Byggja nýjan sölu- og þjónustuskála á Þórshöfn Atli Ísleifsson og Gissur Sigurðsson skrifa 14. ágúst 2017 16:15 N1 hefur ákveðið að byggja nýjan sölu- og þjónustuskála á Þórshöfn í stað þess sem brann til grunna í desember. Heimamenn segja að gamli skálinn hafi þjónað hlutverki félagsmiðstöðvar í bænum og fagna þeir því að nýr skáli skuli rísa. Elías Pétursson, sveitarstjóri á Þórshöfn, segir að á fundi sveitarstjórnar fyrir helgi hafi verið lögð fram frumdrög að teikningu af nýjum þjónustuskála. „Þær voru samþykktar þar. Þær höfðu áður verið samþykktar á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar. Nú er verið að hanna húsið og verður, að því er ég best veit, byrjað að byggja í haust.“ Grillskáli N1 brann til kaldra kola í desember síðastliðinn. Var um að ræða einu bensínstöðina í byggðarlaginu og var ekkert eldsneyti til sölu í bænum um nokkra daga skeið. Verið var að vinna við framkvæmdir, meðal annars að skipta um olíutanka, þegar eldurinn kom upp.Gegndi hlutverki félagsmiðstöðvar Elías segir mikla ánægju vera í sveitarfélaginu vegna framkvæmdanna, en fyrri skálinn þjónaði að ákveðnu marki hlutverki félagsmiðstöðvar. „Það er mikil ánægja með þetta og það eru engar ýkjur að þetta var félagsmiðstöð íbúa. Þarna hittust menn, fengu sér kaffi og spjölluðu. Þannig að það var mikið tjón þegar þetta fer og þar af leiðandi er mikil ánægja með að N1 skuli hafa ákveðið að byggja nýtt hús.“Kristinn LárussonEr hann ekki mikilvægur fyrir ferðaþjónustuna þarna?„Að sjálfsögðu. Þarna er öll þjónusta sem að ferðamenn eru að fá, svo sem salernisaðstaða og svo sala á skyndifæði og smávörum. Þetta er mjög mikið atriði fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu.“ Elías segir að nýi skálinn verði í kringum 120 til 130 fermetrar. Tengdar fréttir Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn hefur misst húsið, bátinn og vinnustaðinn í eldsvoða Jón Stefánsson lögregluvarðstjóri á Þórshöfn hefur í þrígang lent í alvarlegum eldsvoða. 15. desember 2016 11:43 Eldsneyti aftur selt á Þórshöfn N1 byrjaði í gær að selja eldsneyti á Þórshöfn en Grillskálinn í bænum brann til kaldra kola aðfaranótt þriðjudags. 16. desember 2016 07:00 Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
N1 hefur ákveðið að byggja nýjan sölu- og þjónustuskála á Þórshöfn í stað þess sem brann til grunna í desember. Heimamenn segja að gamli skálinn hafi þjónað hlutverki félagsmiðstöðvar í bænum og fagna þeir því að nýr skáli skuli rísa. Elías Pétursson, sveitarstjóri á Þórshöfn, segir að á fundi sveitarstjórnar fyrir helgi hafi verið lögð fram frumdrög að teikningu af nýjum þjónustuskála. „Þær voru samþykktar þar. Þær höfðu áður verið samþykktar á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar. Nú er verið að hanna húsið og verður, að því er ég best veit, byrjað að byggja í haust.“ Grillskáli N1 brann til kaldra kola í desember síðastliðinn. Var um að ræða einu bensínstöðina í byggðarlaginu og var ekkert eldsneyti til sölu í bænum um nokkra daga skeið. Verið var að vinna við framkvæmdir, meðal annars að skipta um olíutanka, þegar eldurinn kom upp.Gegndi hlutverki félagsmiðstöðvar Elías segir mikla ánægju vera í sveitarfélaginu vegna framkvæmdanna, en fyrri skálinn þjónaði að ákveðnu marki hlutverki félagsmiðstöðvar. „Það er mikil ánægja með þetta og það eru engar ýkjur að þetta var félagsmiðstöð íbúa. Þarna hittust menn, fengu sér kaffi og spjölluðu. Þannig að það var mikið tjón þegar þetta fer og þar af leiðandi er mikil ánægja með að N1 skuli hafa ákveðið að byggja nýtt hús.“Kristinn LárussonEr hann ekki mikilvægur fyrir ferðaþjónustuna þarna?„Að sjálfsögðu. Þarna er öll þjónusta sem að ferðamenn eru að fá, svo sem salernisaðstaða og svo sala á skyndifæði og smávörum. Þetta er mjög mikið atriði fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu.“ Elías segir að nýi skálinn verði í kringum 120 til 130 fermetrar.
Tengdar fréttir Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn hefur misst húsið, bátinn og vinnustaðinn í eldsvoða Jón Stefánsson lögregluvarðstjóri á Þórshöfn hefur í þrígang lent í alvarlegum eldsvoða. 15. desember 2016 11:43 Eldsneyti aftur selt á Þórshöfn N1 byrjaði í gær að selja eldsneyti á Þórshöfn en Grillskálinn í bænum brann til kaldra kola aðfaranótt þriðjudags. 16. desember 2016 07:00 Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn hefur misst húsið, bátinn og vinnustaðinn í eldsvoða Jón Stefánsson lögregluvarðstjóri á Þórshöfn hefur í þrígang lent í alvarlegum eldsvoða. 15. desember 2016 11:43
Eldsneyti aftur selt á Þórshöfn N1 byrjaði í gær að selja eldsneyti á Þórshöfn en Grillskálinn í bænum brann til kaldra kola aðfaranótt þriðjudags. 16. desember 2016 07:00
Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01
Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent