar dregur flokkssystkini sín út í það forað að gera málið flokkspólitískt mun almenningur halda áfram að hafa hátt.Strax á morgun Eftir allt sem á undan er gengið er því ekki treystandi að lögunum um uppreist æru verði breytt fyrr en undir þau hefur verið ritað. Ekki er heldur víst hverjum er treystandi til að skrifa undir þau. Þó ætti að kalla saman Alþingi strax á morgun til að setja lög um að hver sá sem dæmdur hefur verið fyrir kynferðisbrot gagnvart ólögráða börnum sé ekki verður til að rækja þann starfa að vera lögmaður eða njóta þeirra réttinda – og lyfta á sama tíma leyndarhjúpnum af þessum skelfilegu málum sem varða alla þjóðina. Ef við vitum ekki hvað fór úrskeiðis, hvernig getum við þá lagað það?Höfundur er leikstjóri.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun