Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna göngumanns á Fimmvörðuhálsi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
TF-LÍF er ein þyrla í eigu Landhelgisgæslunnar.
TF-LÍF er ein þyrla í eigu Landhelgisgæslunnar. Vísir/Ernir
Tugir björgunarsveitarmanna eru nú með eftirgrennslan eftir erlendum ferðamanni sem var á leið yfir Fimmvörðuháls og hefur ekki haldið ferðaáætlun.

Auk björgunarsveita hefur verið kallað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Hann tekur þó fram að ekki sé um formlega leit að ræða enn sem komið er.

„En það er vissulega björgunarsveitarfólk að labba um svæðið, kíkja inn í skála og spjalla við fólk. En það er ekki hafin formleg leit. Það er engin neyð í gangi önnur en sú að maðurinn hefur ekki haldið ferðaáætlun. Það eru samt einhverjir tugir björgunarsveitarmanna komnir í þetta,“ segir Davíð Már í samtali við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×