Tíu veikir af nóróveirusýkingu á Úlfljótsvatni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 11:58 181 erlendur skáti og foringjar voru færðir í einangrun í grunnskólann í Hveragerði aðfaranótt föstudags eftir að á sjötta tug þeirra greindust með fyrrnefnd einkenni nóróveisu Vísir/Eyþór Tíu manns, þar af einn starfsmaður, á Úlfljótsvatni eru nú veikir af nóróveirusýkingu. Þeir níu skátar sem veikir eru dvöldu allir í fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði um síðustu helgi. „Það kemur í ljós í raun og veru í gær að það hafa fimm veikst yfir daginn. Innan hóps sem var í fjöldahjálparstöðinni um helgina. Hópurinn var í ferð yfir daginn og þegar hann kemur aftur inn á svæðið þá fara þau bara beint í sérstaka byggingu þar sem við höfum einangrað þau,“ segir Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni. „Svo vill svo til að það er hjúkrunarfræðingur í starfsliðinu sem hefur fylgst með líðan þeirra. Svo þegar líður á nóttina þá bætast fjórir við úr þessum hópi og einn starfsmaður.“ Öðrum hópum boðið að fara frá Úlfljótsvatni Í morgun, þegar lá fyrir að veiran væri að dreifast innan þessa tiltekna hóps en ekki á milli hópa á staðnum var öðrum hópum boðið að fara af svæðinu og finna sér annan náttstað. „Þessi hópur sem er sýktur núna, við fylgjumst grannt með þeim í dag og því hvort það komi upp ný tilfelli. Ef það gerist ekki þá skilst mér að ekkert sé því til fyrirstöðu að þau fljúgi heim á morgun,“ segir Elín Esther en veikindin standa yfirleitt yfir í 1-2 daga. „Við höfum verið í sambandi við sóttvarnarlækni og leitað til hans þegar eitthvað breytist. Hann ráðleggur okkur með að leggja aukna áherslu á hreinlæti og halda hópnum aðskildum og svo framvegis.“ Vilja lágmarka skaðann Á níunda tug hafa nú sýkst af nóróveirusýkingu á Úlfljótsvatni á fimm dögum. 181 erlendur skáti og foringjar voru færðir í einangrun í grunnskólann í Hveragerði aðfaranótt föstudags eftir að á sjötta tug þeirra greindust með fyrrnefnd einkenni nóróveiru. Bati flestra var þó fljótur og allir höfðu verið útskrifaðir á sunnudag. „Svo þegar hópurinn fer að smitast þá viljum við finna leiðir til að lágmarka skaðann. Við erum enn í þeim fasa að bíða eftir niðurstöðum úr sýnatökum heilbrigðiseftirlitsins en eftir því sem við vitum þá er ekkert sem bendi til þess að þetta eigi upptök sín á staðnum heldur að þetta komi á staðinn og dreifist hér. Þá vonum við með því að senda hópa í burtu, að það sé tækifæri til að binda almennilegan endahnút á þetta.“ Sjáið þið fyrir endann á þessu núna? „Við vonum það.“ Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar og bakland skátahreyfingarinnar skiptu sköpum Það hefur verið mjög gott að finna að það er til kerfi til að taka við svona viðburðum og að það kerfi virkar, segir Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni 13. ágúst 2017 12:38 Skátarnir snúa aftur á Úlfljótsvatn í kvöld Gert er ráð fyrir að fyrsti hópurinn af erlendum skátum snúi aftur á Úlfljótsvatn í kvöld. 12. ágúst 2017 20:58 Hægt að loka fjöldahjálparstöðinni í dag Aðeins fimm af 181 skáta sem veiktist af nórósýkingu í fyrrinótt eru enn með einkenni. Svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi segist gera ráð fyrir að hægt verði að loka fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði í dag. 12. ágúst 2017 09:44 Skátarnir sem veiktust allir útskrifaðir Unnið er að sótthreinsun fjöldahjálparmiðstöðvarinnar í Hveragerði sem hýsti skátana sem sýktust af nóróveiru í vikunni. Búið er að útskrifa síðustu skátana þaðan. 13. ágúst 2017 10:53 Fleiri nórótilfelli greinast hjá skátum á Úlfljótsvatni Fimm ný tilfelli komu upp í dag og hafa viðkomandi skátar verið skildir að frá hinum. 14. ágúst 2017 23:56 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Tíu manns, þar af einn starfsmaður, á Úlfljótsvatni eru nú veikir af nóróveirusýkingu. Þeir níu skátar sem veikir eru dvöldu allir í fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði um síðustu helgi. „Það kemur í ljós í raun og veru í gær að það hafa fimm veikst yfir daginn. Innan hóps sem var í fjöldahjálparstöðinni um helgina. Hópurinn var í ferð yfir daginn og þegar hann kemur aftur inn á svæðið þá fara þau bara beint í sérstaka byggingu þar sem við höfum einangrað þau,“ segir Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni. „Svo vill svo til að það er hjúkrunarfræðingur í starfsliðinu sem hefur fylgst með líðan þeirra. Svo þegar líður á nóttina þá bætast fjórir við úr þessum hópi og einn starfsmaður.“ Öðrum hópum boðið að fara frá Úlfljótsvatni Í morgun, þegar lá fyrir að veiran væri að dreifast innan þessa tiltekna hóps en ekki á milli hópa á staðnum var öðrum hópum boðið að fara af svæðinu og finna sér annan náttstað. „Þessi hópur sem er sýktur núna, við fylgjumst grannt með þeim í dag og því hvort það komi upp ný tilfelli. Ef það gerist ekki þá skilst mér að ekkert sé því til fyrirstöðu að þau fljúgi heim á morgun,“ segir Elín Esther en veikindin standa yfirleitt yfir í 1-2 daga. „Við höfum verið í sambandi við sóttvarnarlækni og leitað til hans þegar eitthvað breytist. Hann ráðleggur okkur með að leggja aukna áherslu á hreinlæti og halda hópnum aðskildum og svo framvegis.“ Vilja lágmarka skaðann Á níunda tug hafa nú sýkst af nóróveirusýkingu á Úlfljótsvatni á fimm dögum. 181 erlendur skáti og foringjar voru færðir í einangrun í grunnskólann í Hveragerði aðfaranótt föstudags eftir að á sjötta tug þeirra greindust með fyrrnefnd einkenni nóróveiru. Bati flestra var þó fljótur og allir höfðu verið útskrifaðir á sunnudag. „Svo þegar hópurinn fer að smitast þá viljum við finna leiðir til að lágmarka skaðann. Við erum enn í þeim fasa að bíða eftir niðurstöðum úr sýnatökum heilbrigðiseftirlitsins en eftir því sem við vitum þá er ekkert sem bendi til þess að þetta eigi upptök sín á staðnum heldur að þetta komi á staðinn og dreifist hér. Þá vonum við með því að senda hópa í burtu, að það sé tækifæri til að binda almennilegan endahnút á þetta.“ Sjáið þið fyrir endann á þessu núna? „Við vonum það.“
Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar og bakland skátahreyfingarinnar skiptu sköpum Það hefur verið mjög gott að finna að það er til kerfi til að taka við svona viðburðum og að það kerfi virkar, segir Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni 13. ágúst 2017 12:38 Skátarnir snúa aftur á Úlfljótsvatn í kvöld Gert er ráð fyrir að fyrsti hópurinn af erlendum skátum snúi aftur á Úlfljótsvatn í kvöld. 12. ágúst 2017 20:58 Hægt að loka fjöldahjálparstöðinni í dag Aðeins fimm af 181 skáta sem veiktist af nórósýkingu í fyrrinótt eru enn með einkenni. Svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi segist gera ráð fyrir að hægt verði að loka fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði í dag. 12. ágúst 2017 09:44 Skátarnir sem veiktust allir útskrifaðir Unnið er að sótthreinsun fjöldahjálparmiðstöðvarinnar í Hveragerði sem hýsti skátana sem sýktust af nóróveiru í vikunni. Búið er að útskrifa síðustu skátana þaðan. 13. ágúst 2017 10:53 Fleiri nórótilfelli greinast hjá skátum á Úlfljótsvatni Fimm ný tilfelli komu upp í dag og hafa viðkomandi skátar verið skildir að frá hinum. 14. ágúst 2017 23:56 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Viðbragðsaðilar og bakland skátahreyfingarinnar skiptu sköpum Það hefur verið mjög gott að finna að það er til kerfi til að taka við svona viðburðum og að það kerfi virkar, segir Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni 13. ágúst 2017 12:38
Skátarnir snúa aftur á Úlfljótsvatn í kvöld Gert er ráð fyrir að fyrsti hópurinn af erlendum skátum snúi aftur á Úlfljótsvatn í kvöld. 12. ágúst 2017 20:58
Hægt að loka fjöldahjálparstöðinni í dag Aðeins fimm af 181 skáta sem veiktist af nórósýkingu í fyrrinótt eru enn með einkenni. Svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi segist gera ráð fyrir að hægt verði að loka fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði í dag. 12. ágúst 2017 09:44
Skátarnir sem veiktust allir útskrifaðir Unnið er að sótthreinsun fjöldahjálparmiðstöðvarinnar í Hveragerði sem hýsti skátana sem sýktust af nóróveiru í vikunni. Búið er að útskrifa síðustu skátana þaðan. 13. ágúst 2017 10:53
Fleiri nórótilfelli greinast hjá skátum á Úlfljótsvatni Fimm ný tilfelli komu upp í dag og hafa viðkomandi skátar verið skildir að frá hinum. 14. ágúst 2017 23:56