Veðurstofan um Menningarnótt: Frábært flugeldaveður en vindur gæti strítt hlaupurum Atli Ísleifsson skrifar 16. ágúst 2017 10:39 Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 34. sinn á laugardaginn. Gestir Menningarnætur og hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni mega eiga von á fínu veðri á laugardag en vindurinn gæti þó sett eitthvert strik í reikninginn þegar hlaupið verður með sjávarsíðunni. Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hann segir spárnar vera að breytast en að það hafi verið nokkuð eindregið að spárnar geri ráð fyrir fínasta veðri á höfuðborgarsvæðinu. „Eins og staðan er núna er útlit fyrir að það verði einhver norðan-, norðaustanátt. Gæti orðið einhver strekkingsvindur sums staðar, alla vega eins og úti á Seltjarnarnesi. Það er oft skjól þegar austar dregur í borginni, en það er minna hlaupið þar. En það er sem sagt helst að norðanáttin gæti truflað hlaupara í maraþoninu. Ég veit að þeir eru ekkert voðalega hrifnir af vindi. Það er útlit fyrir að það verði vel bjart, og líklega sólskin bróðurpart dagsins. Það er í raun bara vindurinn sem gæti eitthvað verið að stríða hlaupurum og gestum Menningarnætur. Hitinn er ágætur, gæti farið upp í tólf, fjórtán, jafnvel fimmtán gráður þegar hlýjast verður yfir daginn, en síðan lægir með kvöldinu. Eins og gerist oft þegar komið er yfir miðjan ágúst þá kólnar þegar sólin gengur til viðar. Almennt lítur þó út fyrir mjög fínt veður, bjart og fallegt,“ segir Óli Þór.Hvað með flugeldaveðrið?„Ég held að það gæti nú varla orðið mikið betra. Einhver hæg norðaustanátt og líklegast léttskýjað áfram.“ Menningarnótt Veður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Gestir Menningarnætur og hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni mega eiga von á fínu veðri á laugardag en vindurinn gæti þó sett eitthvert strik í reikninginn þegar hlaupið verður með sjávarsíðunni. Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hann segir spárnar vera að breytast en að það hafi verið nokkuð eindregið að spárnar geri ráð fyrir fínasta veðri á höfuðborgarsvæðinu. „Eins og staðan er núna er útlit fyrir að það verði einhver norðan-, norðaustanátt. Gæti orðið einhver strekkingsvindur sums staðar, alla vega eins og úti á Seltjarnarnesi. Það er oft skjól þegar austar dregur í borginni, en það er minna hlaupið þar. En það er sem sagt helst að norðanáttin gæti truflað hlaupara í maraþoninu. Ég veit að þeir eru ekkert voðalega hrifnir af vindi. Það er útlit fyrir að það verði vel bjart, og líklega sólskin bróðurpart dagsins. Það er í raun bara vindurinn sem gæti eitthvað verið að stríða hlaupurum og gestum Menningarnætur. Hitinn er ágætur, gæti farið upp í tólf, fjórtán, jafnvel fimmtán gráður þegar hlýjast verður yfir daginn, en síðan lægir með kvöldinu. Eins og gerist oft þegar komið er yfir miðjan ágúst þá kólnar þegar sólin gengur til viðar. Almennt lítur þó út fyrir mjög fínt veður, bjart og fallegt,“ segir Óli Þór.Hvað með flugeldaveðrið?„Ég held að það gæti nú varla orðið mikið betra. Einhver hæg norðaustanátt og líklegast léttskýjað áfram.“
Menningarnótt Veður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira