Bubbi segir norska aurgoða sækja að Þorgerði Katrínu Jakob Bjarnar skrifar 3. ágúst 2017 14:42 Meðal þeirra sem keppa um hylli Þorgerðar Katrínar eru Einar K. Guðfinnsson og Bubbi Morthens í hinu sjóðheita laxeldismáli. Bubbi Morthens, tónlistar- og veiðimaður, segir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra undir gríðarlegri pressu í laxeldismálinu, á báða bóga. Þar sem sótt er að henni úr öllum áttum, bæði af veiðimönnum og svo því sem hann kallar norska aurgoða og fulltrúum þeirra. „Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er undir gríðarlegri pressu í laxeldismálinu það er sótt að henni af fullum þunga af norskum aurgoðum, talsmanni þeirra sem og sveitafélögum og á hinum kantinum eru laxveiðimenn að hamast á henni,“ segir Bubbi og lætur það fylgja sögunni að honum finnist hún standa sig vel í þessu ati og sýni hversu sterkur pólitíkus hún er. „Vönduð vinnubrögð og yfirveguð það væri óskandi að það næðist lending í þessu máli þar sem sótt er af fullum þunga gegn íslenskri náttúru og íslenska laxinum,“ segir Bubbi en enginn ætti að þurfa að velkjast í vafa um hvar hann stendur í þessu hitamáli sem eru fyrirhugð stóraukin laxeldisáform. Miklir hagsmunir eru í húfi.Þorgerður segir málið þverpólitísktVísir leitaði svara hjá Þorgerði Katrínu, sem fer ekki í grafgötur með að mikill hiti sé í málinu, hvort norskir aurgoðar sæki að henni? Þorgerður Katrín segist ekki ætla að tjá sig með beinum hætti um þrýsting sem hún sætir vegna málsins. En segir það vissulega rétt að ýmsir hafi sett sig í samband við sig vegna málsins en hún ætlar síður en svo að kveinka sér undan því. „Það eru fulltrúar ýmissa sjónarmiða, verndunar og svo nýtingar hins vegar. Verkefni okkar stjórnmálamenna er síðan að reyna að móta skynssamar reglur um fiskeldi.“Hitamál Starfshópur um fiskeldismál, sem Gunnar Bragi Sveinsson þá ráðherra, skipaði undir lok síðasta kjörtímabils, er að störfum nú. Þar eiga sæti fulltrúar veiðifélaga, fiskeldis, umhverfs- og svo sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Þá kom Gunnar Bragi því einnig svo fyrir að sviðsstjóri fiskeldismála hjá Hafrannsóknarstofnun yrði staðsettur á Ísafirði, ásamt sérfræðingum. Hafrannsóknarstofnun skilaði nýverið niðurstöðum rannsókna þar sem lagst er gegn eldi í Íslafjarðardjúpi. „Starfshópurinn skilar niðurstöðum um miðjan þennan mánuð og ég mun kynna hana í ríkisstjórn og fyrir atvinnuvega- og umhverfisnefnd þingsins einnig. Ég vil ítreka að ég horfi ekki á þetta mál sem stjórn/stjórnarandstöðumál. Þetta er þverpólitískt og ég hef skynjað mismunandi skoðanir meira og minna í öllum flokkum.“Einar K. og Bubbi togast á um ÞorgerðiMeira vill Þorgerður Katrín ekki um þetta mál segja að svo stöddu. En víst er að sótt er að henni úr öllum áttum af kappi, annars vegar af hálfu veiðimanna hvar Bubbi er fyrirferðarmikill og svo hins vegar af þeim sem vilja stórauka fiskeldið. Þar er meðal annarra framarlega í flokki framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, Einar K. Guðfinnsson, fyrrum samstarfsmaður Þorgerðar Katrínar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, en hann var sjávarútvegsráðherra 2005-2007, jafnframt landbúnaðarráðherra 2007 og svo sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2008-2009. Tengdar fréttir Ekki Hafró að ákveða hvort Vestfirðingar auki laxeldi Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir Vestfirðinga orðna þreytta á röddum um að gera eigi eitthvað annað. 26. júlí 2017 13:15 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Bubbi Morthens, tónlistar- og veiðimaður, segir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra undir gríðarlegri pressu í laxeldismálinu, á báða bóga. Þar sem sótt er að henni úr öllum áttum, bæði af veiðimönnum og svo því sem hann kallar norska aurgoða og fulltrúum þeirra. „Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er undir gríðarlegri pressu í laxeldismálinu það er sótt að henni af fullum þunga af norskum aurgoðum, talsmanni þeirra sem og sveitafélögum og á hinum kantinum eru laxveiðimenn að hamast á henni,“ segir Bubbi og lætur það fylgja sögunni að honum finnist hún standa sig vel í þessu ati og sýni hversu sterkur pólitíkus hún er. „Vönduð vinnubrögð og yfirveguð það væri óskandi að það næðist lending í þessu máli þar sem sótt er af fullum þunga gegn íslenskri náttúru og íslenska laxinum,“ segir Bubbi en enginn ætti að þurfa að velkjast í vafa um hvar hann stendur í þessu hitamáli sem eru fyrirhugð stóraukin laxeldisáform. Miklir hagsmunir eru í húfi.Þorgerður segir málið þverpólitísktVísir leitaði svara hjá Þorgerði Katrínu, sem fer ekki í grafgötur með að mikill hiti sé í málinu, hvort norskir aurgoðar sæki að henni? Þorgerður Katrín segist ekki ætla að tjá sig með beinum hætti um þrýsting sem hún sætir vegna málsins. En segir það vissulega rétt að ýmsir hafi sett sig í samband við sig vegna málsins en hún ætlar síður en svo að kveinka sér undan því. „Það eru fulltrúar ýmissa sjónarmiða, verndunar og svo nýtingar hins vegar. Verkefni okkar stjórnmálamenna er síðan að reyna að móta skynssamar reglur um fiskeldi.“Hitamál Starfshópur um fiskeldismál, sem Gunnar Bragi Sveinsson þá ráðherra, skipaði undir lok síðasta kjörtímabils, er að störfum nú. Þar eiga sæti fulltrúar veiðifélaga, fiskeldis, umhverfs- og svo sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Þá kom Gunnar Bragi því einnig svo fyrir að sviðsstjóri fiskeldismála hjá Hafrannsóknarstofnun yrði staðsettur á Ísafirði, ásamt sérfræðingum. Hafrannsóknarstofnun skilaði nýverið niðurstöðum rannsókna þar sem lagst er gegn eldi í Íslafjarðardjúpi. „Starfshópurinn skilar niðurstöðum um miðjan þennan mánuð og ég mun kynna hana í ríkisstjórn og fyrir atvinnuvega- og umhverfisnefnd þingsins einnig. Ég vil ítreka að ég horfi ekki á þetta mál sem stjórn/stjórnarandstöðumál. Þetta er þverpólitískt og ég hef skynjað mismunandi skoðanir meira og minna í öllum flokkum.“Einar K. og Bubbi togast á um ÞorgerðiMeira vill Þorgerður Katrín ekki um þetta mál segja að svo stöddu. En víst er að sótt er að henni úr öllum áttum af kappi, annars vegar af hálfu veiðimanna hvar Bubbi er fyrirferðarmikill og svo hins vegar af þeim sem vilja stórauka fiskeldið. Þar er meðal annarra framarlega í flokki framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, Einar K. Guðfinnsson, fyrrum samstarfsmaður Þorgerðar Katrínar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, en hann var sjávarútvegsráðherra 2005-2007, jafnframt landbúnaðarráðherra 2007 og svo sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2008-2009.
Tengdar fréttir Ekki Hafró að ákveða hvort Vestfirðingar auki laxeldi Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir Vestfirðinga orðna þreytta á röddum um að gera eigi eitthvað annað. 26. júlí 2017 13:15 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Ekki Hafró að ákveða hvort Vestfirðingar auki laxeldi Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir Vestfirðinga orðna þreytta á röddum um að gera eigi eitthvað annað. 26. júlí 2017 13:15