Ákvað að starfa við áhugamálið Stefán Þór Hjartarson skrifar 16. ágúst 2017 11:00 Birta stakk sér bara beina leið í djúpu laugina og hefur opnað umboðsskrifstofu. Vísir/Ernir „Það er aðallega af því að ég hef mjög mikinn áhuga á markaðssetningu og hef séð úti hvað áhrifavaldar skipta miklu máli í markaðssetningu og eru rosalega stór partur af henni, þannig að ég ákvað að stofna Nora Agency til að bæði uppfylla þörf hérna á Íslandi og að vinna við það sem ég hef mikinn áhuga á. Ég er að afla mér mikilvægra upplýsinga úti sem mig langar til að koma með heim á íslenskan markað,“ segir Birta Líf Þórudóttir aðspurð af hverju hún hafi tekið þá ákvörðun að fleygja sér í djúpu laugina og stofna fyrirtæki. Hún er 21 árs nemi í markaðsfræði við Coventry University og hefur stofnað fyrirtækið Nora Agency en það er umboðsfyrirtæki fyrir íslenska áhrifavalda. „Það er svolítið verið að nota áhrifavaldamarkaðssetningu hér á landi, allavega núna upp á síðkastið og það er mikill markaður fyrir það hérna. Það eru svo margir sem eru með stóran fylgjendahóp sem er þeim mjög tryggur. Það er svo mikið af íslenskum snöppurum og bloggum og fleiru,“ svarar Birta aðspurð hvernig markaðurinn hér á landi líti út í hennar augum. Hér í Fréttablaðinu hefur áður verið sagt frá til að mynda fyrirtækjum eins og Eylendu, Ghostlamp og Takumi.Hverju finnst þér megi brydda upp á hér á íslenskum markaði? „Ég held að það sé hægt að gera svona herferðir skemmtilegri og stærri en það er nú verið að gera. Það er mikið verið að nota Instagram myndir núna – en ég sé fyrir mér að þetta geti verið stærra. Til dæmis geta áhrifavaldar auðveldlega verið andlit fyrirtækja og fleira. Ég sé það mjög mikið úti í Englandi, þar eru stelpur sem eru áhrifavaldar gerðar andlit fatafyrirtækja og fleira. Af því að ég er búsett úti þá langar mig að bjóða íslenskum áhrifavöldum það tækifæri að tengjast erlendum fyrirtækjum.“Hvernig gengur svo hjá þér? „Ég er með heimasíðu uppi núna, þar sem hægt er að hafa samband en hún er í vinnslu. Ég er búin að vera í nokkrum verkefnum en það er allt frekar lágstemmt eins og er. Það eru margar hugmyndir í gangi, en ég stofnaði Nora Agency vegna þess að ég fæ oft góðar hugmyndir um hvað væri hægt að gera svo ég hugsaði bara: af hverju geri ég þetta ekki bara sjálf og býð áhrifavöldunum upp á þetta?“ Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Sjá meira
„Það er aðallega af því að ég hef mjög mikinn áhuga á markaðssetningu og hef séð úti hvað áhrifavaldar skipta miklu máli í markaðssetningu og eru rosalega stór partur af henni, þannig að ég ákvað að stofna Nora Agency til að bæði uppfylla þörf hérna á Íslandi og að vinna við það sem ég hef mikinn áhuga á. Ég er að afla mér mikilvægra upplýsinga úti sem mig langar til að koma með heim á íslenskan markað,“ segir Birta Líf Þórudóttir aðspurð af hverju hún hafi tekið þá ákvörðun að fleygja sér í djúpu laugina og stofna fyrirtæki. Hún er 21 árs nemi í markaðsfræði við Coventry University og hefur stofnað fyrirtækið Nora Agency en það er umboðsfyrirtæki fyrir íslenska áhrifavalda. „Það er svolítið verið að nota áhrifavaldamarkaðssetningu hér á landi, allavega núna upp á síðkastið og það er mikill markaður fyrir það hérna. Það eru svo margir sem eru með stóran fylgjendahóp sem er þeim mjög tryggur. Það er svo mikið af íslenskum snöppurum og bloggum og fleiru,“ svarar Birta aðspurð hvernig markaðurinn hér á landi líti út í hennar augum. Hér í Fréttablaðinu hefur áður verið sagt frá til að mynda fyrirtækjum eins og Eylendu, Ghostlamp og Takumi.Hverju finnst þér megi brydda upp á hér á íslenskum markaði? „Ég held að það sé hægt að gera svona herferðir skemmtilegri og stærri en það er nú verið að gera. Það er mikið verið að nota Instagram myndir núna – en ég sé fyrir mér að þetta geti verið stærra. Til dæmis geta áhrifavaldar auðveldlega verið andlit fyrirtækja og fleira. Ég sé það mjög mikið úti í Englandi, þar eru stelpur sem eru áhrifavaldar gerðar andlit fatafyrirtækja og fleira. Af því að ég er búsett úti þá langar mig að bjóða íslenskum áhrifavöldum það tækifæri að tengjast erlendum fyrirtækjum.“Hvernig gengur svo hjá þér? „Ég er með heimasíðu uppi núna, þar sem hægt er að hafa samband en hún er í vinnslu. Ég er búin að vera í nokkrum verkefnum en það er allt frekar lágstemmt eins og er. Það eru margar hugmyndir í gangi, en ég stofnaði Nora Agency vegna þess að ég fæ oft góðar hugmyndir um hvað væri hægt að gera svo ég hugsaði bara: af hverju geri ég þetta ekki bara sjálf og býð áhrifavöldunum upp á þetta?“
Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Sjá meira