Innlent

Leit að göngukonu hafin af fullum þunga

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Björgunarsveitarfólk var kallað út um klukkan hálffjögur í nótt.
Björgunarsveitarfólk var kallað út um klukkan hálffjögur í nótt.
Fjölmenn leit er hafin að franskri göngukonu á Fimmvörðuhálsi. Hún hafði ætlað að ganga yfir hálsinn en kom ekki samkvæmt áætlun og hófst því eftirgrennslan eftir henni strax í gærkvöldi. Komið hafa fram upplýsingar sem kalla á það að leit hefjist af fullum þunga í dag, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til að sinna eftirgrennslan eftir konunni í gærkvöldi. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig ræst út til aðstoðar með tæki til að miða út farsíma. Þónokkrir símar göngufólks voru miðaðir út en ekki sími konunnar. Því má gera ráð fyrir að annað hvort sé síminn rafmagnslaus eða að slökkt sé á honum.

Þyrlan kom aftur til Reykjavíkur rétt fyrir ellefu í gærkvöldi en þokuslæðingur var á svæðinu. Ákveðið verður innan tíðar hvort hún verður send aftur til leitar.

Uppfært

Franska konan kom í leitirnar í morgun sem og samferðamaður hennar. Nánar hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×