Fótbolti

Markvörður Englands úr leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karen Bardsley hefur lokið leik á EM.
Karen Bardsley hefur lokið leik á EM. vísir/getty
Markvörðurinn Karen Bardsley er fótbrotin og verður ekki meira með enska kvennalandsliðinu á EM í Hollandi.

Bardsley meiddist í seinni hálfleik í 1-0 sigri Englands á Frakklandi í 8-liða úrslitunum á sunnudaginn. Þetta var fyrsti sigur enska kvennalandsliðsins á því franska í 43 ár.

Nú er komið í ljós að Bardsley er fótbrotin og hún spilar því ekki fleiri leiki á EM.

Það kemur því í hlut Siobhan Chamberlain að verja mark Englands í undanúrslitunum gegn Hollandi á fimmtudaginn. Chamberlain kom inn á fyrir Bardsley í leiknum gegn Frökkum.

Chamberlain er reyndur markvörður en hún hefur leikið 42 landsleiki.

Enska liðið verður einnig án miðjumannsins Jill Scott gegn Hollendingum en hún tekur út leikbann.


Tengdar fréttir

Jodie Taylor skaut Frökkum úr keppni

England er komið í undanúrslit Evrópumóts kvenna í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frökkum í átta liða úrslitum keppninnar, en leikið var í Deventer í Hollandi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×