Miðstöð fiskeldis verður á Ísafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 6. október 2016 12:16 Frá Ísafirði. Vísir/Pjetur Sviðsstjóri fiskeldismála hjá Hafrannsóknastofnun verður staðsettur á Ísafirði, ásamt sérfræðingum, samkvæmt ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Með þessari ákvörðun ráðherrans má segja að mörkuð sé sú stefna að Ísafjörður verði miðstöð fiskeldismála. Ráðuneytið segir að það sé í takti við tillögur nefndar um átak í byggðamálum á Vestfjörðum, sem lögð var fram í ríkisstjórn í lok síðasta mánaðar. Gunnar Bragi Sveinsson hefur jafnframt ákveðið að hafin skuli vinna við heildar stefnumótun fyrir fiskeldi á Íslandi og að rannsóknir, vöktun og eftirlit skuli aukið. Matvælastofnun hefur nýlega ráðið eftirlitsmann á Austfjörðum og á næstu dögum verður auglýst eftir eftirlitsmanni á Vestfjörðum. Auk þess munu tveir sérfræðingar á vegum Hafrannsóknastofnunar verða ráðnir til starfa á Ísafirði til að rannsaka lífríki hvers fjarðar og meta burðarþol þeirra gagnvart fiskeldi. Sviðsstjóri fiskeldismála hjá Hafrannsóknastofnun verður staðsettur á Ísafirði frá árinu 2018, að því er fram kemur í frétt frá ráðuneytinu.Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Vísir/Stefán„Fiskeldi er vitanlega mjög spennandi atvinnugrein, um 40% af fiski sem neytt er í heiminum í dag er eldisfiskur og við höfum séð mikinn vöxt bæði í Færeyjum og Noregi,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson á vef ráðuneytisins. „Það eru vissulega mikil sóknarfæri í eldi hér á landi – en við megum ekki fara framúr okkur og verðum að gera hlutina bæði vel og rétt. Við höfum tekið upp ströngustu norsku staðla og erum að stórauka bæði rannsóknir og eftirlit. Jafnframt erum við að setja af stað vinnu við heildar stefnumótun í greininni og vona ég að hún muni liggja fyrir næsta vor,“ segir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ráðuneytið segir fiskeldi ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Á seinustu árum hafi fiskeldi stóraukist, bæði í sjó og landi hérlendis, og nefnir tegundirnar lax, regnbogasilung, bleikju og senegal flúru. Mikilvægt sé að skilyrði og umgjörð um greinina séu eins og best verður á kosið og í sem mestri sátt bæði við samfélag og umhverfi. Tengdar fréttir Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45 Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00 Þeir eru að passa peningana sína en ekki í náttúruvernd Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir að það sé ekki náttúruvernd heldur fjárhagslegir hagsmunir sem drífi fulltrúa laxveiða áfram í áróðursstríði gegn laxeldi. 5. október 2016 20:15 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Segir öllum leiðum verða beitt til að stöðva laxeldið Orri Vigfússon segir hundrað milljarða króna veiðihlunnindi í hættu vegna laxeldis í sjókvíum. 4. október 2016 19:30 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Sviðsstjóri fiskeldismála hjá Hafrannsóknastofnun verður staðsettur á Ísafirði, ásamt sérfræðingum, samkvæmt ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Með þessari ákvörðun ráðherrans má segja að mörkuð sé sú stefna að Ísafjörður verði miðstöð fiskeldismála. Ráðuneytið segir að það sé í takti við tillögur nefndar um átak í byggðamálum á Vestfjörðum, sem lögð var fram í ríkisstjórn í lok síðasta mánaðar. Gunnar Bragi Sveinsson hefur jafnframt ákveðið að hafin skuli vinna við heildar stefnumótun fyrir fiskeldi á Íslandi og að rannsóknir, vöktun og eftirlit skuli aukið. Matvælastofnun hefur nýlega ráðið eftirlitsmann á Austfjörðum og á næstu dögum verður auglýst eftir eftirlitsmanni á Vestfjörðum. Auk þess munu tveir sérfræðingar á vegum Hafrannsóknastofnunar verða ráðnir til starfa á Ísafirði til að rannsaka lífríki hvers fjarðar og meta burðarþol þeirra gagnvart fiskeldi. Sviðsstjóri fiskeldismála hjá Hafrannsóknastofnun verður staðsettur á Ísafirði frá árinu 2018, að því er fram kemur í frétt frá ráðuneytinu.Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Vísir/Stefán„Fiskeldi er vitanlega mjög spennandi atvinnugrein, um 40% af fiski sem neytt er í heiminum í dag er eldisfiskur og við höfum séð mikinn vöxt bæði í Færeyjum og Noregi,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson á vef ráðuneytisins. „Það eru vissulega mikil sóknarfæri í eldi hér á landi – en við megum ekki fara framúr okkur og verðum að gera hlutina bæði vel og rétt. Við höfum tekið upp ströngustu norsku staðla og erum að stórauka bæði rannsóknir og eftirlit. Jafnframt erum við að setja af stað vinnu við heildar stefnumótun í greininni og vona ég að hún muni liggja fyrir næsta vor,“ segir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ráðuneytið segir fiskeldi ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Á seinustu árum hafi fiskeldi stóraukist, bæði í sjó og landi hérlendis, og nefnir tegundirnar lax, regnbogasilung, bleikju og senegal flúru. Mikilvægt sé að skilyrði og umgjörð um greinina séu eins og best verður á kosið og í sem mestri sátt bæði við samfélag og umhverfi.
Tengdar fréttir Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45 Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00 Þeir eru að passa peningana sína en ekki í náttúruvernd Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir að það sé ekki náttúruvernd heldur fjárhagslegir hagsmunir sem drífi fulltrúa laxveiða áfram í áróðursstríði gegn laxeldi. 5. október 2016 20:15 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Segir öllum leiðum verða beitt til að stöðva laxeldið Orri Vigfússon segir hundrað milljarða króna veiðihlunnindi í hættu vegna laxeldis í sjókvíum. 4. október 2016 19:30 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45
Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45
Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00
Þeir eru að passa peningana sína en ekki í náttúruvernd Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir að það sé ekki náttúruvernd heldur fjárhagslegir hagsmunir sem drífi fulltrúa laxveiða áfram í áróðursstríði gegn laxeldi. 5. október 2016 20:15
Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21
Segir öllum leiðum verða beitt til að stöðva laxeldið Orri Vigfússon segir hundrað milljarða króna veiðihlunnindi í hættu vegna laxeldis í sjókvíum. 4. október 2016 19:30