Aldo Viðar Bae dæmdur í eins árs fangelsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. ágúst 2017 13:01 Aldo Viðar Bae, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, er sakaður um að hafa haft fé af fjölda fólks. Aldo Viðar Bae, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir fjársvik, tilraun til fjársvika og fjárdrátt. Þá var hann dæmdur til að greiða öllum bótakrefjendum, hverjum fyrir sig, 150 þúsund krónur í málskostnað. Honum var einnig gert að greiða samtals 3,6 milljónir króna í skaðabætur. Aldo, áður Halldór, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun júlí. Hann hafði þá verið í gæsluvarðhaldi samfleytt frá 28. mars síðastliðnum. Þegar hann kom aftur fyrir dóminn 2. ágúst játaði hann þó brot sín skýlaust og tekið var tillit til þess við sakfellinguna. Í ákærunni yfir Aldo kemur fram að hann hafi ítrekað gerst milliliður fyrir fólk í leit að húsnæði til leigu. Hafði Aldo tekið íbúðir á leigu og framleigt þær öðrum, stolið undan leigugreiðslum þeirra og greitt aðeins fyrsta mánuðinn til réttra eigenda. „Með vísan til alls þess sem að framan er rakið, skýlausrar játningar ákærða og umfangs brotanna er refsing ákærða ákveðin fangelsi í tólf mánuði. Skal gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 28. mars sl., koma til frádráttar refsingunni að fullri dagatölu,“ segir í dómnum yfir Aldo. Þá er ákærða gert að greiða allan sakarkostnað verjanda síns. Honum er einnig gert að greiða öllum bótakrefjendum, hverjum fyrir sig, 150 þúsund krónur í málskostnað. Ákærði greiðir einnig þrjár bótakröfur sem nema samtals 3,6 milljónir króna. Þá kemur fram að hann hafi nú þegar endurgreitt einhverjar kröfur ákæruliðanna. Fyrst var greint frá umræddum svikum Aldos í Fréttablaðinu í mars en þá sagði Bergljót Snorradóttir farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti við hann. Hún kvaðst hafa greitt honum leigu fyrirfram fyrir einbýlishús í Njarðvík sem Aldo átti ekki heldur var sjálfur með í leigu. Í kjölfarið var rætt við fleira folk sem taldi sig hlunnfarið af viðskiptum við Aldo. Tengdar fréttir Alræmdur svikari kominn á stjá: Reyndi að leigja hús sem hann á ekki Halldór Viðar Sanne, dæmdur svikari, hefur verið kærður fyrir að hafa fé af konu um fyrirframgreidda leigu húsnæðis sem hann átti ekki. Halldór sér eftir því sem hann gerði en segir ásakanirnar bull og vitleysu. 18. mars 2017 07:00 Halldór Viðar Sanne neitaði sök Hann er ákærður fyrir fjársvik, tilraun til fjársvika og fjárdrátts. 8. júlí 2017 09:15 Halldór Viðar Sanne sætir áframhaldandi gæsluvarðhaldi Hæstiréttur hefur úrskurðað Halldór Viðar Sanne, dæmdan fjársvikari, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 30. maí næstkomandi. Lögregla rannsakar nú umfangsmikil fjársvik Halldórs en fjölmargir aðilar hafa lagt fram kæru á hendur honum. 6. maí 2017 10:32 Alræmdur svindlari í gæsluvarðhald: Fjöldi örvæntingarfullra leigjenda í sárum Halldór Sanne var í fyrradag færður fyrir dómstóla og dæmdur í viku gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Hann er talinn hafa svikið út milljónir með því að framleigja íbúðir sem hann á ekki. 29. mars 2017 23:15 Halldór Sanne telur sig hafðan fyrir rangri sök Halldór Viðar Sanne, dæmdur fjársvikari, segist beittur órétti og röngum sakargiftum. Hann situr í gæsluvarðhaldi grunaður um milljónasvik með því að hafa fé af fólki á leigumarkaði. 31. mars 2017 06:00 Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 Brotahrina sem þurfi að stöðva Hæstiréttur hefur staðfest að Aldo Viðar Bae, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, skuli sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar, eða til 15. ágúst næstkomandi, vegna meintra fjársvika og fjárdráttar. 20. júlí 2017 18:03 Halldór Viðar Sanne ákærður fyrir fjársvik Gefin hefur verið út ákæra á hendur Halldóri Viðar Sanne fyrir fjársvik, tilraun til fjársvika og fjárdrátts en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi samfleytt frá 28. mars síðastliðnum. 28. júní 2017 12:40 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Aldo Viðar Bae, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir fjársvik, tilraun til fjársvika og fjárdrátt. Þá var hann dæmdur til að greiða öllum bótakrefjendum, hverjum fyrir sig, 150 þúsund krónur í málskostnað. Honum var einnig gert að greiða samtals 3,6 milljónir króna í skaðabætur. Aldo, áður Halldór, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun júlí. Hann hafði þá verið í gæsluvarðhaldi samfleytt frá 28. mars síðastliðnum. Þegar hann kom aftur fyrir dóminn 2. ágúst játaði hann þó brot sín skýlaust og tekið var tillit til þess við sakfellinguna. Í ákærunni yfir Aldo kemur fram að hann hafi ítrekað gerst milliliður fyrir fólk í leit að húsnæði til leigu. Hafði Aldo tekið íbúðir á leigu og framleigt þær öðrum, stolið undan leigugreiðslum þeirra og greitt aðeins fyrsta mánuðinn til réttra eigenda. „Með vísan til alls þess sem að framan er rakið, skýlausrar játningar ákærða og umfangs brotanna er refsing ákærða ákveðin fangelsi í tólf mánuði. Skal gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 28. mars sl., koma til frádráttar refsingunni að fullri dagatölu,“ segir í dómnum yfir Aldo. Þá er ákærða gert að greiða allan sakarkostnað verjanda síns. Honum er einnig gert að greiða öllum bótakrefjendum, hverjum fyrir sig, 150 þúsund krónur í málskostnað. Ákærði greiðir einnig þrjár bótakröfur sem nema samtals 3,6 milljónir króna. Þá kemur fram að hann hafi nú þegar endurgreitt einhverjar kröfur ákæruliðanna. Fyrst var greint frá umræddum svikum Aldos í Fréttablaðinu í mars en þá sagði Bergljót Snorradóttir farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti við hann. Hún kvaðst hafa greitt honum leigu fyrirfram fyrir einbýlishús í Njarðvík sem Aldo átti ekki heldur var sjálfur með í leigu. Í kjölfarið var rætt við fleira folk sem taldi sig hlunnfarið af viðskiptum við Aldo.
Tengdar fréttir Alræmdur svikari kominn á stjá: Reyndi að leigja hús sem hann á ekki Halldór Viðar Sanne, dæmdur svikari, hefur verið kærður fyrir að hafa fé af konu um fyrirframgreidda leigu húsnæðis sem hann átti ekki. Halldór sér eftir því sem hann gerði en segir ásakanirnar bull og vitleysu. 18. mars 2017 07:00 Halldór Viðar Sanne neitaði sök Hann er ákærður fyrir fjársvik, tilraun til fjársvika og fjárdrátts. 8. júlí 2017 09:15 Halldór Viðar Sanne sætir áframhaldandi gæsluvarðhaldi Hæstiréttur hefur úrskurðað Halldór Viðar Sanne, dæmdan fjársvikari, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 30. maí næstkomandi. Lögregla rannsakar nú umfangsmikil fjársvik Halldórs en fjölmargir aðilar hafa lagt fram kæru á hendur honum. 6. maí 2017 10:32 Alræmdur svindlari í gæsluvarðhald: Fjöldi örvæntingarfullra leigjenda í sárum Halldór Sanne var í fyrradag færður fyrir dómstóla og dæmdur í viku gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Hann er talinn hafa svikið út milljónir með því að framleigja íbúðir sem hann á ekki. 29. mars 2017 23:15 Halldór Sanne telur sig hafðan fyrir rangri sök Halldór Viðar Sanne, dæmdur fjársvikari, segist beittur órétti og röngum sakargiftum. Hann situr í gæsluvarðhaldi grunaður um milljónasvik með því að hafa fé af fólki á leigumarkaði. 31. mars 2017 06:00 Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 Brotahrina sem þurfi að stöðva Hæstiréttur hefur staðfest að Aldo Viðar Bae, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, skuli sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar, eða til 15. ágúst næstkomandi, vegna meintra fjársvika og fjárdráttar. 20. júlí 2017 18:03 Halldór Viðar Sanne ákærður fyrir fjársvik Gefin hefur verið út ákæra á hendur Halldóri Viðar Sanne fyrir fjársvik, tilraun til fjársvika og fjárdrátts en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi samfleytt frá 28. mars síðastliðnum. 28. júní 2017 12:40 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Alræmdur svikari kominn á stjá: Reyndi að leigja hús sem hann á ekki Halldór Viðar Sanne, dæmdur svikari, hefur verið kærður fyrir að hafa fé af konu um fyrirframgreidda leigu húsnæðis sem hann átti ekki. Halldór sér eftir því sem hann gerði en segir ásakanirnar bull og vitleysu. 18. mars 2017 07:00
Halldór Viðar Sanne neitaði sök Hann er ákærður fyrir fjársvik, tilraun til fjársvika og fjárdrátts. 8. júlí 2017 09:15
Halldór Viðar Sanne sætir áframhaldandi gæsluvarðhaldi Hæstiréttur hefur úrskurðað Halldór Viðar Sanne, dæmdan fjársvikari, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 30. maí næstkomandi. Lögregla rannsakar nú umfangsmikil fjársvik Halldórs en fjölmargir aðilar hafa lagt fram kæru á hendur honum. 6. maí 2017 10:32
Alræmdur svindlari í gæsluvarðhald: Fjöldi örvæntingarfullra leigjenda í sárum Halldór Sanne var í fyrradag færður fyrir dómstóla og dæmdur í viku gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Hann er talinn hafa svikið út milljónir með því að framleigja íbúðir sem hann á ekki. 29. mars 2017 23:15
Halldór Sanne telur sig hafðan fyrir rangri sök Halldór Viðar Sanne, dæmdur fjársvikari, segist beittur órétti og röngum sakargiftum. Hann situr í gæsluvarðhaldi grunaður um milljónasvik með því að hafa fé af fólki á leigumarkaði. 31. mars 2017 06:00
Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00
Brotahrina sem þurfi að stöðva Hæstiréttur hefur staðfest að Aldo Viðar Bae, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, skuli sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar, eða til 15. ágúst næstkomandi, vegna meintra fjársvika og fjárdráttar. 20. júlí 2017 18:03
Halldór Viðar Sanne ákærður fyrir fjársvik Gefin hefur verið út ákæra á hendur Halldóri Viðar Sanne fyrir fjársvik, tilraun til fjársvika og fjárdrátts en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi samfleytt frá 28. mars síðastliðnum. 28. júní 2017 12:40