Formaður bæjarráðs segir Reykjanesbæ lifa af án Sameinaðs Silicons Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Miklir erfiðleikar hafa einkennt rekstur verksmiðju United Silicon vísir/anton brink Sameinað Silicon ehf., sem á og rekur kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík, hefur fengið heimild til greiðslustöðvunar. Ástæðan er erfiðleikar í rekstri verksmiðjunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá United Silicon. Heimildin miðar að því að ná bindandi nauðasamningum við lánardrottna en vegna rekstrarerfiðleika var fyrirsjáanlegt að félagið myndi eiga erfitt með að standa í skilum við skuldareigendur. „Þetta kemur á óvart,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ. Hann gerir ráð fyrir því að bæjarráð fari yfir málið á fundi sínum á fimmtudaginn. Friðjón segir traustan rekstur verksmiðjunnar skipta bæjarfélagið miklu. „Það skiptir hundruðum milljóna fyrir Reykjanesbæ, en ekki á kostnað íbúanna eða samfélagsins. Við lifum það alveg af ef ekki er hægt að gera þetta í takti við lög og reglur.“ Miklir erfiðleikar hafa einkennt rekstur verksmiðjunnar frá því að hún var ræst í nóvember 2016. Íbúar í grennd við verksmiðjuna hafa kvartað undan mengun frá henni og hefur Umhverfisstofnun fylgst náið með stöðunni. Þá hefur tvívegis komið upp eldur í verksmiðjunni. „Núna er bara óskandi að það verði ekki samið við þá og lífeyrissjóðirnir okkar verði ekki samþykkir því að peningarnir okkar fari í þetta,“ segir Einar M. Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík. „Það hefur allt gengið á afturfótunum þarna frá upphafi.“ Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Sameinað Silicon fær heimild til nauðasamninga Ástæðan er erfiðleikar í rekstri kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá United Silicon. 14. ágúst 2017 17:28 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira
Sameinað Silicon ehf., sem á og rekur kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík, hefur fengið heimild til greiðslustöðvunar. Ástæðan er erfiðleikar í rekstri verksmiðjunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá United Silicon. Heimildin miðar að því að ná bindandi nauðasamningum við lánardrottna en vegna rekstrarerfiðleika var fyrirsjáanlegt að félagið myndi eiga erfitt með að standa í skilum við skuldareigendur. „Þetta kemur á óvart,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ. Hann gerir ráð fyrir því að bæjarráð fari yfir málið á fundi sínum á fimmtudaginn. Friðjón segir traustan rekstur verksmiðjunnar skipta bæjarfélagið miklu. „Það skiptir hundruðum milljóna fyrir Reykjanesbæ, en ekki á kostnað íbúanna eða samfélagsins. Við lifum það alveg af ef ekki er hægt að gera þetta í takti við lög og reglur.“ Miklir erfiðleikar hafa einkennt rekstur verksmiðjunnar frá því að hún var ræst í nóvember 2016. Íbúar í grennd við verksmiðjuna hafa kvartað undan mengun frá henni og hefur Umhverfisstofnun fylgst náið með stöðunni. Þá hefur tvívegis komið upp eldur í verksmiðjunni. „Núna er bara óskandi að það verði ekki samið við þá og lífeyrissjóðirnir okkar verði ekki samþykkir því að peningarnir okkar fari í þetta,“ segir Einar M. Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík. „Það hefur allt gengið á afturfótunum þarna frá upphafi.“
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Sameinað Silicon fær heimild til nauðasamninga Ástæðan er erfiðleikar í rekstri kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá United Silicon. 14. ágúst 2017 17:28 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira
Sameinað Silicon fær heimild til nauðasamninga Ástæðan er erfiðleikar í rekstri kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá United Silicon. 14. ágúst 2017 17:28